Leita í fréttum mbl.is

... neina svona þvælu við mig.

Á Vísi er frétt um ráðstefnu fjárfesta í Californiu. Það er stórfróðlegt að skoða myndbandið sem vísað er til á mínútu 44. Bæði er gaman að sjá raunverulegan hrægamm og líka til að birta manni þá erfiðu stöðu sem Ísland er í. Svo segir í fréttinni:

"Kyle Bass gerði mikið grín að Steingrími J. Sigfússyni fyrrverandi fjármálaráðherra á sviðinu á ráðstefnu fjárfesta í Kaliforníu í seinasta mánuði. Hann sagði að Steingrímur hafi kynnt fyrir sér villandi upplýsingar til að fá sig til að fjárfesta á Íslandi.

Bass var með erindi á ráðstefnunni Strategic Investment Conference í maí síðastliðnum þar sem hann sagði frá fundi sínum við Steingrím sem þeir áttu árið 2011. Tilgangur fundarins var að fá Bass til að fjárfesta á Íslandi en Bass stýrir vogunarsjóðnum Hayman Capital.

Bass segir um Steingrím: „Hann sýndi mér þetta blað og sagði að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu væru 80% og yrði 40% eftir fjögur ár. Við erum besti staðurinn til að fjárfesta á."

Bass segist svo hafa svarað Steingrími: „Ég er með gögn frá Moody's hérna sem segja að skuldahlutfallið sé 150% hjá ykkur, það er mikill munur á þessu."

Hann segir Steingrím hafa svarað þessu til: „Æ, lánin frá Norðurlöndunum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum runnu til Seðlabankans en ekki til íslenska ríkisins þannig að við teljum það ekki með í skuldahlutfallinu." Þá mun Bass hafa spurt Steingrím hver það væri sem gæfi út tékkann fyrir afborgunum á láninu. „Það er ég," hefur Bass eftir Steingrími, en Steingrímur var á þeim tíma fjármálaráðherra.

„Ég skil," svaraði Bass. „Þá rann upp fyrir honum að hann gæti ekki verið með neina svona þvælu við mig og við skiptum þá fljótt um umræðuefni."

 

Þegar maður horfir á þetta úr fjarlægð Bass þá rennur upp fyrir manni að það verður erfitt fyrir Íslendinga að öðlast traust og tiltrú í fjármálaheiminum aftur. Þrátt fyrir það hversu góða talsmenn eins 

við eigum. Gjaldeyrishöftin og skuldahreinsunin munu varla gleymast svona köllum eins og Bass á næstunni.

 

Þeir láta ekki þvæla við sig endalaust eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þessi fréttalinkur visis á þetta viðtal er töluvert umfram væntingar;  en úrvinnslan er að sama skapi töluvert undir væntingar (þótt væntingar væru lágar).

Það sem er öllu verra og ekki tekið fram í frétt vísis er að hann er skíthræddur við umsvif Kínverja hérna. Það vinna nefnilega ekki allir í Nubólottó; flestir tapa.

Hlustaðu á allt viðtalið - þú getur varla tapað á því.

Þetta er ekki einskorðað við Ísland heldur er hann að vara við Japan og Bandaríkjunum og það margfalt meira en Íslandi. Kýpur er nefndur til sögunnar og Írland einnig... ofl.ofl.

Bass þessi ber þess merki að vera mjög klókur og ef allt væri eðlilegt ætti að bera virðingu fyrir því sem hann segir. Réttasta viðhorfið er að taka hans orðum sem sönnum viðvörunum, amk. þar til annað kemur fram. (Margir) Íslendingar hafa hins vegar ákveðið að líkja kenningum hans og fjárfestingum við ránfugla, hræætur, og þar með útiloka sannleiksgildið.

Hvet þig aftur til að hlusta á allt viðtalið.

Höfundur ókunnur, 21.6.2013 kl. 10:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég fór að þessu ráði ókunnur þó að yfirleitt standi ég ekki í viðskiptum við nafnleysingja. Sat segirðu að Bass er svo klár að manni sundlar við, hann veit eiginlega allt, allar tölur, romsurnar um trilljónir hér og þar að ég átti fullt í fangi með að fylgja á eftir. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund að hann standi ekki lengi í því að tala við menn sem ekki eru á neinu viðræðuplani um fjármál eða hagfræði. Óhuggulegt var að hlusta á spá hans fyrir Japan, hann boðar allt að því stórhættu á styrjöld í Asíu sem afleiðingu af þeirri kreppu sem Japan setfni til. HAnn gerði nokkuð grín að því að Íslendingar leyfðu Kínverjum að vera hér með 500 manna sendiráð.

Halldór Jónsson, 21.6.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband