Leita í fréttum mbl.is

ESB steypan

er hrærð ennþá á fullu hvað sem síðustu kosningum líður.

Nú sýnist mér að verið sé að stofna nýjan hér nýjan stjórnmálaflokk sem vinna á að inngöngu Íslands í bandalagið og vinna bug á andstöðu Sjálfstæðisflokksins við málið.  Ekki þætti mér ólíklegt að einhversstaðar finnist aurar ril að styrkja sllíkt málefni og efla þannig óvinafögnuðinn.

Sigurður kollegi minn Oddsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag um ESB málið eilífa.

 

Sigurðu segir:

"Halldór og Valgerður vildu ganga í ESB til að komast að borðinu og taka þátt í ákvörðunum um málefni Evrópu. Með 5% atkvæðavægi! Hefði þeim tekist það þá hefðum við ekki fengið að veiða neinn makríl, þegar verst stóð á eftir hrun. Með ESB-bröltinu minnkaði fylgi Framsóknar, sem endaði með því að Ingibjörg Sólrún tók við keflinu af Halldóri. Það fór eins og það fór.

 

Í kosningunum 2009 voru tveir sigurvegarar. Össur lofaði fyrir kosningar að koma þjóðinni í skjól ESB og Steingrímur að halda þjóðinni utan ESB. Steingrímur sveik strax loforðið og myndaði með Samfylkingunni stjórn sem hafði það að markmiði að ganga í ESB. Sveik allt fyrir ráðherrastól. Þau svik verða seint toppuð. Össur beitti öllum brögðum til að standa við sitt. Laug að þjóðin ætti von á pakka frá Brussel, sem borgaði sig að kíkja í. Það gekk þar til Jón og Gunna föttuðu, að ESB myndi ekki aðlaga regluverkið að hagsmunum Íslands. Þá sagði Össur að Ísland þyrfti engar undanþágur.

 

 

Jóhanna sást varla í stjórnarsamstarfinu. Steingrímur vann myrkranna á milli - að eigin sögn - jós út skattpeningum til að rétta af þjóðarskútuna. Össur tók við þar sem Halldór hætti og var mest í ESB sendiferðum. Icesave og stjórnarskráin stóðu í vegi fyrir ESB inngöngu. Í þrígang samdi Steingrímur um Icesave við þá, sem skipuðu okkur á bekk hryðjuverkamanna. Fyrsti samningurinn var svo góður, að hann krafðist þess að þingmenn samþykktu hann óséðan. Jóhanna birtist og tuktaði til þingmenn, sem hún kallaði villiketti. Ef þau frömdu ekki landráð þá veit ég ekki hvað landráð eru. Stjórnarskráin var það góð að ekki var hægt að framselja vald til ESB án þess að breyta henni. Eftir miklar æfingar gafst almenningi kostur að svara nokkrum spurningum um stjórnarskrá. Valdar voru spurningar, sem flestir gátu svarað játandi. Ekki var spurt um fullveldið. Samfylkingin kallaði svo skoðanakönnunina kosningu, sem hefði samþykkt breytta stjórnarskrá.

 

 

Allt kjörtímabilið fékk ESB forgang. Björgun heimila sat á hakanum. Í Brussel voru kaflar opnaðir hraðar eftir því sem á leið kjörtímabilið. Mér skilst, að það að opna kafla sé að samþykkja og undirgangast lög og reglugerðir ESB. Oft mörg hundruð eða þúsundir blaðsíðna í einu. Ýmislegt höfum við fengið, sem bendir til að kaflarnir séu ekki vel lesnir. Pósturinn bað mig t.d. að hækka bréfalúgu á útidyrahurð. Hún var of lágt skv. ESB reglugerð. Gefinn var frestur, að öðrum kosti yrði hætt að bera póst til mín. Ég hefi ekki heyrt frá póstinum eftir að ég lét álit mitt í ljós í Morgunblaðspistli. Við höfum líka samþykkt að nota dýrari mengandi Euro perur. Ný byggingasamþykkt eykur byggingakostnað um 10-15%. Guð einn veit hvað mikil vitleysa leynist í köflunum, sem búið er að opna og samþykkja. Næst verðum við kannski skikkuð til að kaupa »Euro-banana« framleidda á Kanarí. Í seinustu kosningum unnu þeir yfirburðasigur, sem lofuðu að ekki yrði gengið í ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Því loforði treysti ég og trúi að sé meira virði en loforð Steingríms forðum.

 

 

Nú hafa þeir báðir skrifað bækur til réttlætinga eigin gjörða. Hvoruga bókina hefi ég lesið, en gæti trúað að bók Össurar sé skemmtileg. Steingrímur hefur gengið í lið með lýðskrumaranum Árna Páli og lýst yfir að Bjarni sé mesti svikahrappur sem um getur á alþingi. Saman hafa þeir komið af stað múgæsingu með undirskriftasöfnun um að fá pakkann frá Brussel til að kíkja í.

 

 

Það er kristaltært að við fáum engar varanlegar sérlausnir og því tilgangslaust að eyða meir í þessar aðlögunarviðræðurað . Það er tilefni þessa pistils og tel mér rétt og skylt að benda á að líklega er fjöldi kafla tilbúinn til opnunar í einum hvelli verði haldið áfram. Póstlúgan og byggingasamþykktin eru smámál miðað við flutning stjórnunar fiskveiða til Brussel og skert viðskiptafrelsi.

 

 

Í dag er mikið hagstæðara að kaupa hvers kyns tæki og framleiðsluvélar frá Asíu en Evrópu. Ekki er spurning hvort, heldur hvenær ESB setur verndartolla á vörur frá Asíu. Þeir hafa gert það áður t.d. með undirboðstolli á japanskar vogir. Með stjórnun fiskveiða frá Brussel er hætt við að kvóti og fullvinnsla flytjist úr landi meir en orðið er.

 

Hvort sem það verða Íslendingar eða útlendingar, sem eiga verksmiðjurnar, þá er þjóðarauðlindin komin úr landi. Eigandi hennar (þjóðin) fær hvorki vinnu né arð af fullvinnslu fisks og á fiskveiðiskipum verða mest sjómenn »ódýrari« en íslenskir. Hliðstætt gerðist á Spáni með flutningi vínkvóta frá Norður-Spáni til Frakklands. Þeir misstu vinnuna, sem áður störfuðu við víniðnað á Norður-Spáni.

 

 

Já, það er hættulegt að leika sér með fjöregg þjóðarinnar í Brussel. Við gætum fest innan múra ESB á sama tíma og við eigum kost á frjálsum viðskiptum um allan heim. Þar með talið við ESB, sem stöðugt hefur minna vægi í alþjóðaviðskiptum."

 

 

Niðurlag bloggarans:

Hér er af glöggskyggni farið yfir þá ógn sem Íslandi framtíðarinnar, sem frjálss og fullvalda ríkis í samfélagi hundrað þjóða heimsins og allt sitt á undir viðskiptafrelsi í heiminum,  stendur af því að læsast inni í litlu tollabandalagi 28 þjóða í Evrópu undir yfirgnæfandi forystu stórvelda sem eru grá fyrir járnum með blóðidrifna sögu. En því tollabandalagi er stefnt er gegn hinum 70 þjóðunum í heiminum sem standa utan þess.Gegn áróðri þeirrar 5.herdeildar sem hér starfar leynt og ljóst að landsölunni þarf að berjast með öllum  tiltækum ráðum.

 

Grein Sigurðar Oddsonar er þarft innlegg í þá baráttu um leið og hún er þörf upprifjun á svikum og lygum íslenskra stjórnmálamanna sem enn starfa óprúttnir meðal okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel til orða tekið. Við verðum að koma okkur upp sterkum hóp manna og kvenna gegn ESB. Skráðum einstaklingum sem ert tilbúnir og sameinaðir eins og ESB sinnar. Það er ekkiút af einhverju að þeir ná inn 50 þúsund manns út an engu málefni það er planað og gert með öllum netmiðlum sem tiltækilegir eru einskonar euróvísion kosning.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2014 kl. 13:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Stjórnvöld" í Frakklandi ætla núna að skera niður til heilbrigðis og velferðarmála. Það dugar víst ekki minna en 21. miljarður af EVRUM í þann "nauðsynlega" niðurskurð!

Þetta er ekkert annað en illa framkvæmd og seindrepandi kvalarfull hálfslátrun, á þeim sem verst standa, og verst hafa farið út úr bankaráninu, í Frakklandi. Og niðurskurður er réttlættur með þeirri gömlu tuggu: að "redda" ríkissjóðs-pottinum! Bankarnir fitna í samræmi við þann niðurskurð, svipað og er að gerast á Íslandi.

EES er ekki siðmenntað né mannúðlegt kompaní, eins og það er rekið í dag, frá Brussel-frímúrarahöllinni. ESB er stjórnað af hvítflibba-mafíuklúbb.

Mannúð og siðferði, er alls ekki tekið með í exel-skalafalsara-reikningana meðaltalsútreiknuðu! Hæðstu laun hækka og lægstu laun lækka! Bankarnir fá að lifa frítt og frjálst, þvert á fjórfrelsis-landamærin, á kostnað fátækra og lögfræðinga-varnarlauss svikins almennings.

Kunnugleg þróun?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2014 kl. 18:39

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir það sem Anna segir. Höldum okkur frá ESB og EES og verum okkur sjálf nóg.Við getum það.

Valdimar Samúelsson, 16.4.2014 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband