Leita í fréttum mbl.is

Friðhelgi einkalífsins

verður leiðarahöfundi Morgunblaðsins að yrkisefni í dag.

þar segir m.a.:

..."Þótt umræða um netið og friðhelgi einkalífs fari vaxandi bendir ekkert til þess að almenningur hafi áhyggjur af þróuninni, að minnsta kosti ekki nægar til að sjá ástæðu til aðgerða. Njósnirnar minna vissulega á framferði stjórnvalda í ríkjum á borð við Austur-Þýskaland, en þær eiga sér stað í ríkjum sem búa við svo gerólíkt stjórnarfar að samanburðurinn stenst ekki nema að takmörkuðu leyti. Líklega yrðu viðbrögðin harðari og víðtækari ef um væri að ræða þjónustu sem borgað væri fyrir. En viðbrögðin eru linkuleg og þegar almenningi stendur á sama er þrýstingurinn lítill á stjórnvöld.

 

Staðreyndin er hins vegar sú að friðhelgi einkalífsins er ein af grunnstoðum réttarríkisins og það er hlutverk stjórnvalda að gæta þess að hún sé virt í stað þess að vinna gegn henni. Nú blasir við sú staða að rétturinn til friðhelgi einkalífs nýtur fortakslaust viðurkenningar, það kostar bara að fá að njóta hans."

Hér er ástæða til að staldra við.

Á Íslandi hefur friðhelgi einkalífsins verið aflögð. Skattstofurnar eru beintengdar við bankana og upplýsingarnar færðar á framtölin beint. Svo tala hverskyns reyfarar í fjármálakerfinu um bankaleynd þegar það hentar þeim að  neita að láta upplýsingar af hendi um sjálfa sig eða aðra reyfara. Bankaleynd er bara brandari á Íslandi.

Meðal siðaðra þjóða eru 3 leyndarmál virt.

Bréfaleyndarmál.

Bankaleyndarmál.

Ríkisleyndarmál.

Á Íslandi eru þessi leyndarmál aflögð. Hér er átölulaust stolið einkapósti og hann seldur í hagnaðarskyni af þjófunum.

Bankaleyndarmál eru ekki til.

Ríkisleyndarmál eru fyrir bí  og eiga víðar undir högg að sækja þegar glæpamönnum eins og Snowden, Manning og Assange dettur í hug að græða á þjófnaði leyndarmála og réttlæta það. Eða ráðamenn láta leka upplýsingum í pólitískum tilgangi.

Ísland er bananalýðveldi  í þessum skilningi. Þessvegna geyma margir séðir einstaklingar peninga sína í Luxemburg eða Sviss.

 Hugtakið friðhelgi einkalífsins var notað til að eyðileggja þá einstæðu hugmynd Kára Stefánssonar að auka lífslíkur þjóðarinnar með gagnagrunni á heilbrigðissviði. Á  heilsufarssaga einstaklings sem ríkið kostar frá vöggu tll grafar ekki að vera eign heildarinnar? Slík leynd er út í hött finnst mér og skaðinn sem þetta persónuverndarpukur er búið að valda þjóðinni með missi óskerts gagnagrunssins orðinn mikill.

Lögreglan liggur í leyni fyrir borgurunm og reynir að sanna á þá glæpi í stað þess að reyna að reyna að aftra þeim. 

Friðhelgi einkalífsins  ekki til á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Að við séum bara öll fædd inn í einn stóran dýragarð; sem að óprúttnir

geti nýtt sér með beinum eða óbeinum hætti?

Jón Þórhallsson, 15.3.2014 kl. 18:56

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Halldór.

Það að hylma yfir um glæp, er glæpur.  Það að upplýsa um glæp, getur aldrei talizt glæpur.  Hvorki Snowden, Manning né Assange eru glæpamenn.  Þeir einungis upplýstu glæpi annarra.  Það var þeirra skylda.  Ekki vera svona blindur á fyrirheitna landið í vestri.  Það samrýmist ekki þeirri skynsemi sem ág veit að þú hefur til að bera.  Við megum heldur ekki gleyma því, að þegar rússneskir hermenn réðu endanlega niðurlögum þýzkra hermanna, réðu bandamenn niðurlögum eiginkvenna þeirra og barna með árásum á skotmörk sem höfðu enga hernaðarlega þýðingu.  Bandaríkin eru ekki heilög og þeir sem benda á stríðsglæpi þeirra og persónunjósnir eru ekki glæpamenn.

Halldór;  Viðhorfið sem fram kemur hjá þér varðandi áðurnefnda einstaklinga er þér ekki samboðið

Kristján Þorgeir Magnússon, 15.3.2014 kl. 19:11

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

George Orwell fjallaði um þetta í Animal Farm: "All animals are equal but some animals are more equal than others"

Niðurstaðan var og er: ...jafnastir af öllum eru svínin

Þorkell Guðnason, 16.3.2014 kl. 00:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristján,

Sá sem svíkur eiða sína eins og Manning og Snowden er glæpamaður. Sá sem svíkur þjóð sína með því að afhenda óvinum hennar vopn í hendur er glæpamaður.

Með mínum augum séð.

Halldór Jónsson, 16.3.2014 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband