Leita í fréttum mbl.is

Skipaskráningin

Verður að fá skipin skráð á Íslandi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.stækka

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rax

„Það er óásættanlegt að hjá siglingaþjóðinni Íslandi sé ekki samkeppnishæf og öflug alþjóðleg skipaskrá. Öllum árum verður að róa að því að fá skipin skráð heim,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í kvöld í tilefni af frétt Morgunblaðsins í dag um að farmenn á íslenskum flutningaskipum borgi skatta sína í Færeyjum vegna þess að alþjóðlega íslenska skipaskráin er ekki samkeppnishæf við þá færeysku.

„Með því má skapa fjölda verðmætra starfa í ýmsum greinum. Fréttir af stöðu kaupskipaútgerðar á Íslandi eru góð áminning um það sem gerist þegar rekstrarumhverfi einstakra atvinnugreina stenst ekki samanburð við önnur lönd,“ segir Bjarni og bætir því við að því miður hafi lagasetning í þeim efnum komið til allt of seint eða eftir að öll kaupskip voru farin úr landinu.

„Það er sárgrætilegt að rifja þá sögu upp. Nú sjáum við jafnframt að lögin duga ekki til að laða útgerðirnar aftur heim. Við þessu verður að bregðast með því að ganga lengra. Ríkissjóður hefur allt að vinna. Skatttekjurnar í dag eru engar,“ segir Bjarni."

Þessi frétt er frá 2012. Ég veit ekki til þess að eitthvað hafi breyst í skráningarmálunum. Er það ekki vegna andstöðu sjómannasamtakanna? Þau eru íhaldssöm og ráða?

Ég man að gamall skipstjóri sagði mér að hann tók við glænýju skipi islensku.fyrir margt löngu.  Hann varð að munstra 11 menn á skipið. Seinna var þetta skip selt úr landi. Það hefur núna siglt lengi um heimsins höf. Ekkert hefur breyst nema nú siglir það með held eg 5 eða 7 manna áhöfn.  Það er engin tilviljun að ekkert íslenskt kaupskip er lengur skráð hérlendis.

Nýju þjónustuskipin Fáfnis Offshore hans Steingríms Erlingssonar sem kosta á annan tug milljarða verður víst að skrá erlendis vegna þessa.Er þetta ekki nöturlegt hjá þjóð sem vill vera í alþjóðaviðskiptum að geta ekki rekið skipaskráningu vegna kenja?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband