Leita í fréttum mbl.is

Erum við fífl?

eða heldur Alþingi að við séum það?

Heldur Alþingi að það sé verið að friðþægja okkur sauðsvörtum með því að Mjólkursamsalan sé sektuð fyrir ólöglegt athæfi um fleiri hundruð milljónir? Heldur það að við vitum ekki að við verðum látin borga það aftur í vöruverði einokunarfyrirtækisins?

Heldur Alþingi að við séum svo vitlaus að trúa því að fyrirtæki fremji glæpi? Þessvegna eigi að sekta fyrirtæki og þá hljóti okkur að líða vel? Hverskonar fífl heldur Alþingi að við séum?

Það eru glæpamenn í fyrirtækjum sem fremja glæpina sem fyrirtækin eru sektuð um.  Út um allt sitja lykilstjórnendur, sem krefjast ítrustu virðingar daglega(sic),  sem hafa á samviskunni að hafa með einbeittum brotavilja brotið samkeppnislög ítrekað, Það eru þeir sem eru sekir en ekki fyrirtækin. Það eru þeir sem eiga að borga, Ef ekki mað peningum þá með húðláti. 

 Ef Alþingi meinar eitthvað með samkeppnislögum og öllu sem því fylgir, þá hljóta þau að beinast að þeim sem þau brjóta. Fyrirtæki getur ekki gert eitt eða neitt, Aðeins stjórnendurnir geta það.

Af hverju heldur Alþingi að við séum öll fífl?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

AMEN !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2014 kl. 23:07

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ef til vill erum við öll fífl; við kusum þetta fólk á þing. En á meðan Framsóknarflokkurinn með endurnýjaðri sambandsmafíu er við völd, er ég hræddur um að lítið áorkist í því að ná fram réttlæti gagnvart MS, örlítil sekt til að fólkið í landinu gapi af hrifningu yfir skörungsskapnum.  Það kom fram í fréttum í kvöld að fyrirtæki sem heitir Auðhumla einhver angi af þessu skrímsli hafi grætt 300 milljónir á síðasta ári, ef til vill ekki ýkja há upphæð en ég tel víst að bæði bændur og neytendur telji þessa aura betur komna í sínum vösum.

Kjartan Sigurgeirsson, 24.9.2014 kl. 03:59

3 Smámynd: Þorkell Guðnason

ja...svari nú hver fyrir sig.

Telst til að á þessum bæ, séum við útundan í eyrnadrætti MS.

Mjólkurafurðir finnast óviljandi - eða viljandi, nánast ekki í ísskáp eða á matseðli hér.

Finnst óttalegur populismi að byggja umræðu á sjálfvirkri sakfellingu Framsóknarflokks. Einhverntíma var haft á orði "Saklaus unz sekt er sönnuð"

Þóttt hinn þrautreyndi spindoctor og PRmeistari í forsvari MS, þræti eins og gamall sprúttsali, breytir það ekki staðreyndinni, að það þarf inngrip manna til þess að framið sé afbrot í nafni fyrirtækis.

Þorkell Guðnason, 25.9.2014 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband