Leita í fréttum mbl.is

Afstaða mín til innflytjenda

er fyrirsögn sem dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, setur á pistil um þetta efni hinn 16. spetember s.l..

Hannes segir:

"Ég hef margsinnis látið í ljós skoðanir mínar á innflytjendamálum, svo að ekkert ætti að fara þar á milli mála. En ég get endurtekið það enn einu sinni, svo að menn leggi mér ekki eitthvað í munn. Hið mikla lögmál mannlífsins er gagnkvæmnin. Ef við Íslendingar viljum vera velkomin annars staðar, þá verður annað fólk auðvitað að vera velkomið á Íslandi. Við stundum nám og störf annars staðar, og fólk frá öðrum stöðum verður að sama skapi að fá að stunda hér nám og störf. Frjáls flutningur fólks, fjármagns og vöru stuðlar að framförum, eins og Adam Smith benti á með skýrum rökum. Við gerðum til dæmis mikil mistök með því að fá ekki fleiri gyðinga til landsins fyrir seinna stríð. Þetta er mikið hæfileikafólk. Sjálfur lagði ég til, þegar Hong Kong-búar uggðu um sinn hag fyrir 1997, er Bretastjórn afhenti Kínastjórn landið, að við myndum bjóða þá velkomna þúsundum saman (eins og Kanadamenn gerðu raunar): Það hefði verið búbót að því dugnaðarfólki.

En ég tel ekki meiri ástæðu til að opna landið upp á gátt fyrir öllum en að skilja húsið mitt eftir ólæst. Útlendingar eru misjafnir, og við höfum í okkar friðsæla landi ekkert að gera við þrjá hópa. Einn er sá, sem ekki nennir að vinna. Félagsleg aðstoð við fullhraust fólk er ætíð óskynsamleg, en félagsleg aðstoð við fullhrausta útlendinga, sem við höfum engar skyldur við aðrar en að láta þá í friði, er óafsakanleg. Annar hópur er sá, sem fremur glæpi, og þarf vitanlega ekki að hafa fleiri orð um það. Þriðji hópurinn er sá, sem reynir að troða siðum sínum upp á okkur. Auðvitað mega íbúar af taílenskum ættum halda hér vorhátíð eins og við megum halda þorrablót í Taílandi. En fráleitt er, þegar íslenskir skólar treysta sér ekki lengur til að hafa svínakjöt á boðstólum, af því að múslimar fúlsa við því. Þeir eru ekki enn húsráðendur hér. Hið sama er að segja, ef múslimar sýna réttindum kvenna ekki sömu virðingu og við íslenskir karlar höfum vanist. Ekki verður við það unað.

Hægri flokkar í Evrópu hafa daufheyrst við þessum eðlilegu sjónarmiðum, og þess vegna hefur gremja margra borgara runnið í óæskilegan farveg, eins og kosningaúrslit í Svíþjóð og skoðanakannanir í Englandi sýna. Útlendingahatur er af hinu illu. „Útlendum manni skalt þú eigi sýna ójöfnuð né veita honum ágang, því að þér voruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi,“ segir í helgri bók. En við getum virt okkar þjóð án þess að óvirða aðrar þjóðir. Og við virðum hana ekki með því að kikna í hnjáliðum, þegar útlent mál er talað. Mistök Norðurlandaþjóðanna og Hollendinga í innflytjendamálum og allt of hröðum Evrópusamruna eru víti til varnaðar. "

Ég held að ég geti varla lýst minni eigin afstöðu til þessa málaflokks betur en dr. Hannes gerir hér. Skýrt og skorinort.

Þeir sem vilja koma til Íslands og verða íslenskir borgarar og taka upp íslensk lög og siði eru velkomnir. Þó verðum við að hafa takmarkanir á fjölda innflytjenda vegna okkar sjálfra og hvað við ráðum við.  Og við eigum líka að flokka innflytjendur eftir því hvernig fólk okkur helst vantar að gerð til munns og hannda.Ómenntaður ,múhameðskur lýður fellur ekki undir þá skilgreiningu.

Að mörgu leyti fara mínar skoðanir saman við þessa afstöðu dr. Hannesar Hólmsteins til innflytjenda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

"Og við eigum líka að flokka innflytjendur eftir því hvernig fólk okkur helst vantar að gerð til munns og hannda.Ómenntaður ,múhameðskur lýður fellur ekki undir þá skilgreiningu."

Og finnst þér bara allt í lagi að tala svona um hóp manna sem þú þekkir ekki neitt?

Þú ert nú meiri mannvinurinn - eða hitt þó heldur

Það eina sem ég hugga mig við er að svona fáráðlingahugsunarháttur mun nú líklega deyja að mestu út með þinni kynslóð

Jón Bjarni, 22.9.2014 kl. 01:13

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón Bjarni ef ég ma. Deyja út með hvaða næstu kynslóð. Verða það kynslóðir Íslendinga? Það er talið að eftir 20 ár þá verða Múslímar komnir við stjórnvöldin í Evrópu aftur. Lestu mannkynssöguna.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2014 kl. 05:54

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það getur verið sitthvort; hvort að um sé að ræða ferðafólk

sem kemur til að eyða gjaldeyri hér á landi og fer svo aftur úr landi.

EÐA

Hvort að það eigi að reisa hér risa-stórar moskur sem að stinga í stúf við allan arkitektur og tíðananda hér á landi= Hvað getum við lært af ástandinu í sýrlandi og víðar þar sem að múslimar eru orðnir óalandi og óferjandi?

Jón Þórhallsson, 22.9.2014 kl. 09:16

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Bjarni

Viltu engar menntunarkröfur gera til innflytjenda? En viltu að þí börn mennti sig? Viltu að menntunarstig Íslendinga sé hátt? Viltu að allir kunni að lesa og skrifa sem eru að byggja upp íslenskt þjóðfélag? Eða er þér slítsama um þjóðin, landið og hvaðeina og kýst annaðhvort VG eða Samfylkinguna?

Halldór Jónsson, 22.9.2014 kl. 22:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Bjarni

Af hverju heldur þú að UKIP og Svíþjóðardemokratarnir eflist svona? Eru þetta tómir fáráðlingar að þínu mati?

Halldór Jónsson, 22.9.2014 kl. 23:23

6 Smámynd: Jón Bjarni

Ég veit ekki betur en að það sé mikil þörf á einmitt ómenntuðu fólki hér sem er til í að vinna störf sem margir íslendingar vilja ekki vinna, svo ert þú nú ekki að tala um menntakröfur hér, þú ert að tala um að útiloka fólk vegna þess hvaðan það kemur.. Það að fleiri deili svona afdalaskoðunum gerir þær ekkert skárri..

Svo sé ég ekki hvað það kemur málinu við hvað ég kýs, en þú ert greinilega einn þeirra sem dregur fólk í dilka og dæmir hópa fólka út frá þeim þvælingi þínum.. Þú ert einfaldlega rasisti Halldór, það er ekki flóknara

Jón Bjarni, 25.9.2014 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418159

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband