Leita í fréttum mbl.is

Fremur fyrirtæki glæp?

gegn almenningi myndi einhver forvitinn spyrja sem hlustar á fréttir úr daglega lífinu.

Á hvaða trjám vaxa annars þessi fyrirtæki? Hvaða fjölskyldulífi lifa þau? Eru þau langlíf? Hvernig er heilsufarssaga þeirra? Ganga þau í skóla og fermast uppúr fyrsta bekk? Lenda saklaus þau í vondum félagsskap? Detta þau í dóp eða fyllerí og fremja þá innbrot hjá saklausu fólki?

Þetta er alveg hræðilegt með þessi fyrirtæki.  Hvernig þau leiðast til að fremja ítrekað ásetningsglæpi með einbeittum brotavilja eins og VISA Ísland?  Verður ekki að dæma þau í stórsektir af því að það er ekki hægt að setja þau á Litla-Hraun eða Kvíabryggju?

Er það ekki stór spurning sem hlýtur að þjaka almenning hvort sektirnar séu nógu háar til þess að hafa nægileg fælingaráhrif?  Er ekki Ríksútvarpið  með böggum hildar yfir þessari spurningu? Lenti ekki Eurocard í samkonar máli hér um árið?

Voðalegt er þetta annars með þessa glæpahneigð kortafyrirtækja? Er ekki nauðsynlegt að efla forvarnastarf meðal greiðslukortanna? 

Hver er annars forstjóri Aríon Banka sem Steingrímur Jóhann gaf útlendingum?  Raka ekki slitastjórnir saman milljörðum? Setja met í skattgreiðslum til samfélagsins?

Getur ekki Aríon-Banki styrkt eitthvað fallegt málefni til viðbótar meðan Visa vinnur með þér?  

Hversu óendanlega heimskur er ég ekki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég sný alltaf á þig.“JP Morgan bankinn í Bandaríkjunum mun líklega þurfa að greiða 13 milljarða dollara sekt fyrir markaðsmisnotkun með húsnæðisskuldabréf. Þetta jafngildi 1.560 milljörðum króna” segir VB Þegar þú sektar banka um 10 miljarða, þá skrifar bankinn tölu í tölvuna, fyrir upphæðinni.Næst leggur bankinn töluna inn á reikning hjá sektar  innheimtumanni.Ef reglurnar eru að bankinn má búa til útlán sem er tíu sinnum hvert innlán, þá lánar bankinn sektarupphæðina  tíu sinnum út.Með öðrum orðum stórgræðir bankinn á sektinni, það að fá aukaleyfi til að búa til peninga.Trúlega er þetta eins með kortafyrirtækin.Þarna er ég að reyna að skilja.KreditkortEgilsstaðir, 21.10.2013  Jónas Gunnlaugsson 

Jónas Gunnlaugsson, 21.10.2013 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband