Leita í fréttum mbl.is

Djöfulsins teboðshræsni

er skilgreining Sigríðar Ingibjargar á umburðarlyndi í trúmálum.

Svo "skrifar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook í dag þar sem hún gagnrýnir forgangsröðun sjálfstæðismanna þegar kemur að samfélagsmálum.

Hún segir Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, standa fyrir miskunnarlausum niðurskurði á Ríkisútvarpinu, skattahækkun á bækur og að hann hefti aðgengi að framhaldsskólamenntun.„Viðbrögð flokkssystkina hans eru að ræða um mikilvægi kirkjuheimsókna skólabarna á aðventunni. Djöfulsins teboðshræsni,“ skrifar Sigríður Ingibjörg á Facebook í dag."

siggaingibjörgÞessi mannvitsbrekka Samfylkingarinnar hefum löngum vakið athygli á sér fyrir skelleggann málflutning í málefnum lítilmagnanna.

það er gott til þess að vita að hún hefur fylgst með alþjóðastjórnmálum og því sem gerist úti i hinum stóra heimi.

Það er líklega ráð að fara að fá fram tillögur hennar til lausnar læknadeilunni, deilu flugvirkja hjá Landshelgsigæslunni og hvernig eigi að tala við Gylfa Arnbjörnsson.

En framtíðarsýn þessarra aðila fyrir þjóðfélagið í heild byggist all nokkuð á því að verði ekki gengið að kröfum þeirra geti þeir alltaf sagt upp og flutt til Noregs í gósenlandið það, þar sem fátt gengur víst lengur nema olían og opinberar framkvæmdir. Hrikalegar fjárfestingar norska olíusjóðsins í Rússlandi eru komnar í uppnám vegna þrenginga Pútíns. Þannig hitta refsiaðgerðir vesturveldanna gagnvart Rússlandi þau sjálf í bakið.Og nú berast öldur þessa hratt að Íslands ströndum þegar okkar fólk kemur heim í og bætist á atvinnuskrána hér.

Kannski Sigríður þessi geti haldið teboð fyrir alla þá sem í vanda eru staddir?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það efa ég stórlega Halldór. Enda er þetta fólk best í munninum en kunna ekkert til verka!! Ríkið á að borga alla skapaða hluti að þeirra mati!!

Eyjólfur G Svavarsson, 17.12.2014 kl. 13:31

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Getur Sigríður þessi ekki ákallað sinn guð heima hjá sér og það helst í einrúmi, þarf hún að gera það á samfélagsmiðlum og mér skilst að hún hafi einnig gert það á hinu háa Alþingi.  Hún býsnast yfir því að fólk vilji halda í hin Kristnu gildi sem við höfum haft um aldir, en leyfir sér síðan að ákalla sinn guð á opinberum vettvangi.  Kallast þetta ekki hræsni?

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2014 kl. 13:37

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Indislegt að sjá að hér leka hin Kristilegu Gildi af hverju strái hjá ykkur Framsóknarplebbunum. Hræsni ... ?

(Framsóknarplebbi er Framsoknarmaður sem heldur að hann sé Sjálfstæðismaður)

Ólafur Örn Jónsson, 17.12.2014 kl. 15:39

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Og hvaða plebbi ert þú kæri Ólafur Örn?  Samfóplebbi?

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2014 kl. 16:25

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ólafur Örn

þú skerð þig dálítið úr með orðbragð sem yfirleitt er notað á bloggsíðum. Enda ertu víst taogara......Ég nenni ekki að loka á þig að svo stöddu í þeirri von að þú lagir þetta hjá þér 

Halldór Jónsson, 17.12.2014 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband