Leita í fréttum mbl.is

"Bein áhrif aðgerða flugstétta

á rekstur Icelandir Group eru áætluð um 3,5 milljónir dollara, jafnvirði 400 milljóna króna. Fyrirtækið hefur lækkað EBITDA spá ársins, þ.e. spá um afkomu félagsins áður en tekið er tillit til fjármagnsliða, skattgreiðslna og afskrifta, og gerir félagið ráð fyrir að hún verði 5% minni en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

 

Spáin hefur verið lækkuð um sjö milljónir dollara, jafnvirði 800 milljóna króna. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að EBITDA hagnaður ársins verði um 138-143 milljónir dollara, en spáin í upphafi árs var 145-150 milljónir dollara. Í spánni er ekki gert ráð fyrir frekari kostnaði vegna vinnudeilna á árinu."

Alveg burtséð hvað mönum kann að finnast um það að þessar 400 milljónir lenda ekki í vösum eigenda Icelandair né heldur þeirra sem lifa af vinnu við það, þá eru þetta beinharðir peningar sem koma aldrei aftur. Nýjir peningar verða að verða til og taka sæti þeirra.

Eru verkföll áfram skynsamleg og heilög leið? Er hægt að gera hlutina öðruvísi?

Er hægt að koma því þannig fyrir að launagreiðandi greiði strax til dæmis 50 % ofan á kaup í sérstakan sjóð en útborgað kaup launþegans lækki til dæmis um 50  % þegar verkfall hefst að óbreyttu. Þegar samið hefur verið um framtíðarlaunagreiðslur þá losni þessi sjóður upp að hluta til til deiluaðila og  að hluta til til einhvers annars sem ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur mæla fyrir um? Vinnustöðvanir verða aldrei vegna þess að þær eru sóun á verðmætum og óskynsamlegar?

Skldi ekki vera hægt að breyta neinu um bein áhrif aðgerða? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þegar atvinnuveitandi planar að íslenzka ríkið setji lög á verfallsboðanir og banna verkföll, halda menn virkilega að fyrirtækið komi að samningaborðinu með góðan samningsvilja?

Ef að það á að leyfa verkföll, þá á ríkið ekki að skipta sér að hlutunum. Það kemur að því að samningsaðilar semja, af því að á meðan verkfalli stendur, tapa báðir deiluaðilar fjárhagslega.

Þetta er eina landið sem ég veit til að ríkið ákveði hversu miklar launahækkanir verkalýðsfélögin mega fá.

Þetta er líka eina landið sem ég þekki til að allir verða að vera í verkalýðsfélagi, annars fá þeir ekki vinnu.

En ég þekki ekki til verkalýðsmála í Evrópu, en í USA þekki ég svolítið um það sem er að gerast í verkalýðsmálum.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 24.6.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Swem sagt engu hægt að breytaq hér að þínu mati Jóhann?

Halldór Jónsson, 24.6.2014 kl. 17:50

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Munur á Íslenskri  Magro-skatthagfræði og þeirri erlendi í þeim ríki sem ég vil bera mig saman við er, á Íslandi ráða aðilar vart við Micro. Skilja ekki A- Bekkjar nemendur í USA .   Ísland byggir á léns nýlendu hefðum , sem eru orðnar uppfullar á því sem kommar kalla ekki skítlegt eðli. D-gaf frá sér Menntamálin og Valhöll fylltist af kommum til dæmis.  Við uppskerum eins og við sáum.
Í hvað USA þrepi er þú Halldór ?
Ég er búin að setja upp hliðtætt reiknilíkan fyrir Ísland , sem sýnir allar áherslur hér í Toppi. CIA getur þetta líka.  Enda hefur USA topp heilar  viðbjóð á topp heilum Íslands að mínu mati í dag.
 
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1402302/


Júlíus Björnsson, 25.6.2014 kl. 03:05

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Annað hvort er verkfalls heimild eða ekki, svo einfallt er þetta Halldór minn.

Ríkið á ekki að koma nálægt samningamálum atvinnurekanda og launþega nema þeir setji lög, banna verkföll hjá öllum launþegum og laun verði ákveðin af Hönnu Birnu (innanríkisráðherra) í framtíðini.

Auðvitað má gera hlutina einfalda, ef forstjórinn fær launa og hlunindahækkun þá eiga allir að fá samskonar kauphækkun í krónutölum en ekki sömu prósentu og forstjórinn, það er auðvitað ein breyting sem ég held að margir væru ánægðir með.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 25.6.2014 kl. 14:42

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í verkföllum hér, fá þá sigurveigar endurgreitt aftur tekið tapið af því að fara í verkföll?
  Vita Íslendingar ekki að allt hækkar á mörkuðum að meðatali um 25% á öllum 5 árum í London, og því um 150% á 30 árum, án þess að raunvirði almennar neyslu aukist á mann.   þetta er öruggi og Íhaldsemi, sem USA lætur ekki reikna út hjá sér. 
Allar myntir verða að rýrna í verði því þá gætu óprúttnir aðilar hamstrað þær til dæla þeim 30 árum síðar öllum í einu inn á ríkis markað [Seðlabanka myntarinnar] til koma öllu á hausinn og kaup svo allt fyrir nánast ekkert. 

USA getur aukið framleiðu  ef dollurum er dælt inn á USA markaði , af hryðjuverka ríkjum. Það geta mörg ríki ekki hinsvegar.  

Glötuð er geymd króna , var móttó hér meðan raunvirði þjóðar tekna PPP jókst á hvern íbúa, nú síðan um 1974 mælir Worldbank að heildar innkoma sé sú sama og þá miðað við nýja heims raunvirðið PPP.

Hag-gengi [Landframleiðsla GDP]  miðast við Borgir, það er raunvirði söluskatts skyldar veltu sem ríkiborgarar [einstaklingar] greiða með löglegu reiðfé sínu.

Ríki þar sem flestir búa utan borga , þar selst minna af huglægum service , body and mind með vsk. því er hagvelta á landsvísu mæld mikið lægra í þessum sveita ríkjum á alla íbúa. 
Firra hér er telja að fjöldi á launum hjá ríkinu auki hagvöxt.

Borgir geta skilað samlegðar áhrifum það er hægt að metta fleiri í ríkjum sem eru þá nánast ekkert nema eyðimörk.

Hagvöxtur byrjað að aukast í þriðja heimum upp 1970 , vegna þess að borgir byrjuð að vaxa, þessi tegund af hagvexti var þá lokið á Vestulöndum  upp úr 1956 [Frakkland, Þýskland t.d] þá var áhersla á að stöðva fjölgun í ofstórum borgum og stækka frekar þær  minni, til að auka fjámála  viðskipti milli borga í sama ríki. Réttlæta gerð og viðhald vega og flugvalla og hafna : skapa störf sem virka ekki letingja vinna.

Regluverkið sér um að skipta efnum og orku milli borga í sama ríki eða ríkjasambandi  til allar geti framleitt löglegt reiðufé.
Hver fann upp Íslenska skattahagfræði?

Hvað kostar að viðhalda heildar rúmmáli allra mannvirkja á íslandi á hverju ári, ef 3,0% er efnis viðhaldið vsk. á raunvirði eins rúmmetra.
Viðhalda banka bakveðum í neyð eða að nafninu til.  Hver er fastkostnaður hér í dag? 

Júlíus Björnsson, 26.6.2014 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband