Leita í fréttum mbl.is

Vinstri-hægri?

hver er eiginlega  munurinn?

Ungir kjósendur virðast í auknum mæli vera algerlega hlutlausir í þessum málum. Þeir trúa ekki á að stjórnmálamenn eða aðrir opinberir starfsmenn geri eitt eða neitt  fyrir þá. Hvorki vilji né geti. Milli kosninga hugsi þeir bara mest um að skara eld að eigin kjaraköku. Þeim sé í grunninn slétt sama um pródúktið sem þeir skila því það eru þeirra eigin kjör og upphefð sem skipta mestu máli.

Það er mála sannast að deilt er um hvort pródúktin eða framleiðslan séu átættanleg hvort sem horft er til skólanna eða opinbera kerfisins á mörgum sviðum.

Arnar Sigurðsson veltir fyrir sér þessum mun og því í hvaða mæli Ísland sé fjötrað í kerfi áætlunarbúskapar og sósíalisma. 

 Grípum niður  í grein Arnars:

"Flestir, aðrir en ráðamenn Norður-Kóreu, þekkja skipbrot miðstýrðs áætlunarbúskapar.

 

Hér á landi er útbreiddur sá misskilningur að einungis rauðliðar í VG aðhyllist miðstýringu og ríkisforsjárhyggju. Því miður virðist hinsvegar þverpólitísk sátt ríkja um áætlunarbúskap í mikilvægum þjónustugreinum þar sem þó væri full ástæða til að innleiða umbætur til að bæta skilvirkni og þjónustu.

 

Rétt eins og í Sovétríkjunum sálugu eru allir óánægðir sem hlut eiga að máli. Læknar og sjúklingar eru óánægðir, en þrátt fyrir fjársveltið sligast skattgreiðendur undan kostnaði. Kennarar eru einnig óánægðir með bág kjör og nemendur mælast sífellt verr í alþjóðlegum könnunum, þrátt fyrir hærri rekstrarkostnað skólakerfis. Bændur eru síður en svo vel haldnir þrátt fyrir hátt matvælaverð og miklar niðurgreiðslur skattgreiðenda.

Staðnaðar og óskilvirkar stofnanir eru ekki ávinningur neins heldur allra tap, pólitísk úthlutun gæða gerir það hins vegar að verkum að enginn einn hópur er reiðubúinn að gefa hagsmuni sína eftir af ótta við að aðrir hópar muni ekki gera slíkt hið sama. Þannig styðja bændur niðurgreiðslur sem eru hluti af kerfi sem heldur þeim í fátæktargildru og margir læknar styðja áframhaldandi ríkisrekstur heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir að óhagkvæmni þess komi niður á kjörum þeirra. Þegar stjórnmálamenn heimila sjálfum sér að ráðast í verklegar framkvæmdir er afleiðingin svipuð og þegar unglingum eru réttir bíllyklar og brennivín....

 ......Öðru hvoru heyrast kvartanir vegna afleiðinga þess að framkvæmdir fari úr böndum, verkfallshótun kennara, uppsagnir lækna, gjaldþrot Byggðastofnunar og Íbúðalánasjóðs og svo mætti lengi telja. Aldrei virðist hinsvegar ná upp á yfirborðið greining á orsök og afleiðingu.

Sú árátta sumra einstaklinga að vilja og telja sig þess umkomna að miðstýra framboði og verði á; mjólk, kjöti, kennurum eða læknum, gerir þá hina sömu hinsvegar fullkomlega vanhæfa til að fara með slíkt vald. ....

 

.... má nefna áætlun um náttúrupassa sem ráðherrann vonast eftir að ný stofnun í hennar kjördæmi sjái um. Slíkt fyrirkomulag getur þó aldrei verið annað en skattur, en til að fyrirbyggja óánægju kjósenda og forðast mismunun á grundvelli þjóðernis, er gert ráð fyrir að náttúrupassi fyrir alla Íslendinga verði greiddur af ríkissjóði. Að ríkissjóður greiði skatta fólks er klárlega ný vídd í afvegaleiddum stjórnmálum á heimsvísu...

 

..... og ætlar galvösk að innleiða lög um 3,5% íblöndun matarolíu og baneitraðs tréspíra í bílaeldsneyti landsmanna og leggja þannig sitt lóð á vogarskálar til hækkunar matvælaverðs í heiminum. Ráðherrann varðar ekkert um varnaðarorð um að slíkt geti valdið tjóni á bílvélum, né heldur að meðaleyðsla bíla muni aukast í réttu hlutfalli við íblöndunina.

Fjármálaráðherra yppir sömuleiðis öxlum yfir því að ríkissjóður verði af 800 m.kr. skatttekjum og að innkaupaverð á olíu hækki úr $900 á tonn í $1.600 fyrir lífdísil! Þess má jafnframt geta að umrætt lagafrumvarp var samið af starfsmanni Carbon Recycling en það fyrirtæki er einmitt staðsett í heimakjördæmi Ragnheiðar og er eini aðilinn sem ætlað er að hagnast á þessari breytingu....."

Höfum við hugleitt hvernig efnahag Íslendinga er í rauninni stýrt? Launakjörum í landinu er eiginlega miðstýrt af opinberum starfsmönnum sem taka allar ákvarðanir. Viðleitni kjörinna fulltrúa er að skera niður. Ef þú vilt fækka folki þá ertu hægri öfgamaður.Ef þú vilt skera niður fjárfestingar og innkaup þá ertu göfugur félagshyggjumaður sem er að slá skjalborg um störfin.

Landbúnaðnum er stýrt með tilskipunum, bensínverðinu er stýrt með tilskipunum, vínverðlagi og samræmdri vaxtastefnu bankanna er stýrt með tilskipunm þannig að engin samkeppni ríkir í raun á bankamarkaði. Og merkilegt er svo að stjórnmálaflokkar virðast ekki skynja þetta ástand og tala um markaðshagkerfi.  Er það nokkur furða að grínflokkar eigi greiða leið til valda? Björt framtíð og Píratar sópa að sér fylgi án þess að nokkur hafi hugmynd um hvaða afstöðu þetta fólk hefur til eins eða neins?

Mér fannst þessi grein Arnar athyglisverð sem innlegg í þjóðfélagsheimspekina og þokuna sem þyrlað er upp um flest einföld mál. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessar hægri og vinstri lita-flokkanir eru orðnar úreltar.

=Það er hægt að vinna með alla liti á bæði jákvæðan & neikvæðan hátt.

Ef að ég er fylgjandi ESB; hvaða lit á ég þá að flagga?

ESB fáninn er blár.

Svo eru til allskyns mál sem eru þvert á flokka og rugla málið.

Jón Þórhallsson, 26.11.2013 kl. 13:58

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á Íslandi eru allir flokkarnir til vinstri. Bara mislangt. Munurinn liggur mest í hve miklar eignir einstaklingar meiga eiga.

Þetta hefur haldið landinu niðri síðan... alltaf.

En, fólk vill víst hafa þetta svona, vegna þess að það er svo göfugt.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2013 kl. 17:17

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef ég væri t.d. mikill jafnaðarmaður sem væri mikið á móti giftingum samkynhneygðra= Hvað mynduð þið ráðleggja mér að kjósa?

Jón Þórhallsson, 26.11.2013 kl. 17:58

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón ég mundi segja að þú ættir að kjósa Pírataflokkinn, þeir eru á móti öllu.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 18:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Jón, kjóstu samfylkinguna þá. Þegar lesbían hættir í flokknum þá verður hjúskapur samkynhneigðra bannaður aftur af þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2013 kl. 20:16

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

30 ára rekstrarkostaður í grunni á  vera fastur og fylgja raunvirði PPP þjóðartekna því þær eru reiknað af Worldbank og AGS og öll Markaðaríki samþykkja sem réttar.  Síðan leggur Ríkið hlutfallslega jafna samgrunntryggingar skatta á útborganir til allra einstaklinga á hverju ári , 35% lagt á í USA og Svipað í þýskalandi.  Söluskattar eftir eðli geira , borga opinbera þjónustu við þá.  Þreps innkomu skattar borg rekstur stjórasýslustiga [3 í þýskalandi] og klippa af verðbólgu.  þetta þurfa Íslendingar að læra. Skuldir á þýsku fyrirtækjum eftir fyrri heimstyjöld  öllu reiknlegri verðbólgu þar þetta er staðreynd. Ekki almennir starfsmenni í grunni. 

þrepskattur veitir ekki aflátta af sköttum erlendis eins og hér, þar er aflættir að heildar innkom með með hverju þrepi.

þannig að sá með 10.000.000 komu að borga kannské 5.0% af 4.000.000  þar sem skatta höfuðstólsafsláttur  er 6.000.0000 kr. það er persónutengt erlendis hverjir hala inn 10 milljónum .  Íslendingar 100% skilja ekki uppensku frekar en 90 % útlendinga.  Ríki gefa ekki afslátt fyrir fram erlendis. og mismuna ekki persónum . Eins flestir ráðherra hér halda fram ó beint.   Í USA kostar það einstakling  1.750.000 að hala inn 10.000.000 kr. af markaði í velferða skatta. Starfsmanna höldur verður leggja 3.500.000 kr. á 10.000.000 kr.útborgun til starfsmanns til fjármagn almanntryggingar í USA.

   

Ríkið ákveður lámarks útborgun á tíma. Vinnuveitendur  eru allir jafn að lögum og semja ekki um skatta við einn eða neinn. Skattar leggjast hlutfallslega jafnt á alla.  Skattar er til að uppfylla lög.  Íslendingar eru í skattmálum tossar.  Langt undir meðalgreind þar.  Þingmenn hinsvegar samþykkja ekki lög sem kosta aukna skatta sem mismuna . Í Norður Kóreu þá getur stjórasýslan verið tossar því þar skipa rök og mannréttindi engu máli. Ísland er tossa ríki í skatta málum og þess vegna komma ríki.  það leggur 100% skatta á úrborganir til starfsmanna hér og þá stóran hluta í varasjóði sumra vinnuveitenda[ lífeyrisjóðir fjármagn með bréfa kaupum.  Veitir 50.000 kr. afslátt  af velferðarstofni [í öðrum ríkjum]í af fyrstu 150.000 kr. útborguðum.   Fjölgi 75% [150 stundir á mán]  starfsmönnum á lámarkstöxtum þá minnar innkoma heilsu og velferðakerfisins hér. Þetta er reiknalegt fyrirfram sem sannar að sér í lagi Hagfræðingar hér frá 1903 er lágstéttar tossar að upplagi. Raunvirði lækkar ef gæði vöru og þjónustu lækka , þegar Worldbank reiknar raunvirði sölu veltu vsk. í ríkjum heims.  það er ekki hægt að hækka raunvirði PPP með arði, vöxtum og sköttum. Summa af þessu er allt með sýna alþjóðlegu raun meðal prósentu. 

Júlíus Björnsson, 26.11.2013 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418164

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband