Leita í fréttum mbl.is

Bloggið mitt og Gallup

eru nákvæmlega sammála um fylgi þjóðarinnar við áframhald staðsetningar Reykjavíkurflugvallar.

Bæði Gallup og bloggið eru sammála um að fylgið sé 82.1 %.

Mitt blogg hefur auðvitað alla yfirburði yfir Gallup hvað fjölda atkvæða snertir svo sem sjá má til hliðar á síðunni. Ég óska Gallup auðvitað til hamingju með að komast að sömu niðurstöðu og lesendur minnar bloggsíðu hafa löngu komist að.

Það er ekki ónýtt fyrir Gallup að staðreyna svona kirfilega hversu góð mín bloggsíða er. Það væri óskandi að fleiri færu að dæmi Gallup og færu að taka meira mark á minni bloggsíðu.

Fyrir þá stjórnmálamenn okkar sem velkjast oft  í vafa  er því bent á að spyrja þessa bloggsíðu fyrst og svo  Gallup á eftir  og fara bara eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður Halldór og ég les yfirleit öll þín blogg þó svo að ég sé ekki alltaf sammála þér, en í flugvallarmálinu þá erum við sammála.

Nú er bara að vita hvað Gnarrinn gerir eftir kosningar í vor, lætur hann loka flugvellinum eða leyfir hann flugvellinum að vera þar sem hann er?

Var öll þessi undirskrftasöfnun til einskis?

Það er ekki vafi að Gnarrinn verði áfram Borgarstjóri, nema að eitthvað stórkostlegt gerist í forkosningum (S), en þetta gamla úrelta lið sem eru fulltrúar (S) í Borgarráði í dag koma ekki til með að leiða (S) til sigurs í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

Kveðja frá Medína Sádi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 22.9.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband