Leita í fréttum mbl.is

Hann var Jói



í Bónus og ég var bara ég.
 
Mér var alltaf innst inni hlýtt til hans frá því að ég hitti hann fyrst líklega 1988 eða 1989. Þá var hann var að undirbúa opnun fyrstu búðarinnar. Við tókum tal saman um verslun og viðskipti  og maðurinn var svo skemmtilegur og skarpt hugsandi að ég gat aldrei orðið mjög vondur út í hann næstu 24 ár. Það urðu auðvitað ýmsar sviptingar í okkar lífum og ekki var ég alltaf hrifinn af tiltækjum hans. En mér var alltaf samt fremur hlýtt til hans Jóa eftir okkar fyrsta samtal. Hann var þá svo einlægur og blátt áfram að ég gleymdi því aldrei.

Þetta var einstakur maður með kosti og bresti, styrkleika og veikleika. Og það sem hann áorkaði í raun var mikið að vöxtum. Úrspilið var svo annað mál og til eru þeir sem segja að afslátturinn í Bónus hafi allur verið á kostnað þjóðarinnar þegar upp var staðið. En hann gerði þetta sem hann gerði. Hann breytti allri verslun í landinu eins og hann Pálmi í Hagkaup gerði líka. Þessir tveir menn breyttu aldarhættinum.

Ég man að hann ræddi um það við mig þarna í fyrsta samtalinu að hann ætlaði sér ekki að eiga verslunarhúsnæði sitt. Hann sagði að gömlu kaupmennirnir hefðu steypt sig fasta og ekki fylgt þeim kúnnum sem keyptu mest út í úthverfin, barnafólkinu. Hann vildi bara leigja sér pláss og einbeita sér að því að versla án þess að láta steypuskostnaðinn spila inn í vöruverðið. Það þyrfti enga heildsala á þeim tímum sem væru að renna upp, hann ætlaði að versla við beint umheiminn  og færa fólkinu milliliðakostnaðinn. Og víst er að heildsölum fækkaði umtalsvert um hans daga.

Mér fannst þessi maður einstakur með dökkt alskegg og fjörglampa í augunum. Við sáumst ekki mjög oft síðar meðan skeggið gránaði. En allltaf var hann Jói elskulegur við mig þó að ég skrifaði kannski ekki alltaf sem honum líkaði best. Mér verður innst inni alltaf hlýtt til hans Jóhannesar Jónssonar.
 
En hann var líka Jói í Bónus og ég er bara ég.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála. Það er skarð fyrir skildi.

Sigurður Þórðarson, 28.7.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418154

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband