Leita í fréttum mbl.is

Undirskriftir gegn lækkun veiðigjalds

eru miklar og skorað er á Forseta að vísa málinu til þjóðarinnar.

Verður þjóðin spurð sem svo:

1.Viltu hafa óbreytt veiðigjald?

2.Viltu hækka veiðigjald?

3.Viltu lækka veiðigjald?

Verði RÚV búið að útmála það skilmerkilega fyrir þjóðaratkvæðið hvað hver milljarður í veiðigjaldi geti þýtt í lækkun tekjuskatts einstaklinga eða bótahækkun lífeyrisþega, þá er nokkuð ljóst hvernig fer.

 Þó að ríkisstjórnin telju tæknilega örðugleika á framkvæmd gildandi laga, þá virðist það vera léttvægt í hugum aðspurðra. 

Ef bætt væri við spurningum:

4. Viltu borga minna til samfélagsins?

5. Viltu að aðrir borgi meira til samfélagsins?

þá næst sönn mynd af þjóðarviljanum.

Er hægt að afgreiða öll mál í þjóðaratkvæðagreiðslum? Greiða atkvæði um gott veður? 

Vill enginn hefja undirskriftasöfnun um að lækka skatta og álögur á  almenning en láta aðra borga meira? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skattamál hafa ekkert að gera í þjóðaratkvæði, þar af leiðandi hefur þessi veiðigjaldaskattur ekkert að gera í þjóðaratkvæði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 11:16

2 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga ekki að snúast um skattamál.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Um þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef Forseti synjar þingi um undirritun laga er bara um tvo valmöguleika að ræða.

1. Draga viðkomandi frumvarp til baka.

2. Hald þjóðaratkvæðageislu um hvort lögin skuli taka gildi, einföld já eða nei spurning.

Textinn sem skrifað er undir.

""

Við undirrituð hvetjum Alþingi til að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar.

Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi undirskriftalisti afhentur hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar.

""

Þessi undirskriftasöfnun er því ekki áskorun til þingsins um að halda þjóaratkvæðagreiðslu um eitthvað, heldur um að breyta ekki þessum tilteknu lögum um veiðigjald.

Ef þingið gerir það samt og forseti undirritar ekki frumvarpið, og það yrði svo fellt í þjóðaratkvæði þá hafa gömlu löginn fengið óþekkta stöðu í íslenskum lögum þar sem sennilega þarf aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um heimild til að breyta þeim, ef einhverjum dytti það í hug seinna.

Þessi undirskriftarsöfnun er því algerlega á pari við helstu stórmál samfylkingarinnar undanfarin ár, eins og að kíkja í pakkann hjá ESB og kosningar til stjórnlagráðs, illa undirbúið og illa ígrundað.

Guðmundur Jónsson, 28.6.2013 kl. 13:22

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Munurinn er sá að þetta er skattamál, þess vegna á það ekki heima í þjóðaratkvæði.

Ég held að all flestir séu sammála um að beint lýðræði hefur ekkert að gera með skattaálagningar.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 13:36

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/906
"

Heildarálagning fiskveiðiárið 2012/2013

Álagt almennt veiðigjald á yfirstandandi fiskveiðiári fram til þessa nemur 3,7 milljörðum og lagt hefur verið á sérstakt veiðigjald sem nemur 9,7 milljörðum en lækkun á sérstaka veiðigjaldinu vegna vaxtakostnaðar gjaldskyldra aðila er 2,7 milljarðar. Heildarupphæð almenns og sérstaks veiðigjalds vegna fiskveiðiársins til þessa er því 10,7 milljarðar króna."

Hækkun 6 milljarðar:   Ef Heildargengið á Íslenskum söluskattskyldum tekjum hækkar um 30 % þá lækka 6 milljarða um 3 milljarða.

Ef 6 milljörðum er skipt á alla Íslenska Ríkiborgara , þá hækkar árs reiðfjár innkoma þeirra [fyrir velferðaskatta] um   18,750 kr. á ári. Þetta er 56.250 kr. fyrir 3 í heimili.

Kannski að kalla þetta fjármögnun fyrir RUV.

Hér á að gilda eins og Í þýsklandi og USA, sama prósenta í velferðaskatta á allar launaveltur  Atvinnurekenda.

Heildarlaun = Nettó heildar reiðufjár innkoma allra einsklinga á ári sé eins skattlögð í heildina.  Engin persónu alfláttur af grunnverlferð strafsmanna í staðinn verð þeir starfsmenn sem nú er með meira en 237.000 kr. í nettó reiðufjár innkomu með lægra velferðskatts prósentu og því ódýrari valkostur fyrir vsk. aðila.

Afsláttur af  reiðufjár innkomu [heildarlaunum] skatti einstaklings vergna fjárkröfu tekna hans, vöxtum arði og leigu. Skilar meira en 6 milljörðum.          

Þetta er afsláttur sem þekkist ekki utan Íslands. Persónu afláttur eru eigna millifærsælur frá aðeins innkomu hærri einstaklingum til að fjármagn bætur til þeirra sem skila engum velferða sköttum. UK og Danmörk er líka með Persónuafslætti síðustu 30 ár.  Þar hafa líka velferðar skatts prósentur þeirra með hærri reiðu fjárinnkomu stór hækkað.  



Vsk. fyrtæki sem selja hávirðauka með fáum starfsmönnun verða leggja meira en 221% á útborgað reiðfé fari yfir 251.000 kr. 

Þeir sem lausráða og greiða út um 141.000 kr. leggja ekki nema 107% á.  Í USA leggja allir atvinnurekendur  um 151% á [með 14% söluskatti] á allar vinnustundir útborgaðar.



Hanna ríki sem framleiðir rauntekjur sem seljast hvar sem er.

Júlíus Björnsson, 29.6.2013 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband