Leita í fréttum mbl.is

Innanríkismál?

eru oftlega nefnd til sögunnar sem heilög mál sem önnur ríki eða annarra þjóða þegnar eigi ekki að blanda sér í. Það hefur ekki þótt góð latína hér á landi að önnur ríki hafi hér áróðursskrifstofur eða reki hér  erindi sín.

En spurning er hvort við breytum um stefnu þegar um er að ræða okkar íhlutun í innanríkismál annarra? 

 Við réðumst inn í riki Saddams Hússein þar sem ríkti innanlandsfriður og Saddam hafði fengið verðlaun Sameinuðu þjóðanna fyrir framfarir í heilbrigðismálum. Ríkið var auðugt af olíu og lífskjör voru þokkaleg. Allt þetta eyðilögðum við og drápum Saddam. Óbeint drápum við hundrað þúsund manns eða meira. Sama gerðum við í Libýu með Gaddafi. Endalausar hörmungar höfum við leitt yfir þetta fólk með íhlutun í þeirra innanríkismál. Hvað segðum við ef aðrir sæju ástæðu til að ráðast inn til okar vegna kvótakerfisins til dæmis eða rangrar neftóbaksnorkunar okkar?

Nú er borgarastyrjöld í Sýrlandi. Við höfum gert okkur bera að því að tala illa um Assad. Honum virðist  samt veita betur í innanlandsmálum sínum. Þeir sem við töldum okkar menn liggja í því og eru hræddir um að Assad hefni sín á þeim. Varðar okkur eitthvað um það? Sjáum við nægilega vel fyrir okkar þurfalingum? Er ekki margt í mínus hjá okkur og eilíf peningahönk?

Varðar Svía eitthvað um það? Þar rífast menn um hvort þeir eigi að taka við hundrað þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi . Á sama tíma sem eldri borgarar eru vannærðir í Svíþjóð?  

Eru það ekki íhlutun í innanríkismál að vera að veita öðrum deiluaðila forgang með því að veita honum stöðu flóttamans en umgangast hinn,sem hrekkti hann, á jafnréttisgrundvelli í verslun og á alþjóðavettvangi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður pistill Halldór.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.8.2014 kl. 15:04

2 Smámynd: Elle_

Það er stórfurða að dýraverndarsamtök heims hafi ekki ráðist inn í Ísland og klófest síðustu stjórn meðan þau voru við völd.  Vissi heimurinn kannski ekki að þau færu verulega illa með ketti? 

Elle_, 25.8.2014 kl. 18:42

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Elle og fjallarolurnar fyrir vestan sem voru skotnar á færi eins og terróristar.

Valdimar Samúelsson, 25.8.2014 kl. 19:15

4 Smámynd: Elle_

Já, Valdimar, ég meinti kettina sem Jóhanna og co. lúbörðu þegar þau gátu ekki smalað þeim.

Elle_, 25.8.2014 kl. 21:19

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já þetta var nú meira liðið

Valdimar Samúelsson, 25.8.2014 kl. 21:23

6 identicon

Komið þið sæl - Halldór: og aðrir gestir þínir !

Elle og Valdimar !

Kennir Þórðargleði nokkurrar - í ykkar hugskotum ?

Ómerkielegir garmar: voru / og eru þau Jóhanna og Steingrímur J. svo sannarlega en ........ litlir eftirbátar þeirra eru þeir larfar / sem við tóku: gott fólk.

Af hverju haldið þið - að upp spretti hreyfingar á borð við Fylkisflokk Gunnars Smára og félaga hans t.d. ?

Og - gætið að. Bara byrjunin þar: allt almennilegt fólk er búið að fá UPP FYRIR KOK - af þeim Sigmundi Davíð og Bjarna / einnig !!!

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 21:47

7 Smámynd: Elle_

Óskar minn, hvað meinarðu með Þórðargleði?  Vissi ekki að við Valdimar værum að flíka neinni gleði, en ekkert getur orðið eins og slæmt og var með kattasmalana við völd.

Elle_, 26.8.2014 kl. 12:59

8 identicon

Komið þið sæl - sem oftar !

Elle !

Með Þórðargleði: átti ég við þann viðsnúning / sem meðfylgni: sem þið Valdimar sýnið / og hafið sýnt hyskinu sem við tók af gerpunum Jóhönnu og Steingrími.

Það er eins - og þið Valdimar séuð bara tiltölulega sátt við - að ekki tókst að steypa ónýtu stjórnarfari landsins ENDANLEGA: Veturinn 2008 - 2009 / eins og margir höfðu gert sér all nokkrar vonir um Elle mín.

Fimmflokkurinn ALLUR (A - B - D - S og V) er slíkur VIÐBJÓÐUR / að heilu Tonnin þyrfti af Vítissóda - til þess að slökkva á þeirri menguninni !!!

Sömu kveðjur - sem seinustu að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 16:06

9 identicon

e.s. Þórðargleði: er alda gamalt fyrirbrigði í málinu / sem ég heyrði fyrst af á uppeldisárunum á Stokkseyri í kringum 1970 - og átti að virka sem einskonar öfugmæli / eða þá:: að hlakkaði í einhverjum ef hlutir kunnu að misfarast í höndum fólks / í upphaflegri merkingu orðsins: Elle.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 16:13

10 Smámynd: Elle_

Meinarðu að við ættum að búa við stjórn eins og Álfheiður Inga og Þorvaldur Gylfason ætluðu okkur, svona steinrunna ICESAVE-stjórn? 

Elle_, 26.8.2014 kl. 17:03

11 identicon

Sæl - á ný !

Elle !

Þú ættir nú - að þekkja mig betur / en svo.

Veturinn 2008 - 2009: hefðu Kanadamenn og Rússar STRAX átt að yfirtaka hið rotna Lýðveldishræ (1944 - 2008) þar sem augljóst er: að Íslendingar GETA EKKI haft stjórn á eigin málefnum.

Allt - fram til áranna 2012 - 2013 ól ég með mér þá von / að : Sjómenn - Bændur og Iðnaðarmenn tækju við með utanþingsstjórn: en það reynist með öllu óraunhæft sökum skyldleika innræktunar landsmanna.

Með beztu kveðjum - sem öðrum og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 20:06

12 Smámynd: Elle_

Gunnlaugur I skýrði alveg þarna (Gunnar Smári, Quisling og nafnlausa burðardýrið) hvað vakir fyrir þessum Gunnari, Óskar Helgi.

Elle_, 27.8.2014 kl. 00:20

13 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Elle !

Gildir einu - þó Gunnari Smára væri líkt við Skrattann sjálfan / ég skil vel afstöðu hans - þó ekki sé ég sammála honum um niðurstöður á lendingu Íslands og landsmanna þess (enda var ég búinn að útskýra mín sjónarmið hér - að ofan).

Stjórnmála sóðaskapurinn íslenzki - RÉTTLÆTIR allar aðrar leiðir til breytinga (nema ESB Fjórða ríkis Þjóðverjanna).

Held - að við þurfum ekkert að ræða það frekar - svo sem.

Með sömu kveðjum - og síðustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 00:41

14 Smámynd: Elle_

Óþarfi að vera svona skilningsríkur samt gegn þessum auma Gunnari.  Og það þrátt fyrir að þér mislíki stjórnmálamenn.  Notaðu frekar að þú ert honum ósammála í næstum öllu, ef ekki öllu.

Elle_, 27.8.2014 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband