Leita í fréttum mbl.is

Enn af ofstopa Dagsins

því hann ætlar að keyra deiliskipulagið í auglýsingu með hraði.

Hagsmunafélag almannaflugs og eigenda einkabygginga á Reykjavíkurflugvelli(BYGGáBIRK) hafa kynnt ofstopaliðinu  eftirfarandi staðreyndir í málinu: 

 

"..... Forsvarsmenn félagsins fréttu í upphafi mánaðarins af    

     kynningarfundi sem til stæði af halda um hið fyrirhugaða     

deiliskipulag. Voru fulltrúar félagsins með öðrum orðum ekki boðaðir á umræddan fund. Þurfti formaður félagsins að beita sér sérstaka til að félagið mætti senda fulltrúa á fundinn.

 

...Var þar upplýst að hið fyrirhugaða deiliskipulag gerði ráð fyrir að einkabyggingar í Fluggörðum ættum að víkja af vellinum í síðasta lagi 2015 !!

 

Þá var upplýst að borgin hefði ekki í hyggju að útvega eigendum flugskýla í Fluggörðum aðra sambærilega aðstöðu. Það er því ljóst að hin fyrirhugaða deiliskipulagstillaga miðar að stórkostlegri eignaupptöku mannvirkja.

 

...... ekki eitt einasta samráð við eigendur viðkomandi mannvirkja áður en tillagan yrði sett í auglýsingu.

 

......... Er þess krafist að málinu verði frestað og borgin hafi í kjölfarið virkt samráð við eigendur umræddra mannvirkja.

 

Húsin í Fluggörðum eru 17 talsins. Það segir þó ekki alla söguna því eignarhlutarnir (básarnir) eru hátt í 60.  Elstu skýlín hafa staðið þar vel á fjórða áratug en flest skýlin voru þó byggð fyrir um 30 árum.

 

Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar í máli 482/2002ætti að vera hafið yfir vafa að nær öllum flugskýlum á svæðinu fylgja lóðaréttindi. Skiptir þar engu máli þótt formlegir lóðaleigusamningar hafi ekki verið gerðir enda hefðast lóðaréttindi á 20 árum.

 

Standi borgin í þeirri trú að hægt sé að þvinga eigendur skýlanna í burtu bótalaust þá er rétt að embættismenn borgarinnar kynni sér tilvitnaðan dóm. Minnt er á að eignarrétturinn er friðhelgur og hann má aðeins skerða að uppfyllt sé skilyrði 72. gr...."

 

 Þetta sýnir hversu purkunarlaust tillitsleysi og ofstopi er viðhafður af meirihlutanum í Reykjavík í Hofsvalla-og Borgartúnsstíl. Það er gusast í verkin gersamlega án þess að tala við kóng né prest né þá íbúa sem fyrir verða. Vi alene Vider! sögðu dönsku kóngarnir í gamla daga,

Það yrði landhreisun ef þessu liði yrði sýndur puttinn í komandi borgarstjórnarkosningum og Dagur yrði sendur í hérað til læknisstarfa og klára kandidatsárið sitt frekar en að svakka í sveitarstjórnarmálum, því það er honum gersamlega ofviða.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband