Leita í fréttum mbl.is

Nú er Núpo leiðin létt

til landakaupa,

Hólsfjöll verða hefluð slétt,

hressist öll vor bændastétt.

Kínamenn kotin kaupa.

Össur og aðrir sannfærðir landsölumenn hefði ekki geta  gert það glæsilegra en Hanna Birna. Ömmi gerður ómerkur með sín gamaldags þjóðvarnarsjónarmið.

Hananú Hanna Birna !

Núpó-Létt.

Nú er Núpó leiðin létt. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ætli það verði snjólétt á Fjöllum næsta vetur?

Ómar Bjarki Smárason, 25.7.2013 kl. 23:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bvölvað grín, eins og Jó,jó, heldur að hún sé Jó-hanna.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2013 kl. 23:44

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er náttúrlega spurning hvort þú trúir Al Gore eða Henning Fensmark og hans kollegum í Danmörku, trúir á Global Warming eða ekki.

Halldór Jónsson, 25.7.2013 kl. 23:45

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er Hanna Birna orðin ESB Jóhanna?????

Vilhjálmur Stefánsson, 25.7.2013 kl. 23:46

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ríkistjórnin ætti að hugsa sinn gang.

Það koma kosningar.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 26.07.2013 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.7.2013 kl. 00:03

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er trúlaus þegar kemur að sveiflukenndu veðri og efast um að aðgerðir mannsins breyti miklu um náttúrulegar veðurfarssveiflur....

Ómar Bjarki Smárason, 26.7.2013 kl. 00:25

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hanna Birna hefur ekki svo að ég viti sagt að hún væri á móti ESB aðlögun enda er hún ekki í réttum flokki blessunin, hún á heima í Samfó.

Hugsið ykkur það munaði ekki miklu að Hanna Birna yrði formaður Sjálfstæðisflokksins og margir dáðu hana sem eitthvað pólotíkzt undur.

Nú getur fólk dæmt um hæfileika pólitízka undursins.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 06:15

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kína komið í ESB ?

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2013 kl. 07:18

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skúffufyrirtæki Jón Ingi, skúffufyrirtæki.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 07:37

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fékk Hanna Birna sólsting í góða veðrinu?

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2013 kl. 08:27

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Vilhjálmur, sumir hugsa upphátt

Jónas hugsar fram í tímann

Ómar Bjarki, Ágúst frændi hefur ýmsar efasemdir um áhrif mannsins á veðrið og heldur að sólin sé á bak við ýmislegt sem henni er ekki kennt um.

Jóhann, já það munaði ekki miklu þá. Framtíðin er alltaf svolítið torræð.

Jón Ingi, heimsveldapæólitík er alltaf eitthvað sem Íslendingum gengur illa að skilja. Fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna er eitthvað sem ég ekki skil. Skilur þú það?

Jóhann, þeir hafa aldrei getað gert upp reikningana hjá ESB. Ég held hinsvegar að Kina sé ekki endilega bókhaldsskylt og hegðun þess því líka ófyrirséð.

Ágúst frændi. Já það er sannarlega gott að sóla sig. En það eru takmörk fyrir því hvað maður þolir af henni eins og C2H5OH

Halldór Jónsson, 28.7.2013 kl. 10:31

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er hollt að efast, Halldór!

Ómar Bjarki Smárason, 1.8.2013 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 658
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 5566
  • Frá upphafi: 3195185

Annað

  • Innlit í dag: 510
  • Innlit sl. viku: 4561
  • Gestir í dag: 458
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband