Leita í fréttum mbl.is

Afreksmenn

sem vert er að minnast voru þeir Jens Eyjólfsson byggingameistari og Guðjón Samúelsson húsameistari.

Í ár eru liðin 84 ár síðan kaþólska kirkjan á Landakotstúni var vígð. Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni en steypt upp af Jens Eyjólfssyni.  Hvorutveggja er afrek þegar maður virðið mannvirkið fyrir sér. Á þessum tíma fyrir 1930 var steinsteyputækni nokkuð ung listgrein. Þá voru engin sértök hjálparefni þekkt svo sem flotefni eða loftblendiefni. Engar steypudælur eða byggingakranar. Mulningsvélar fágætar og litlar. Ekkert vitað um langtíma haldgæði eða veðrunarþol. Handafl í stað vélarafls.  Allt þetta þurftu þessir menn að leysa.

Jens steypti tilraunasúlu inni við Selás sem lengi stóð til þess að reyna verkferla sína. Síðan var lagt til atlögu og Kristkirkja steypt upp á einu ári með öllum sínum bogum og brúnum. Listasmíði hvernig sem á er litið.

Ég veit ekki hversu mikið er til af skráðum fróðleik um kirkjubygginguna eb ég auglýsi hér eftir honum.Hvaðan kom steypuefnið, hvernig var það blandað, hvaða sement og hversu mikið? Hadrían keisari notaði uxablóð sem loftblendi til að steypa Sixtusarkapelluna löngu fyrr. Hvað notuðu þeir Jens og Guðjón? Kirkjusmíðin er þvílíkt í verksögu landsins að það þarf að sýna henni ræktarsemi.

Horfið svo á kirkjuna eiginlega óskemmda eftir allan þennan tíma þá minnkar ekki ljóminn. Á helmingi skemmri tíma er víst búið að steypa upp Hallgrímskirkjuturninn einum þrisvar sinnum svona til samanburðar.

Svo er það stuðlabergsloftið í Þjóðleikhúsinu sem ég held að Guðjón og Guðmundur frá Miðdal hafi gert. Kannski var Jens þar nálægur líka?

Þetta voru afreksmenn sem eiga skilið heiðurssess í Íslandssögunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki verður annað sagt en að þú sýnir menningunni ræktarsemi. Einu sinni þótti í fínu lagi að reisa kassa innan um og saman við gamlar og sögufrægar byggingar. Seinna áttuðu margir sig á að það var slys. Heppilegra er að fyrirbyggja slys en fást við afleiðingar. "Líkir fiskar spyrðast best"

Sigurður Þórðarson, 23.7.2013 kl. 12:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Sigurður

já það var oft lítið spáð í samfelluna eins og með Þjóðleikhúsið klesst ofan í gamla kofa. Þarna ætti að rífa myndarlega í kring um það og Safnahúsið eða Landsdómshúsið og hafa torg í kring. En þetta líð sem nú situr borgarstjórnarstólana hugsar nú lítið annað en að rífa flugvöllinn.

Halldór Jónsson, 23.7.2013 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband