Leita í fréttum mbl.is

Prófkjör í Reykjavík

er nú ákveðið í nóvember.

Mikilvægt er að flugvallarvinir taki nú þátt og tryggi hagsmuni Reykjavíkurflugvallar.

Fyrir liggur að Júlíus Vífill, Marta Guðjónsdóttir og  Kjartan Magnússon styðja flugvöllinn og Guðlaugur Þór er talinn frekar hlynntur vellinum. Ég veit ekki um Hildi Sverrisdóttur og þekki ekki fleiri nöfn sem til greina koma.

Fyrir liggur hinsvegar að Gísli Marteinn, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir hafa ákveðna afstöðu gegn flugvellinum, Því getum við ekki stutt þau og kjósum þau frá.

Hagsmuni Reykjavíkurflugvallar verðum við að láta ráða í prófkjöri Sjálfstæðismanna til Borgarstjórnar Reykjavíkur  síðla í nóvember. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Ég er svo heppinn að búa ekki í Reykjavík og því ekki með atkvæðarétt þar. Því kemur prófkjör Sjálfstæðisflokks þar mér í sjálfu sér ákaflega lítið við, þó ég hafi vissulega skoðun á þeirri pólitík sem fer fram í höfuðborginni.

Síðustu fréttir af borgarstjóraómyndinni benda til þess að flugvallarmálið verði hellsta kosningamál Reykvíkinga að vori. Því nægir ekki að halda flugvallarandstæðingum frá efstu sætum framboðslistanns, heldur utan hans. Ef núverandi borgarstjórn fer að fyrirmælum ómyndarinnar er ljóst að Sjálfstæðisflokkur hafi raunverulegan möguleika á hreinum meirihluta innan borgarinnar þ.e. ef þeim auðnast að halda öllum flugvallarandstæingum frá framboðslistum sínum.

Persónulega hefur þessi flugvöllur lítil áhrif fyrir mig, hef einungis tvisvar um ævina þurft að nota hann, fyrst fyrir allt og mörgum áratugum síðan, þegar ég fór í skólaferðalag í barnaskóla og aftur fyrir örfáum árum, þegar ég var að koma frá vesturheimi og þoka hamlaði lendingu á Kaflavíkurflugvelli.

En ég skil nauðsyn flugvallarins. Þar liggja rök áframhaldandi veru vallarins margfallt hærra. Færsla vallarins á Hólmsheiði hefur aldrei verið raunverulegur kostur og reyndar aldrei ætlunin. Það má sjá af staðsetningu lúxushótelsins sem byrjað er að reysa þar efra, en það er staðsett við enda annarrar brautarinnar! Flutningur starfseminnar til Keflavíkur er jafngild hreinni niðurlagningu vallarins.

Gangi ykkur vel að útiloka vallarandstæðinga af framboðslista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Þannig og einungis þannig verður möguleiki á að stöðva þessa öfugþróun höfuðborgarinnar.

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2013 kl. 08:14

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar Heiðarsson.Ég bý heldur ekki í Reykjavík þannig að ég verða bara að ákalla heilbrigða skynsemi þar á bæ. Þú hefur lög að að mæla að það er bara að annaðhvort er völlurinn þarna eins og hann er eða að hann verður ekki þarna.

Halldór Jónsson, 21.9.2013 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 3418152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband