Leita í fréttum mbl.is

Hverja á ekki að kjósa í prófkjöri á laugardag.

Íprófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík á laugardaginn ríður á að kjósa flugvallarandstæðinga frá.

Eftirfarandi spurningar og svör voru send til frambjóðenda í prófkjöri kjöri Sjálfstæðisflokksins á laugardag af Alfhildi Nielsen formanni fasteignaeigendafélgs á Reykjavíkurflugvelli. 

Þá liggur alveg ljóst fyrir hverjir vilja loka Reykjavíkurflugvelli og hverjir ekki nema þeir sem svara ekki.  Allavega er valið skýrt hvað varðar spurninguna hvort kjósa eigi Þorbjörgu Helgu í 1. sæti eða ekki. Það er morgunljóst að allt flugáhugafólk á að kjósa aðra en hana. Það er einnig vitað að Hildur Sverrisdóttir er flugvallarandstæðingur og sömuleið Áslaug María Friðriksdóttir. Enginn flugvallarvinur má greiða þeim atkvæði.

 

 

Svona eru spurningarnar:
 

„Sæl verið þið kæru frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

 

Flestir umbjóðenda minna eiga geymslur fyrir flugvélar sínar í Fluggörðum. Reikna ég með að milli 300 og 400 manns eigi flugskýli eða hlut í flugskýli á svæðinu.  Byggingar hófust þar 1978, fyrir 35 árum, og hefur Byggingarfulltrúi Reykjavíkur veitt byggingarleyfi fyrir öllum byggingunum.  Byggingar í Fluggörðum eru rúmlega 7000 fm og af þeim eru greidd öll gjöld og skattar á atvinnuhúsnæðistaxta.  Þarna er staðsett meðal annars, Hið Íslenska Flugsögufélag,  Flugskólinn Geirfugl ehf, Verkfræðistofa Kristjáns Árnasonar flugvélahönnuðar og flugvélasmiðs, Flugsmíð, Félag Íslenskra Einkaflugmanna og fjölmargir flugklúbbar auk nokkurra fyrirtækja sem sjá um viðhald flugvéla.

 


Í framhaldi af því að Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, Borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu samkomulag hinn 25. október síðastliðinn um að einka- og kennsluflugi (venjulega er talað um almannaflug eða General Aviation) skuli úthýst af Reykjavíkurflugvelli 2016 og því fundinn annar staður, þá langar mig að spyrja ykkur fyrir hönd umbjóðenda minna, sem eru eigendur einkabygginga á Reykjavíkurflugvelli, um afstöðu ykkar til málsins:

 

1.       Ert þú sammála því sem þarna var um samið?

2.       Telur þú réttlætanlegt að ríki og borg leggi í milljarða kostnað vegna þessa?

 

Væntanleg svör ykkar mun ég senda umbjóðendum mínum 12 – 13. nóvember n.k. og mun hvetja þá til að áframsenda til sem flestra vina sinna. 

Þér er ennfremur velkomið að bæta við yfirlýsingu um afstöðu þína til Reykjavíkurflugvallar, sem yrði þá einnig send umbjóðendum mínum.“ 

Svörin eða ekki svör koma hér:

 

 

"Aron Ólafsson 

Flugvöllurinn á ekki að fara neitt, og það þarf að tryggja framtíðs hans í Vatnsmýri svo eðlileg uppbygging geti átt sér stað og hægt sé að tryggja aðstöðu þeirra sem hlut eiga að.

 

  

Björn Gíslason

Hefur ekki svarað

 

Björn Jón Bragason

1. Nei. Ég er algjörlega ósammála samkomulaginu og vil að almannaflugið verið áfram á Reykjavíkurflugvelli.2. Nei, engan veginn. Sú mikla óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkuflugvöll hefur hamlað allri uppbyggingu flugs og flugtengdrar starfsemi á vellinum. Gríðarleg tækifæri hafa því farið forgörðum fyrir reykvískt atvinnulíf. Við eigum mikið af vel menntuðu fólki í flugi og flugtengdum greinum og möguleikarnir þar af leiðandi miklir. Í ljósi þess að svæðið austan vallarins hefur verið skert mikið með byggingu Háskólans í Reykjavík tel ég brýnt að fluggarðarnir verði festir í sessi og í mínum huga ekki kemur til greina að borgaryfirvöld geri eignir manna þar upptækar, líkt og hótað hefur verið.  Festum flugvöllinn í sessi í Vatnsmýri til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur.

 

Börkur Gunnarsson

Ég er ánægður með flugvöllinn þarsem hann er.Ég hef aftur á móti hvorki kynnt mér aðalskipulagið né þetta samkomulag þannig að ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun fyrir næsta prófkjör að fjórum árum liðnum ef landsfundarályktanir eða oddvitinn vísa í þá átt, en á þessu kjörtímabili verður hann á þessum stað og í minni þökk.Ég legg líka áherslu á samheldni listans og hef hugsað mér að styðja oddvitann, hver sem hann verður, með ráð og dáð. Einsog staðan er í dag virðist Júlíus Vífill ætla að ná oddvitasætinu og skoðun hans á flugvallarmálinu er öllum kunn.

 

 

Halldór Halldórsson

eftir n niðurstöðu sem er engin niðurstaða og endalaus leit að flugvallarstæði sem ekki hefur fundist).

Ég tel að svarið við fyrri spurningunni svari spurningu nr. 2. Ég vil þó taka það fram að ef algjör sátt næðist um nýtt flugvallarstæði (sem mér þykir ólíklegt að finnist) þá verður að finna fjármagn til þess að byggja nýjan flugvöll. Í þeirri forgangsröðun sem nauðsynlegt er að vinna eftir um þessar mundir og næstu árin (heilbrigðismál o.fl. í forgang) þá verður ekkert fjármagn á lausu til að byggja nýjan flugvöll næstu árin.

Hér fjalla ég um flugvöllinn og skipulagsmál:https://www.facebook.com/halldorifyrstasaetid Einnig þetta úr stefnuskrá: Mikilvægi höfuðborgarinnar okkar allra

Mikilvægt er að rækta hlutverk Reykjavíkur sem höfuðborg allra landsmanna. Alþjóðleg borg óteljandi tækifæra fyrir fólk og fyrirtæki. Halldór telur nauðsynlegt að borgin haldi sinni stöðu sem samgöngumiðstöð með innanlandsflugvöll. Ekki hefur fundist annar staður fyrir flugvöllinn og því þarf að skapa festu og öryggi um núverandi staðsetningu.

 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir

Svar við 1 = Nei

Svar við 2 = Nei

 

Hildur Sverrisdóttir

Hefur ekki svarað (henni finnst „ofboðslega mikilvægt“ að þétta byggð)

 

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hefur ekki svarað

Kjartan Magnússon

Hefur ekki svarað, en sendi fyrirspurn um málið.

(Ég vil bæta því hér við að Júlíus Vífill og Kjartan Magnússon eru eindregnir flugvallarvinir báðir og standa fyllilega undir trausti) 

Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er einlægur stuðningsmaður þess að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Ég er því alls ekki fylgjandi því að fjármunum verði eytt í það að uppfylla svokallað samkomulag um flugvöllinn. Fjármunum er betur varið til uppbyggingar á flugvellinum og alls kyns starfssemi tengdri flugrekstri. Má þar nefna byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar við flugvöllinn, er þjóni innanlandsfluginu ásamt samgöngum til og frá borginni og innan hennar. Reykjavíkurborg er höfuðborg allra landsmanna og þar á aðalmiðstöð samgangna á landinu að vera.

 

Lára Óskarsdóttir

það er afdráttarlaus skoðun mín að það eigi að halda flugvellinum í Vatnsmýrinni og koma honum í það horf sem nútíma flugvelli ber. Kennsla og annað sem fylgir fluginu skal einnig vera innan svæðisins. Það má skoða ýmsa þætti eins og lengja austur vestur brautina lengra út í Skerjafjörð sem myndi draga úr umferð á brautinni sem tekur við lendingum véla sem fara yfir miðbæinn. Ég er með ráðgjafa í þessum málum, sem og öðrum, og hef ég myndað mínar skoðanir út frá hans tækniþekkingu á málinu. Ég tel mig málaefnalega í samvinnu en ég er baráttumanneskja þar sem ég veit að ég er að vinna að góðum málstað. Það tel ég mig vera að gera í þessu máli. Ekki bara fyrir borgarbúa heldur samfélagið í heild. Við sem erum kosin til borgarstjórnar berum ríkari ábyrgð á samfélaglegum málum en aðra sveitarstjórnir þar sem við vinnum að málum höfuðborgar.

Margrét Friðriksdóttir  

1. Ég er ekki beint sammála, því mér finnst eingöngu verið að teygja á lopanum með þessari frestun, ég tel flugvöllinn í Vatnsmýrinni eiga framtíð fyrir sér þar, en samt í öflugri mynd, stækka þarf flugstöðina og auka um eina flugbraut, þetta tel ég þjóna hagsmunum ekki bara borgarbúa heldur einnig landsbyggðinni allri, mikil leit hefur verið gerð að ákjósanlegri stað, hann hefur ekki fundist enn, útkoman er einfaldlega sú að það er ekki til betri staður fyrir flugvöllinn, þær hugmyndir sem upp hafa komið myndi lengja ferð sjúklings allt að 45. mín, það getur verið lífs spursmál og ætti að vera engum þóknanlegt, ég segi semsagt öflugri flugvöll í Vatnsmýrinni!

 

2. Ég tel þennan kostnað á þessum forsendum ekki réttlætanlegan og mér fyndist að betur væri farið með þetta fé í að betrumbæta flugvöllinn í átt að nútíma kröfum, eins og ég tala um í fyrra svari mínu.

Marta Guðjónsdóttir

Svarið við 1. spurningunni er: Nei ég er ekki sammála því sem þarna var samið um.

Svarið við 2. spurningu er: Nei ég tel það ekki réttlætanlegt .

 Ég er f ylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn til frambúðar í Vatnsmýri eins og nú, með þrjár flugbrautir, fyrir áætlunarflug, sjúkraflug, almannaflug, einka- og kennsluflug og fái heimild til framkvæmda sem tryggja þjónustu við farþega og flugöryggi?

Ólafur Kr. Guðmundsson (4.sæti)

Heil og sæl ágæta flugfólk...

Hér með svara ég spurningum ykkar sem ég fékk í gær.

1. Ert þú sammála því sem þarna var um samið? Svar mitt við þessu er NEI.

Það er búið að hringla með þetta mál alltof lengi og kominn tími til að svara, þannig að uppbygging og aðstaða á Reykjavíkurflugvelli verði tryggð til frambúðar. Einkaflugið þarf aðstöðu í borginni eins og hvert annað tómstundamál, svo ekki sé talað um þá atvinnustarfsemi sem kringum flugið er.

2. Telur þú réttlætanlegt að ríki og borg leggi í milljarða kostnað vegna þessa? Svar mitt við þessari spurningu er líka NEI. Ástæða þess er vegna þess, að mikil fjárfesting liggur nú þegar í Reykjavíkurflugvelli og fráleitt að kasta því frá sér. Þar að auki hefur hvorki ríkið né Reykjavíkurborg ráð á því að leggja í kostnað á þessu sviði og fjármunum mun betur varið í annað.

Með bestu kveðjum og þökk fyrir að koma þessum punktum á framfæri.

 

Rafn Steingrímsson

Hefur ekki svarað

 

Sigurjón Arnórsson

Ég er fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn til frambúðar í Vatnsmýri eins og nú, með þrjár flugbrautir, fyrir áætlunarflug, sjúkraflug, almannaflug, einka- og kennsluflug og að þeir fái heimild til framkvæmda sem tryggja fullnægjandi þjónustu við farþega og flugöryggi.

Viðar Guðjohnsen

Ég er fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn til frambúðar í Vatnsmýri eins og nú, með þrjár flugbrautir, fyrir áætlunarflug, sjúkraflug, almannaflug, einka- og kennsluflug og fái auknar heimildir til framkvæmda sem tryggja þjónustu við farþega og flugöryggi.

Þess að auki tel ég að það þurfi að gera langtíma samninga við alla hagsmunaaðila um þetta mál og festa flugvöllinn í sessi, í Vatnsmýrinni, í eitt skiptið fyrir öll enda ótækt að halda mönnum í  heljargreipum ár eftir ár. Hvað varðar þetta samkomulag sem þú nefndir (um að einka- og kennsluflugi skuli úthýst af Reykjavíkurflugvelli 2016 og að milljörðum af skattfé skuli eytt í að finna nýtt flugstæði) þá er ég því augljóslega ósammála.

 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

 

1. Ég er ánægð með samkomulag ríkis og borgar um að finna sátt í málinu með því að skoða ítrarlega allar hliðar málsins, m.a. nýjan stað um einka- og kennsluflug. Ég treysti því að ákvarðanir verði eknar í meiri sátt og með ítarlegri rýningu með þessari leið.

2. Ég get ekki svarað um hvort fjárfestingar séu réttlætanlegar eða ekki þegar ég hef ekki ítarlegar forsendur málsins hjá mér. Ég treysti að ríki - og borg muni aldrei leggja til neinar stórar upphæðir í breytingar nema sátt náist um framtíðarskipulag svæðisins.

Örn Þórðarson

ég þekki því miður ekki þennan samning í þaula. Er hægt að finna hann á netinu?  Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það eigi að vera flugvöllur í Reykjavík, sem sinni innanlandsflugi og annarri flugþjónustu sem æskileg er í nálægð við þéttbýli. Og gegni öryggishlutverki. Ég er á móti því að opinberir aðilar fari illa með almannafé. Reyndar er ég á móti því almennt að illa sé farið með fé. 

 

Þá hafa menn það. Þorbjörg Helga er á móti flugvellinum. Kjósum hana ekki.

Mér finnst vanta svör frá Áslaugu Maríu Friðriksdóttur. En hún hefur ekki vilja afskaffa Aðalskipulag Gnarrsins og Dags B. Ekki kjósa hana. Hildur sverrisdóttir er taglhnýtingur Gnarrsins og hrósar honum í hástert fyrir afrek sín. 

 

Rafn Steingrímsson og Björn Gíslason hafa ekki svarað með afstöðu til flugvallarins og gjalda þá fyrir það. Þeir verða ekki kosnir.

Dugum vel flugvallarvinir og rekum það fólkaf höndum okkar sem vill ekki flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott innlegg hjá þér Halldór. Við kjósum þá rétta fólkið miðað við þetta ég ólst upp á þessu svæði og lærði mína iðngrein svo þetta er heilagur staður fyrir mig og líklega alla vesturbæings nema einhvað listamanna /%#"...eða svoleiðis.

Valdimar Samúelsson, 14.11.2013 kl. 23:41

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Takk fyrir þetta Halldór.

Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2013 kl. 13:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugvallarmálið er það stórt og mikilvægt að þetta innlegg þitt er þakkarvert, Halldór.

Ómar Ragnarsson, 15.11.2013 kl. 14:39

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kæru vinir. Mér urðu á stór mistök

Í bréfinu stóð þetta:

Aron Ólafsson

"Flugvöllurinn á ekki að fara neitt, og það þarf að tryggja framtíðs hans í Vatnsmýri svo eðlileg uppbygging geti átt sér stað og hægt sé að tryggja aðstöðu þeirra sem hlut eiga að."

Þetta féll einhvernveginn út. Ég er gersamlega eyðilagður yfir því að hafa dregið vistmuni Arons Ólafssonar í efa og bið hann og alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég er búinn að leiðrétta þetta á síðunni sjálfri og ég vona að allir kjósi Aron sem á það skilið fyrir drengilega og skynsama afstöðu sína.

Inná með ARON !

Halldór Jónsson, 15.11.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418132

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband