Leita í fréttum mbl.is

Gestir í eigin landi

er fyrirsögn á góðri grein Sigurjóns Skúlasonar í Mbl. í dag:

 "Það er sama hvort talað er við atvinnurekendur úr ferðaþjónustunni eða kjörna fulltrúa, úr augum þeirra allra skín gullgrafaraljóminn þegar þeir tala um aukinn ferðamannastraum til Íslands. Nú boðar iðnaðar- og viðskiptaráðherra frumvarp um náttúrupassa eftir áramót. Hugmyndin er sú að þeir sem ganga á náttúruna með viðveru sinni greiði fyrir það. Fjöldi ferðamanna hefur aukist verulega frá hruni og óumdeilt er að fjármagns er þörf til þess að koma til móts við þessa fjölgun, bæði til þess að byggja upp aðstöðu og til þess að hlúa að þeim stöðum sem verða fyrir mestu áreiti.

Í útfærslu sinni á náttúrupassanum styðst ráðuneytið við nýlega skýrslu frá Boston Consulting Group sem nýlega skoðaði þetta álitaefni. Lagt er til að ferðamenn kaupi passa til skamms tíma og fái þar aðgang að ákveðnum náttúruperlum. Íslenskir skattgreiðendur verða ekki undanskildir og munu þurfa að kaupa passann í gegnum skattkerfið til lengri tíma. Samtök ferðaþjónustunnar styðja slíka ráðstöfun, gegn niðurfærslu á annarri gjaldtöku. Kostirnir fyrir þá sem standa að þessu fyrirkomulagi eru margvíslegir; ferðaþjónustufyrirtæki þurfa ekki að hækka verðskrár sínar til þess að fjármagna uppbygginguna og munu njóta bættrar aðstöðu. Fjármagn mun streyma inn í sveitarfélögin, sem og um hendur sveitarstjórnarmanna, því er almenn ánægja þar. Loks mun ríkið fá aðra stoð undir rekstur sinn og frekari tækifæri til þess að hafa áhrif á hegðun almennings.

 

Einn hagsmunahópur hefur þó aldrei verið með í ráðum, íslenskir skattgreiðendur. Þeir sem nú þegar búa við háan tekjuskatt, næst hæsta virðisaukaskattinn innan OECD og nær hámarks útsvar í flestum sveitarfélögum landsins, auk ótal annarra beinna og óbeinna gjalda sem ríkið leggur á herðar þeirra.Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum árum, og fyrir síðustu kosningar, lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að létta á skattbyrði almennings er áætlun hans um náttúrupassann óboðleg. Hugmyndin um greiðslur notenda er um margt ágæt en hugsunin hefur aldrei verið sú að leggja slík gjöld ofan á allt annað, án þess að lækka aðrar álögur á móti. Komið er að þolmörkum þó ekki þurfi að bæta við greiðslum fyrir að ganga um stórbrotna íslenska náttúru, nokkuð sem forfeður okkar gátu ávallt gert ókeypis.

 

Óháð því hvort gjaldtaka í gegnum náttúrupassa sé hagkvæmasta leiðin til tekjuöflunar þá blasir annað álitamál við okkur. Geta skattgreiðendur treyst því að fjármagn það sem aflað verður með þessari aðferð renni allt til uppbyggingar og varðveislu íslenskrar náttúru? Aðrir tekjustofnar sem hafa átt að standa undir sérstökum atriðum hafa oft verið notaðir til þess að fjármagna aðra og óskylda starfsemi. Nefskatturinn til Ríkisútvarpsins og gjöld í Framkvæmdasjóð aldraðra eru dæmi sem flestir þekkja, auk áralangrar háttsemi ríkisins að nota bensíngjaldið í annað en vegaframkvæmdir.

Á meðan ekki er hægt að hlífa skattgreiðendum við gjaldtöku náttúrupassans, fyrst og fremst vegna reglna um mismunun á grundvelli EES-samningsins, þá ber ríkinu að skoða aðrar leiðir. Meðal annars með innheimtu virðisaukaskatts af ferðaþjónustunni án undantekninga, líkt og gistingu og fólksflutningum. Ef áætlun ráðherrans nær fram að ganga verða íbúar hér lítið annað en gestir í eigin landi."

Það er einmitt verkurinn. Allt frá þvi að Sjálfstæðisráðherran laumaði inn nefskattinum  vegna RUV þá er eins og við höfum dofnað fyrir vaxandi skattheimtu. Það liggur fyrir að öllum sértækum tekjustofnum til þessa eða hins er jafnharðan stolið í eitthvað annað. Við erum búin að fá nóg.

Burt með nefskattinn til RIV. Engann Náttúrupassa. Engar undanþágur í VSK kerfinu nema til útflutnings. Enga Fríhafnir.

Við eigum ekki að keppa að því að verða gestir í eigin landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju engar fríhafnir?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 11:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bara siðleysi

Halldór Jónsson, 20.11.2013 kl. 12:58

3 identicon

Ég er búinn að versla í fríhöfnum oft og mörgum sinnum en hef enn ekki komið auga á neitt siðleysi.  Hvar leynist siðleysið?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 13:55

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að nota hluta af sköttum á varningi sem selst í fríhöfnini gangi til ferðaþjónustu.

Eins og allir andlega heilbrigðir menn vita að þá eru engar fríhafnir, svo að ég viti, til lengur. Allar fríhafnir hafa skatta, bara lægri skatta.

Duty free/fríhöfn þýðir skattfrjáls, en reindin er önnur. Menn ættu að muna þegar Steingrímur J. Sigfússon hækkaði skatta á seldan varning í fríhönini í Keflavík.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 20.11.2013 kl. 17:17

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju átt þú HT að geta keypt þér ódýrara brennivín af þú að þú getur farið il útlanda meðan fátækir, aldraðir, fatlaðir og öryrkjar kúldrast heima af því þeir eiga ekki aur fyrir flugmiða?

Það er siðleysi

Halldór Jónsson, 20.11.2013 kl. 19:42

6 identicon

Nú skil ég ... vegna þess að til er hópur manna og kvenna sem ekki geta keypt sér flugmiða, þá er það siðlaust af mér að kaupa mér varning í fríhöfninni.  Mikið get ég verið lengi að fatta hlutina.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 20:02

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það má þá segja; af hverju er fólk ekki látið greiða skatta/toll af öllum vörum sem það kaupir erlendis af því að fátækir, aldraðir, fatlaðir og öryrkjar þurfa að kúldrast heima af því að þeir eiga ekki aur fyrir flugmiða.

Fríhöfnin var set á í den tid svo að ferðamenn gætu keypt varning svo sem brennivín skatt laust og hugmyndin er að ferðamaðurinn neyti þess utan þess lands sem varningurinn er keyptur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 20.11.2013 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband