Leita í fréttum mbl.is

Trúum við öll á kvótakerfið?

alveg eins heitt og haldið er að okkur frá degi til dags með allt að trúarlegum pólitískum hita í sumum stjórnmálaflokkum.

Jón Kristjánsson hefur lengi verið á annarri skoðun. Hann hefur bæði verið hundeltur fyrir skoðanir sínar og hunsaður ítrekað af okkar opinberu vísindamönnum sem segja það sem passar í kramið hjá útgerðaraðlinum og bönkunum. En bankarnir verða að halda uppi andlagi kvótaveðsetningarinnar svo bækurnar stemmi.

Jón og félagar hafa nú skrifað Alþingismönnum eftirfarandi bréf:

Spillt meingallað og ranglátt kvótakerfi - bréf til alþingismanna

Við fjórir félagar skrifuðum bréf til allra alþingismanna þar sem við bentum á galla kvótakerfisins og hröktum ýmsar fullyrðingar um ágæti þess og hvernig sú fiskveiðistefna sem Hafró hefur fylgt undanfarin 30 ár hefur brugðist. Bentum við þeim á að um eitt mikilvægasta efnahagsmál þjóðarinnar væri að ræða og báðum þá að kynna sér gaumgæfilega samantekt okkar.

Engin efnisleg svör hafa borist, enda virðast þingmenn vera uppteknir af því að biðja hvern annan að þegja:

 

Til allra alþingismanna:

Innihaldslausar fullyrðingar og ósannindi um kvótakerfið og árangur fiskveiðistjórnunar.

Bakgrunnur kerfisins  er að  Hafrannsóknastofnun hafði lofað í mörg ár að með vísindalegri stjórn veiðanna væri unnt að hámarka afrakstur fiskimiðanna, afli yrði hámark þess sem miðin gæfu af sér og yrði jafn og stöðugur.  Í upphafi, þegar talað var fyrir vísindalegri stjórn veiða,  var því lofað að jafnstöðuafli þorsks yrði 500 þús tonn á ári.

Þegar útlendingar hurfu af miðunum 1976  var svo hægt að hefjast handa við að stjórna veiðunum og fiskifræðingar Hafró lögðu línuna:  Draga úr veiðum á smáfiski svo hann fengi að vaxa og dafna og veiðast stærri.

Þessi hugmyndafræði gekk ekki upp, fiskur fór að léttast og afli minnkaði. Þorskaflinn árið 1983 datt niður í  300 þús tonn, sem þótti þá algjört hrun í afla. Tækifærið var notað til að setja kvótakerfið á. Vísindamenn reyndu ekki að skýra hvers vegna þetta hafði gerst en börðu hausnum við steininn og héldu áfram að reyna að byggja upp þorskstofninn án árangurs.  Nú er þorskafli um 200 þús. Tonn, en var 300 þús tonn 1983 þegar menn héldu að stofninn væri hruninn og kerfið var sett á. Aflinn var  4-500 þús tonn í frjálsri sókn áður en landhelgin var færð út.

Hér á eftir eru teknar fyrir ýmsar fullyrðingar,  sem hafa verið hafðar í frammi og athugað í ljósi reynslunnar hvort þær eigi sér einhverja stoð:

1. Íslenska kvótakerfið er besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Þetta er algeng ályktun kvótasinna og viðtekinn sannleikur í áróðri LÍÚ.

Rangt. Þetta aflamarkskerfi svokallað ber í sér alla þá galla, sóðaskap og spillingu sem þekkt er í útgerð og fiskveiðum: A. Brottkast. B. Tegundasvik. C. Undanskot frá vigtun.

2. Á íslandi er best rekni sjávarútvegur í heimi.

Rangt. Milljarðatap og afskriftir eru fastir þættir í fréttum af útgerðum. Endurnýjun hæg og nánast engin utan smábátaútgerðar sem á í vök að verjast vegna skorts á aflaheimildum. Útgerðir leigja frá sér aflaheimildir (sameign þjóðarinnar) fyrir okurverð;  mörg dæmi um að mestur hluti afurðaverðs gangi til seljanda aflaheimildanna. Áróður LÍÚ gegn veiðigjöldum er að þau séu of íþyngjandi og séu að - eða búin að - setja útgerðir í rekstrarþrot. Fréttir af rekstrarþröng smábátaútgerða nær óþekktar. Hér er lagt til og talið utan allrar áhættu að gefa handfæraveiðar frjálsar með þeirri varkárni þó að smábátum sé ekki att til veiða í illviðrum.

 

3. Haldið er fram að hagkvæmara sé að sækja fisk með fáum skipum og stórum en mörgum og smáum.

Rangt. Það er margsannað og allir útreikningar sýna að kostnaður pr. rekstrareiningu á stærri skip (togara) er MARGFALDUR í samanburði við smábátaútgerðir.

Auk þess er ekki alltaf spursmál um  það sem hagfræðingar kalla hagræðingu eða gróða við fiskveiðar heldur hve marga fiskveiðarnar geta brauðfætt, og er þá t.d. átt við að margar fjölskyldur geta haft lifibrauð sitt af útgerð og styðja samfélagið með sköttum sínum og gjöldum auk þess að skapa veltu í samfélaginu.

5. Því er haldið fram af fiskifræðingum Hafrannsóknastofnunar að botnfiskstofnar við Kanada og Nýfundnaland hafi horfið vegna OFVEIÐI.

Þessi kenning stenst varla í ljósi þess að mælingar fyrir hrun sýndu til muna sterkari stofn en skilaði sér í veiddum fiski. Það er mjög lítið rætt um að lækkað hitastig breytti ætisskilyrðum á veiðislóðum á þessum tíma, nokkuð sem olli hægari vexti og aukinni dánartölu. Gögn sýna greinilega að fiskurinn veslaðist upp af hungri. Friðun á smáfiski skilar ekki sterkari veiðistofni nema því aðeins að nægt fæðuframboð sé fyrir hendi. Það er líffræðileg staðreynd sem öllum á að vera vel skiljanleg.

 

Árangur af verndarstefnu Hafrannsóknastofnunar er minni en  ENGINN því nú fiskum við minna en við veiddum fyrir daga kvótakerfisins og fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr 6 mílum í 12.

Afskipti og verndun Hafró virðist hafa orðið að stórslysi í öllum samanburði við fyrra ástand. Helstu nytjastofnar okkar í botnfiski skila ekki nema hluta þess sem áður veiddist. Þrátt fyrir þetta og margar rökréttar og faglegar ábendingar heldur Hafró áfram sinni stefnu og neitar að ræða hvað fari úrskeiðis. Eina svarið sem fæst er að fara þurfi varlega til að koma í veg fyrir ofveiði.

Færeyingar tóku upp íslenska kerfið undir lok síðustu aldar og notuðu það í tvö ár. Eftir þá reynslu lögðu þeir það niður og gefa því falleinkunn í öllum efnum.

Færeyingar hafa engar auðlindir aðrar en fiskveiðar svo þetta segir mikla sögu. Þeir nota sóknarkerfi þar sem því verður við komið og tryggja með því að allur veiddur fiskur kemur á land.Eru líkur á því að við getum talist hafa stöðu til að segja Færeyinga ófæra um að hafa vit fyrir sér í tengslum við sjósókn?

Ef sú kenning fiskifræðinga er rétt að fiskistofnar við Ísland séu í lægð vegna ofveiði og þoli ekki að veitt sé í líkum mæli og áratugum fyrir vísindalega verndun er ástæða til að staldra við nokkur atriði.

Þegar afli brást í verstöðvum á Suðurnesjum og allt umhverfis Ísland eins og oft gerðist á miðöldum (fólk féll úr hungri) er útilokað að kenna ofveiði um. Ef "meint lægðarástand" þorsk-og ýsustofna við Ísland má rekja til ofveiði undangenginna 30 ára, ÞRJÁTÍU ára, af hverju var ekki traustur jafnstöðuafli á miðum okkar allt fram á tíma stórvirkra botnvörpunga? Svarið við þessu er auðvitað að þetta tal um ofveiði er stórlega ýkt og líklega þó öllu heldur hreint bull.

Vöxtur þorsks og ýsu hefur lengi lélegur, nokkuð sem bendir til takmarkaðrar fæðu en í ofveiddum fiskstofni er fæða í yfirmagni og vöxtur góður. Sveiflur í fiskstofnum eru eðlilegar og ef viðhöfð er jöfn aflaráðgjöf ár eftir ár er það vísbending um vannýtingu fiskistofna.

Úthlutun aflaheimilda er frá 1. september til eins árs í senn og úthlutun myndar ekki eign.

Samt sem áður hefur útgerðum verið heimilað að nota aflaheimildir til andlags/veðsetningar við lántökur. Þetta hefur leitt af sér skýlaust brot á lögunum með því að útgerðir hafa selt skip og aflaheimildir aðskilið eftir geðþótta. Þetta ákvæði er því markleysa í framkvæmd og engar breytingar þar í augsýn. Þar við bætist að þrátt fyrir að kvótinn sé þjóðareign samkv. lögum, leyfist útgerðum hindrunarlaust að leigja frá sér aflaheimildir allt að 50% úthlutunar á opinberum uppboðsmörkuðum!

Norðmenn hafa áttað sig á því að fiskveiðar á að stunda í hlutfalli við fiskgengd á mið og að hættulegt geti verið að veiða of lítið.

Í Barentshafi hefur verið veitt langt umfram tillögur fiskifræðinga í mörg ár og stofninn hefur sífellt stækkað og nú eru veidd þar um ein milljón tonna af þorski. Þeir hafa þeir gefið frjálsar veiðar öllum bátum að 11 metrum. Og þetta á við um veiða á öll þau veiðarfæri sem hefð er fyrir. Af hverju eru handfæraveiðar ekki frjálsar hjá okkur? Er virkilega talin hætta á að handfæri ógni fiskistofnum? Það getur varla verið satt.

Er það pólitískt markmið að nota öll tækifæri til að banna fólki að bjarga sér? Í meira en þúsund ár fiskuðu íbúar sjávarþorpanna umhverfi Ísland í sátt við náttúru lands og sjávar. Og þorpin umhverfis landið byggðust upp kringum útgerð og vinnslu aflans. Í dag er mannlíf margra þessara sjávarþorpa nánast svipur hjá sjón, enda  í nokkrum skilningi komið á uppboðsmarkaði kvótagreifa LÍÚ.

 

Að lokum

Í byrjun apríl s.l. birtust  niðurstöður úr nýjasta ralli Hafró en það er þeirra mæling á stærð fiskstofna og er notuð  til að ákvarða aflamark næsta árs.

Þar kemur fram að vísitala þorsks hefur  lækkað 2 ár í röð,samtals um 25% frá 2012, og lítil von sé um betri nýliðun.  Um nokkurt skeið hefur verið dregið úr sókn til að stofninn muni stækka en það gengur ekki eftir, þvert á móti. Með þessari litlu sókn, 20%,  miðað við 35% fyrir kvótakerfi, hafa tapast gríðarleg verðmæti.

 

Virðingarfyllst:

Árni Gunnarsson f.v.  ferskfiskmatsmaður   -   arnireykur@hive.is

Grétar Mar jónsson skipstjóri  -  sími 8451546

Jón Kristjánsson fiskifræðingur   -   jonkr@mmedia.is

Sigurjón Þórðarson líffræðingur  -  sigurjon@sigurjon.is

 

Geta menn bara afgreitt þessi rök sem bull og dellu? Trúum við svo heitt að enginn efi geti læðst að okkur? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér algjörlega undir hvert orð, gott hjá þessum kempum sem hafa mikið og gott vit á fiskifræði að láta til skarar skríða gegn þessu kerfi sem er algjörlega út í hött, þ.e. frjálsa framsalið og árangurslausar tilraunir Hafrannsóknarstofnunar til að hafa eftirlit með þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2014 kl. 21:03

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Raunvirði heildar matvæla uppskeru innan Íslenskra lögsögu er metinn á um 90 milljarða PPP-krónur, af Worldbank og neytendum 183 ríkja heimsins. 
Hér er gefið upp að heildarverðmæti sjávarafla  FOB á sama tíma séu um 230 milljarðar , 140 milljarðar er það landframleiðslu farmlag frá ríkjum loka kaupenda framleiðslunnar via Ísland.

Útflutningur er skilgreindur sem lán úr lögsögu, og innflutningur sem innlán á móti.  Reiðfé er sagt myndast þegar loka kaupandi staðgreiðir eign sína. 

hluthafa fyrirtæki í Evrópu sem kaup að föng héðan eru Framleiðslu Milliliðir inn á annarra ríkja, skila sköttum þar,  útkomu markaði á móti reiðufé, yfirleitt loka kaupendur  stórborgir sem borga allt sem þærr eignast sem loka kaupendur. Raunverlegur eigandi er sá sem borgar fyrir brauðið og étur það.  Svíar eru hættir að baka brauð. Gróðinn er selja loka kaupendum.  Fjármagnsflutninga frelsi er frjálst innan lagaramma EU: heimska er ekki ólögleg.  Því minna frelsi því minni lagarammar er skilningurinn erlendis með lögum skal frelsi byggja. Frelsi frá þjófum og lygurum , heimskingjum og ábyrgum einstaklingum til dæmis frelsi frá uppgöngu jafningja Hitlers .

Samhengið er að stór hluti útflutnings hér um 80% er ætlaður til grunn manneldis í EU, hagmunir þar eru lækka raunvirði alls grunn manneldis án utantekninga.  Sameinþjóðirnar bakka þetta upp og því fljóta gengi 183 ríkja gegn þeim ríkjum sem eru 80% ráðandi á heimsmarkaði.  Basic hver er ráðandi ? Sá með 80% hulddeild[eignarhald]. 

Skatta kerfi í EU er þannig að grunnur er rekin non -profitt = stöðugleiki, fylgir raunvirði heildar framleiðslu á hreinu þjónustu markaðina sem selja aðföng með heila og vöðva framlagi sinna starfsmann og þar og þar ofan á 40% til fjármagn grunn kaupmátt, heilsu og menntun, allt fast hlutfallslega. Ísland þar að læra betur hvað Developed merkir, mjög hár stöðugur almennur kaupmáttur til tryggja raunvirði seldrar  útkomu  nýrra eigna , fasteignir eru marga skattaðar í ársamhengi og mynda markað fyrir utan hinn almenna og landfarmleiðslu sem kallast sub eða secondary eru profitt og risky.  Reynslan sannar að fæsti græða á þeim markaði og þeir sem það gera eru þá alltaf skipta um egg , því engin getur stækkað sína hlut deild endalaust þar.
Kauphallir eru með skiptingu=Val : verðtrygging [ríki , bankar og félög í grunni]   og svo bréf þeirra sem selja mest hinum 10% ríkustu: áhættu bréfin um raunávöxtun.

USA og UK er 80% af bréfum spennandi hlutbréfa , en EU ríki sum mest með 20% ´móti þessum til verðtrygginga nafnvirði fylgir hlutafallslega  raunvirði heildar landframleiðu hvers árs, sama og segja fylgja meðaltalinu. 

hvernig geta sumir hér grætt umfram landframleiðu endalaust?  Stalín og Maó getu útskýrt það best.  Fyrirmyndir Íslensku  heimskingjanna.

leggja veiðigjald á eignir þjóðverja og Breta og telja að það sé ekki ávísun á gengisfellingu.

Ofan á  90 milljarða raunvirði bætist við framleiðslu eigna launa kostnaður [40% velferðgjald]  og svo þjónustu laun eigna kostnaður [40% velferðgjald] með  vsk.

þjóverjar og USA fella niður vsk, en vsk er notaður til draga úr eftirspurn eftir skort auðlindum  og auka eftir spurn sem kemur best út fyrir hagvöxt, kallað þjóða sparnaður líka. 

túristar kaupa hér innflutt án vsk.  Við flytum út án velferðaskatta: borgar réttinda gjalda. Svo bókhald fær þjóðverja til telja Íslending banda brjálaða ekki bara insular.

Júlíus Björnsson, 20.5.2014 kl. 21:25

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Mjög athyglisvert og verður gaman að fylgjast með umræðum um þetta.

Flott hjá þér Halldór að vekja athygli á þessum

Kristmann Magnússon, 20.5.2014 kl. 22:22

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kristmann, ég er verulega ánægð með Halldór að vekja athygli á þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2014 kl. 22:48

5 Smámynd: Snorri Gestsson

Takk fyrir þetta !

Snorri Gestsson, 21.5.2014 kl. 06:43

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er gagnlegur vitnisburður um vaxandi samvinnu alþingismanna hversu vel og drengilega þeim hefur tekist að halda kjafti um þessa úttekt.
Þetta er gildishlaðin úttekt á algeru árangursleysi líffræðilegrar og pólitískrar tilraunar til verndar okkar mikilvægustu fiskistofna.
Enginn alþingismaður hefur tekið opinberlega til mál um þetta bréf en tveir þakkað fyrir.
Búið.

Þetta hefur verið rammpólitískt hitamál um langt árabil og flokkspólitískt í besta máta.

Talið vera fyrirferðarmesta eldsneyti í pólitíska spillingu á Íslandi.

Hefur komist nær því að gereyða byggð í mörgum sjávarplássum en Móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda. 

Þetta varðar hagsmuni allrar þjóðarinnar og er skýrsla um vannýtta auðlind um milljarðatugi árlega.
Áreiðanlega hafa engin stjórnsýsluglöp orðið okkur dýrari enda gátu Færeyingar ekki notað fjandans móverkið.

"uppteknir við að segja hver öðrum að þegja" Gott!

Árni Gunnarsson, 21.5.2014 kl. 13:49

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríkið gæti boðið út til langtíma hámarks magn heimildir til að  veiða og borgað svo fyrir landað magn án tillit til gæða [innihalds]  verðtryggt per kg.af magni.  Ríkismarkaður bíður svo upp veidda eign sína  og tekur 2,0% fyrir.   þetta gæti haldið um 80% af heildar afla.  Næta stig framleiðslunar leggur svo á vsk.

Júlíus Björnsson, 2.6.2014 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband