Leita í fréttum mbl.is

Holuveður?

eða hvað?

Eins og fleiri sem notið hafa hins stórkostlega veðurfars í nóvember sem þekktari er fyrir skítaveður og kulda, þá hef ég undrast hvern morgun hvað sé eiginlega í gangi?

Ég var að lesa um það hvernig Bretinn lét Hudson-vélarnar lenda í Kaldaðanesi þegar þokan grúfði yfir. Hann raðaði olíutunnum meðfram flugbrautinni og kveikti í þeim.Hitauppstreymið greiddi þokuna greiðlega svo að brautin varð sýnileg. Þannig verður manni fljótt ljóst að loftmassi svarar mjög fljótt við varmagjöf.

Maður fór að velta fyrir sér hvílikt óhemjuvarmamagn stígur upp úr svona eldgosi. Ég hef flogið í kring um nokkur eldgos og maður ber sko virðingu fyrir áhrifunum sem skila sér í ókyrrð langt upp frá gígnum.  Getur þá ekki verið að það sé eitthvað til í hugtakinu eldgosaveðri?  Að Holuhraunsgosið myndi einhverja veggi sem hafi áhrif á ferðir loftmassanna sem færa okkur kuldann og skítaveðrið frá pólnum?

Þessi stóri brennari sé að bæta okkur tilveruna með öðru? Geta einhverjir spakir menn ekki slegið á kalóríurnar sem stíga upp með þessum 40.000 tonnum á dag  af SO2 og Guðveithverju af CO og CO2 og slíku Gore-lofti sem hann og aðrir helvítisspámenn græða aldeilis á? Og svo þessum kúbikkílómetra af glóandi hrauni sem gefur frá sér bræðsluvarmann þegar það storknar?  Bretinn hefði þurft að kynda margar tunnur til að jafnast á við þau ósköp.

Holuhraunsgosið minnir okkur sannarlega á það  hvílikt undraland hefur okkur hlotnast sem það byggjum. Þó að kratarnir vilji gefa það hverjum sem er þá er þetta fósturland okkar hinna  með sínum óhemju fjölbreytileika. Mörg okkar viljum halda Holuhrauni fyrir okkur Íslendinga meðan við getum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Holuhraunslægðin suð-vestur af Íslandi

Þú spyrð um áhrif Holuhraunseldgosins á veðrið Halldór Jónsson.

Hitinn frá gosinu hitar loftið, sem þá þrútnar út og verður við það léttara á rúmmálseiningu.

Það þýðir að loftið leitar upp.

Lofthjúpurinn er tiltölulega þunnur, nær skammt upp frá jörðinni, og verður heitaloftið þess vegna þegar upp er komið að dreifast út til hliðanna.

Jörðin snýst frá vestri til austurs, og mjakast undir loftmassann.

Einnig má segja að loftmassinn verði svolítið á eftir, snúist örlítið hægar en Jörðin.

Þannig leitar loftmassinn í vestur.

Síðan höfum við kaldann loftmassa í norðri og í vestri yfir Grænlandi.

Kalda loftið er þyngra en heitt loft og skríður niður og út frá Grænlandi.

Þetta streymi ýtir Holuhrauns lægðinni í suður.

Þessi hugsuðu áhrif ýta Holuhrauns lægðinni í suðvestur frá Íslandi.

Síðan höfum við Golfstrauminn sem kemur  frá, segjum Mexíkóflóa upp með ströndum Norður-Ameríku, sunnan Grænlands í átt að Noregi og Íslandi. (Suðuroddi Grænlands er ca. Á svipaðri breiddargráðu og Ósló)

Þar sem loftið yfir Golfstraumnum hitnar og stígur upp  myndast þar oft lægðir svipað og yfir Holuhrauni.

Þannig magna þessar lægðir og mynda sunnan átt austan við lægðina.

Þarna er mín skýring á þessum sunnan streng sem nú um stundir hitar upp Ísland.

Þetta er smá leikur og leiðrétti ég mig ef ég hef misskilið eitthvað.

Egilsstaðir,  24.11.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.11.2014 kl. 14:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Því ekki það Jónaas. Þetta er alveg rökrétt hjá þér

Halldór Jónsson, 24.11.2014 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband