Leita í fréttum mbl.is

Væl úr Vestmannaeyjum

vegna veiðigjaldsins sem kemur í þeirra hlut má lesa um í grein í Mbl. í dag.

Akkúrat þetta sem Sigmundur Davíð var að tala um. Almennar aðgerðir en ekki sértækar. Það er upphæð gjaldsins sem legst á uppsjávarveiðar sem fer í taugarnar á Vestmanneyingum. En Vestmannaeyjar hafa þá landfræðilegu yfirburðaaðstöðu til uppsjávarveiða sem gerir það að verkum að þeir greiða mikið gjald. Sem getur verið of hátt eða of lágt á þessu eina ári sem yfir stendur og þeir úr Eyjum eru að tala um.

En að væla svona í blöðum með tölum hvað þeir borgi líka mikið af öðrum gjöldum er þeim til lítils sóma og hvað þá að við hin vorkennum þeim.  Í stað þess ættu þeir að ræða um um upphæð veiðigjalda almennt eins og Sigmundur Davíð sagði á Sprengisandi. Þetta verður öðruvísi á næsta ári.

Ég vona að Sigmundur Davíð láti þá Vestmannaeyinga ekki smala sér á einhvern fund sem þeim dettur í hug að halda á ákveðnum stað og stund. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Skipi forsætisráðherra Íslands að mæta tl viðræðna við sig eins og hvern annan lakæja?

Sigmundur Davíð  hefur áreiðanlega eitthvað þarfara að gera við tímann fyrir land og þjóð  heldur en að hlusta á svona væl úr Vestmannaeyjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Veiðigjaldið hefur nú þegar valdið áþreifanlegu tjóni hérna. Svo það er ekkert skrýtið þó við látum heyra í okkur.

Hvernig litist þér að áð vera settur á hausinn af ríkinu?

Ásgrímur Hartmannsson, 30.6.2013 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Væl eða ekki, þá er ýmislegt við þessa skattheimtu Steingríms að athuga.  Til að mynda er þetta eftiráskattur sem hlýtur að koma illa við útgerðina þegar verð lækkar á afurðum. Í öðru lagi þá festir þessi skattheimta kvótakerfið í sessi og kvótinn verður að eign útgerðarinnar sem ekki verður af þeim tekinn. Í þriðja lagi þá veldur svona skattheimta því að enn meiri veiðiheimildir safnast til stóru útgerðararaðilanna og enn fleiri útgerðir verða neyddar til að gerast leiguliðar.

Það sem á að gera er hins vegar aðsetja lög um aðskilnað veiða og vinnslu. Allur fiskur fari í gegnum markað og ákveðinn upphæð af hverju seldu kílói á fiskmarkaði renni til ríkisins í formi hráefnisgjalds.  Þetta er hin eina rétta útfærsla á "auðlindarentunni" sem hagfræðingar benda ekki á.  Of skilvirk og of sanngjörn og allt of einföld.  Þeir vilja hafa allt svo flókið að það þurfi að koma á fót stofnunum til að reikna út gjaldið og stofnunum til að innheimta það líka.  Meiri djöfuls dellan

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.6.2013 kl. 14:58

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er ekki einfaldast að taka ákveðið gjald af hverju kílói upp úr skipi, annars væri hætta á að farið verði að hringla með gjaldið eftir því í hvaða vinnslu hráefnið fer í. Maður þekkir þetta orðið, eftir ákveðinn tíma yrði sér gjald fyrir hráefni sem fer í vinnslu og annað fyrir það sem fer í bræðslu, og svo framvegis. Þannig mætti girða fyrir allskonar hringlandhátt með gjaldið, bara eitt flatt gjald á allan fisk. Hvað sem hann heitir. mér datt þetta svona í hug.kv.

Eyjólfur G Svavarsson, 30.6.2013 kl. 18:19

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Væl eða ekki væl.  En það er aðeins sanngjarnt að sjávarútvegssveitarfélögin fái á móti hluta af veiðigjaldinu.  Engin ástæða til þess að ríkið fái allar skattgreiðslur fyrirtækja hvar sem þau eru í sveit sett. 

Hér áður var reiknað aðstöðugjald (eins konar "veiðigjald") á öll fyrirtæki landsins sem rann til heimasveitar.  1% af heildarsölu minnir mig.  Þegar aðstöðugjaldið var fellt niður með lögum kom ekkert í staðinn.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2013 kl. 18:22

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ásgrímur

Það er búið að vera veiðigjald lengi. Þetta er sérstakt aðstöðugjald sem ég er ekki hlynntur frekar en gamla aðstöðugjaldinu sem lagðist á veltu óháð afkomu og hún Kolbrún talar um.

Í stað þess hefði ég getað séð fyrir mér sérstakana tekjuskattsauka á útgerð til að friða þjóðina sem vill eiga fiskinn þó að bankarnir eigi hann síðan fyrir.

löngu eftir að það mátti veðsetja jhann í sjónum.

Jóhannes,

Mig brestur útgerðarþekkingu til að rökræða þetta sem þú talar um. Kvótinn verður fastur í sessi um mína daga. ég held að Jón Kristjánsson komist ekki að með sína kenningu um sóknina. En ég tel samt að Hafró hafi ekki veitt okkur rétta ráðgjöf og að það sé ekki hægt að geyma þorsk í sjónum vegna margvíslegra ástæðna.

En Eyjólfur

er ekki svo mikill framlegðarmunur á því hvað er veitt?

Kolbrún

það er rétt að sveitarfélögin liggja óbætt hjá garði þegar fyrirtæki vaða um og heimta þjónustu en láta ekkert í staðinn.

Halldór Jónsson, 30.6.2013 kl. 20:10

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef allur afli er seldur á löggiltum uppboðsmörkuðum fyrir reiðufé, þá er  hægt að taka 2,0% af söluraunvirðinu og láta renna í ríkisjóðs.  Fella niður tekjuskatta af lögaðilum , og skattleggja allar árs reiðufjár innkomur einstaklinga eins. Skattleggja ekki eigna millifærslur eldri og nýrri eignafjármuna.   Þá sitja allir við sama grunn borðið.  
17% af heildar reiðufjár innkomu allra  einstaklinga renna beint til sveitarfélaga.  Atvinnurekendur allir sem einn borgi 17% af heildar launveltu. það er lagt er á 20% til að taka af fyrir fram og staðgreiða.

Marginal tax 1 þreps getur verðið 10% á reiðfjár innkomu sem fer fyrir : 2.850.000 kr. á ári [tekjur undir bera þá bara grunnskatt 20% á 17% af]

Marginal tax annars þreps getur verðið 5 %  á reiðufjár innkomu sem fer yfir 5.250.000 kr. á ári. [tekjur undir bera þá grunnskatt:   1.050.000 kr. og max innkomu skatt:   240.000 kr.   Heildar laun á 1 þrepi verða því max: 6.540.000 kr. með sköttum.  Mest tekið af einstakling 20%.
Einstaklingur sem fær 5.250.000 kr. reiðufjár útkomu hjá lögaðila kostar hann álagningu 24,57% sem hann skilar í nafni einstaklings og 20% sem hann skilar í sínu nafni: þá er álagt 44,57% . Ef þetta er raunviðrausaukandi lögaðili  og vsk. 20% þá er álagt 64.57% til að taka af. 39,23%.

AGS og WORLD bank mæla skattmann á Íslandi taka nettó af nýrri eignamyndun [reiknað PPP ]  40% það er sama leggja á 66,67% á eftir öllu leiðum á hverju ári. 

Fasteig skattar max 1,99% til viðbótar gera því alla aðra skatt óþarf ef nóg er af einstaklingum með hærri reiðufjár útkomu, eða fáir sem er í lægri kantinum

USA ákveður líka lámarks reiðfé fyrir vinnustund  [sparar vinnu kostnað við stéttar félög]   þá starfsmaður út 1050 kr. þá kostar það atvinnurekenda á álagningu 20% + 20% [+ 20% vsk] það er 60% lagt á til taka 37,5% af.   Þeir sem ekki skila raunvirðisauka af veltur leggja þá minnst á 40%.  1050 x 1892 tímar: 1.942.500 kr. sem væri þá líka grunn samfélagstrygging féló til einstaklings á hverju ári.  Lögaðilar sem er þá reka starfsmenn með reiðufjár innkomu  1.942.500 kr. á ári til 2.850.000 kr.  Vinna á í samstarfi við féló og þeir sem bera ekki 10% innkomu skatt á 1 þrepi þurfa ekki að vera í stéttarfélögum.

Þetta er skatt grunnur hugmynda fræði í borgum utan Íslands.  [UK og Danmörk tóku upp á persónuafslætti af 20% grunngjaldi sem er skilað í nafni starfsmanna: => 30 árum síðar velferðkerfi í uppnámi.
Skattur hér í samanburði er ekki læs á  erlent skatta mál.

Skilja í  heildar samhengi hlutfallslegrar jafnar innkomu og útkomu skiptingar gerir marga umræður á Íslandi hugsanlegra ofur tekna óþarfar. Breyta tekju í reiðufé á hverju ári gildir í borgum utan Íslands. Raunvirði er reiknað verð meðal körfu alls sem seldist almennt fyrir reiðfé árið á utan.  PPP-karfa fyrir skatta: meðal verð efna, orku og markaðs rekstrar innkomu starfsmanna.   Áherslur fara í að velja PPP-einingar úr:  efnum og orku starfsmenn sem kosta mest að raunvirði. Verðtryggja hugsanaleika geta vanþroskuð ríki í pappírum ekki framkvæmd. 

Ríkið sem rekstra aðili getur litið á einstaklinga sem ekki bera innkomuskatt til viðbóta grunnskatti sem hugsanlegar rauntekjur sínar á hverju ári.  þetta gildir almennt í öllum rekstri : magnið og það selst auðveldlega er grunnkostnaður ekki arður.    Vitur nærri getur, Reyndur veit þó betur. Sýndar tekjur[veiði] eru ekki gefnar [gefin.  Hagfræði tekjur: goods  eru ekki real assets erlendis.
"Accounting) entries on a balance sheet showing tangible and intangible properties and claims against others that can be applied to cover the financial obligations of a business or of a person; complete property that a person owns"    Matið er ekki skuldarans í fjármála samhengi, það ræðst að handbæru reiðufé á almennum mörkuðum.   

Júlíus Björnsson, 30.6.2013 kl. 21:37

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

EINOKUNIN réttlætir að þjóðin taki sér hátt auðlindagjald.

 Skora á alla að skrifa undir áskorun um óbreytt veiðigjald hið fyrsta. Vælið í útgerðinni sem rekin er með "stór halla" í skjoli afksrifta er orðin pening prent vél manna sem aldrei hafa mygið í saltan sjó.

Ólafur Örn Jónsson, 1.7.2013 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3417961

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband