Leita í fréttum mbl.is

Áramótin

runnu framhjá með svipuðum hætti. Mér fannst ég sjá minni rakettusölu í því að sprengingum fyrir hálftólf hafði fækkað frá því sem maður á að venjast. En skothríðin frá kl 11:45 til 12.12 var ósvikin og síst minni.

Vonandi stendur fjárhagur björgunarsveitanna okkar samt með blóma á þessu ári því ekki erum við hætt að týnast. Spurning er hvort ekki þarf að hugsa fyrir leitar-og björgunarskatti um leið og aðgangur er seldur erlendum ferðamönnum að náttúru landsins á nýju ári.

Ég veit ekki hvort ég á að hafa skoðun á áramótaskaupinu þar sem bókstaflega ekkert af því situr eftir. Kannski er þetta svo nýmóðins húmor að það er ekki vona að svona forngripir eins og ég geti skilið hann. Ætla samt að spila þetta upp aftur einhverntímann ef ég gæti hafa misst af einhverju vegna fattleysis.

En fortíðin skiptir ekki miklu máli. Það er framtíðin sem er mikilvægust. Hvernig verður hún? Hvernig vildi eg að hún verði?

Ég er sammála Einari Kristni sem ég er að hlusta á í útvarpinu núna, að minna hafi miðað í byggðamálum en hann hefði viljað. Mér finnst allt of hægt miða í samgöngubótum eins og jarðgangnagerð. Vegna þess að við höfum ekki þá hugsun að samgöngumannvirki skuli afla tekna til sín sjálf. Ef veggjöld  væru ávallt reiknuð með þegar í samgöngubætur á landi skuli ráðist myndi landið rísa mun hraðar.  En þessi hugmyndafræði virðist ekki vera töm íslenskum hugsunarhætti sem til dæmis ráðstafar bensíngjaldinu að mestu til svæða sem liggja utan þeirra þéttbýlissvæða sem tekjunum skila.

Ég vildi sjá meiri áherslu lagða á alþjóðlegt samstarf um starfsemi á Grænlandi þar sem  gullkista Norðurslóða er. Ég held að þar liggi margir kostir sem ekki ná athygli í dag. Þjónustuiðnað við olíuiðnaðinn geta Íslendingar byggt upp eins og Færeyingar hafa gert án þess að þeir hafi  fundið dropa af olíu frekar en við. Kannski erum við að sjá fyrstu merkin í þessa veru með byggingu hins nýja skips Fáfnir Offshore sem Steingrímur Erlingsson fer fyrir. Að öllum líkindum er það skip aðeins það fyrsta af mörgum slíkum í eigu Íslendinga.

Sambankalánveitingar íslenskra banka til Havila skipafélagsins norska sem rekur eina þrjá tugi skipa í þessum geira eru ef til vill fyrstu merkin um að sú alþjóðlega sókn sé hafin. Per Sævik fyrrum stórþingsmaður er þar í forsvari. Merkilegur maður eins og Íslendingar kunna að meta sem mann sem hefst úr engu af sjálfum sér.

Það eru margir stórir aðilar í Noregi sem við þekkjum fæsta sem vert er að kynnast. Norðmenn eru svo langt á undan okkur í alþjóðlegri skipaútgerð að okkur er enginn annar kostur en að leita okkur leiðsagnar hjá þeim. Ég tel að Íslendinga geti beðið mörg tækifæri í alþjóðlegri útgerð ef eftir því er leitað. Samstarfs við aðila sem kunna og geta er ráðlegt að leita eftir fyrir þjóð í hafti.

Ég vildi sjá Íslendinga taka gjöld af ferðaþjónustunni, virðisaukakatt og innsköttun af rekstri rútubíla og gistinátta til þess að hætt verði að gefa þetta útlendingum í samkeppni við okkur sjálf.  Við þurfum að fjölga ferðamönnum sem eiga peninga heldur an að bjóða þessu blanka liði á stóru skipunum upp á afsláttarþjónustu sem ekki stendur undir því að þrífa klósettin í rútubílunum. Við þurfum að byggja upp salernisaðstöðu og fleiri þjónustugreinar í nánd við ferðamannastaði þar sem við erum á algeru steinaldarstigi.

Við þurfum að stíga næstu skref til virkjana sem allra fyrst. Reyna að fá samstarf við erlenda fjárfesta sem vilja greiða gott verð fyrir græna raforku. Úti í Grímsey er búið til rafmagn með díselolíu. Er ekki nógur vindur í þeirri eyju? Vindmyllur Landsvirkjunar virðast fara fram úr björtustu vonum það af er.

Við þurfum erlenda bankastarfsemi hér á landi sem vilja veita langtímalán í erlendum gjaldeyri á lægri vöxtum en tíðkast í samstilltri fjámálastarfsemi innlendra aðila og allir þekkja. 4100 bankastarfsmenn á Íslandi myndu samsvara 4 milljónum bankastarfsmanna í Bandaríkjunum sem þar finnast ekki. Ýmis annar tölulegur samanburður gæti vakið athygli á óhagkvæmni í íslenskum atvinnurekstri ef grannt væri skoðað.

Gríðarlegar framfarir í nýtingu sjávarafla hafa orðið í landinu og breytingar eru að eiga sér þar stað. Þetta verður augljóslega ekki skilið frá kvótakerfinu svo vel sé. Veiðigjöldin skila nú meira en á síðasta kjötímabili. Vonandi finnst leið til að sætta þjóðina við framþróun í stað byltinga sem geta étið börnin sín.

Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga á þessu ári sem hinu síðasta. Krónan er vinur okkar allra. Við verðum hinsvegar að umgangast hana af virðingu og hlúa að henni betur en við höfum gert. Leiðin til þess er ráðið sem Ludwig Erhardt gaf löndum sínum: Hófstilling! Kunnið ykkur hóf! Sömu hugsun og Sólon færði löndum sínum fyrrum.

Það er einlæg von mín við þessi áramót, að landið fari nú að rísa. Fleiri störf verði til án þess að við förum að flytja tafarlaust inn útlendinga til að manna þau. Þjóðin nái sátt við sjálfa sig og skilji það að hófstilling núna mun færa meiri ávinning síðar heldur en vanstilling núna. Það virðist hafa verið tekið lítið skref í þessa átt með nýlegum kjarasamningum.  

Þá geta þessi áramót verið tímamót í raunverulegum skilningi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband