Leita í fréttum mbl.is

Slunginn er Obama

friðarverðlaunahafi þegar hann vísar skítteríismálinu á Sýrland til Fulltrúadeildarinnar. Ekki er líklegt að málið fái mikið brautargengi þar. Og vafasamt er hvaða áhrif það hefur að fara að drepa fólk í stærri stíl en nú er. Íhlutun gæti kostað sarín-árás á Israel. Og svo er það spurningin hvort AlQueda verða betri húsbændur í Sýrlandi heldur en Assad augnlæknir.

Fyrir mína parta trúi ég því frekar á AlQueda að þeir sprengi svona bombur sér til framdráttar í herkænsku en læknirinn. Það geta verið margar ástæður fyrir því að Assad hafi alls ekki fyrirskipað beitingu saríns. En AlQueda er frekar þekkt fyrir það að skeyta lítt um mannslíf eða hver fyrir verður.

Myndi maður ekki velta fyrir sér hvernig almennum Bandaríkjamönnum hugnast að fara allt í einu að berjast með hreyfingu BinLadens? Ætli engum finnist reynslan frá Írak ekki góð, þar sem upplýsingar CIA og M5 reyndust haldlausar um gereyðingarvopnin? 

Assad á vissulega sarínbombur. En er líklegt að hann skyldi sprengja þær til þess að egna Obama á sig? Sérstalega  í ljósi þess að það stefnir í hans sigur á uppreisnarliðinu. Búast margir við því að það geti stjórnað Sýrlandi frekar en þessar frelsishreyfingar geta í Írak, Lybíu og Egyptalandi? Af hverju veit John Kerry núna allt um það hver sprengdi? Frá CIA og M5?

Virðist það ekki vera að járnagi einvalds henti múslímum betur en eitthvað innflutt democrazy? Þeir séu einfaldlega ekki nógu þroskaðir fyrir annað? Trúin byrgi þeim sýn í þessu sem öðru?

Er Obama ekki einfaldlega slunginn með hliðsjón af því hvernig Cameron fór sína för í Parlamentið og Hollande segist ekki fara einn? Obama er bara að humma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband