Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk stórtíðindi

voru í dag þegar Jón  Gnar skýrði rólega frá því að hann myndi hætta eftir þetta kjörtímabil. Besti flokkurinn hefði  bara verið hugarástand.  Fáir hafa komist nær raunveruleikanum en Jón Gnarr með þessum fáu orðum.

Séu þessi orð skoðuð út frá sjónarhóli Sjálfstæðismanna í Borginni þá blasir merkingin við. Gengi Besta flokksins er í beinu hlutfalli við frammistöðu Borgarfultrúa Sjálfstæðisflokksins á þessu og fyrra kjörtímabili.  Alfa og Omega. Og það er langt í frá búið.

Besti flokkur Jóns Gnarr  mælist stærstur flokka í borginni. Jón Gnarr hættir á toppnum nálægt sögulegu meðalfylgi Sjálfstæðisflokksin á landsvísu.

Þetta hefðu einhvers staðar og einhvern tímann þótt ótrúlegur viðburður. Helst saman að jafna þegar Diókletían Rómakeisari steig af veldisstól og sagðist vera farinn austur í Asíu til að rækta kál. Bara sisona.  Auðvitað var málið ekki leyst með því einu.  En það endaði með að leysast. Allt fer einhvernveginn sagði gamli Sveinn og vissi hvað hann söng.

Skarð Jóns Gnarrs verður vandfyllt. Hann var vinsæll borgarstjóri hvað sem menn svo sem sögðu. Hann var nefnilega eldklár þó hann þættist annað. Ræður heyrði ég margar blaðalausar hjá honum sem aðrir gera ekki betur. Hann hafði hinsvegar stíl sem er allt öðru vísi en menn eiga að venjast. Sinn stíl. Hann gerði hlutina "My Way" eins og Sinatra og komst upp með það því hann var engum líkur.

Liggur mikið eftir hann á kjörtímabilinu? Það er ekki á ljósu fyrir mér. En eftirminnilegt er það margt og fáir hafa kveikt aðra eins elda og hann með Aðalskipulaginu. 70.000 undirskriftir á landsvísu gegn því. Og hann bara brosti og sagði að flugvöllurinn yrði víst að fara. Ef ekki núna þá bara seinna. Hann skildi að nokkur ár til eða frá skipta engu. Jón Gnarr var hér en er farinn.

Jón Gnarr var pólitísk holskefla þegar hann kom inn á sviðið. Hann er búinn að vera borgarstjóri við vaxandi fylgi og vinsældir í meira en 3 ár.

Það eru pólitísk stórtíðindi þegar slíkur afreksmaður kveður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú fara framsóknarmenn væntanlega að brýna hnífasettin. Ekki er ég búinn að gleyma þeim hallarbyltingum , sjálftöku og upplausn sem var undanfari farsæls ferils Jóns. Þeir sem sjá honum allt til foráttu eru greinilega búnir að missa minnið. Það var algert hernaðarástand í rúmt ár þarna. Geysir green var geysilegt grín...og rey sömuleiðis. Þar misstu borgarbúar næstum mjólkurkúna g mest af tíma Jóns hefur farið í að vefja ofan af ruglinu og aukkinu.

Vonandi fáum við ekki þá tíma aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2013 kl. 20:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mín spá: Reykvíkingar fá einhvern verri í staðinn. Sennilega annað svona tímabil þar sem koma nokkrir í röð, sem eru bara stutt. Allir miklu verri en Gnarr.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2013 kl. 22:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér fannst eftirsjá í Óskari Bergssyni Jón Steinar. Orkuveitan var auðvitað komin í hreint bull og farið var að úthluta einkaaðilum hlutum úr henni af þvi þeir væru svo klárir.

Já Ásgrímur, ég treysti Jóni Gnarr umfram þó nokkra sem ég hef kynnst.

Halldór Jónsson, 31.10.2013 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband