Leita í fréttum mbl.is

Feiknstafir svignuðu

í brosi forsætisráðherra vors þegar hann ræddi um framtíð slitabúa föllnu bankanna. Þeirra biði óuggert tjón sem þau hefðu valdið íslenskum almenningi.

Það var uppörfandi að heyra loksins beina yfirlýsingu um þetta mál sem svifið hefur yfir þjóðinni í aðgerðarleysi um öll þessi ár.

Og sem fyrr vil ég árétta, að það geta ekki verið fyrirtækin sem tjóninu valda eða sjóðirnir sem þeim tilheyra. Það eru þeir sem gefa fyrirskipanirnar sem eru sekir. Aðeins þeir eru gerendurnir. Getur fyrirtæki eitthvað gert að eigin frumkvæði? Þó að okkur sé tilkynnt með reglulegu millibili að þessari eða hinni sektargreiðslu fyrirtækis hafi verið úthlutað, hlýtur ekki að verða spurt eftir þeim sem fyrirskipunina gaf? Fyrirtækin greiða sektirnar. En eiga ekki stjórnendurnir að gjalda fyrir refsiverða háttsemi sína?

Er það ekki ítrekaður og einbeittur brotavilji forsvarsmanns fjármálafyrirtækis, sem veldur fjártjóni annarra? Af hverju er svona langur vegur að því að þetta skiljist? Verði um skaðabótagreiðslur að ræða  þarf ekki að spyrja að því hverjir gáfu fyrirskipanirnar um skaðann? 

Skulu þeim ekki líka svigna feiknstafir? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Greinlega finnst engum neitt til um þessi skrif.

Halldór Jónsson, 1.1.2015 kl. 16:20

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jú kæri Halldir - þetta eru orð í tíma töluð bæði hjá þér og forsætisráðherranum.

Góð ábending þín einmitt um það að það eru stjórnendurnir, með hinn einbeitta brotavilja, sem eru beinir gerendur. Fyrirtækin bera síðan ábyrgð á stjórnendum sínum eins og lög gera ráð fyrir.

Gleðilegt ár til þín og þinna og Guðs blessun fylgi ykkur. Þökk fyror liðin ár hér á blogginu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.1.2015 kl. 18:29

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Cacoethes og gleðilegt ár.

Ef ég sem stjórnandi gef starfsmanni fyrirtækis fyrirskipun um að keyra bíl yfir leiði í kirkjugarðinum þá ber fyrirtækinu og tryggingafélaginu að bæta tjónið á leiðunum, starfsmaðurinn verður væntanlega sóttur til saka fyrir að keyra bílinn á óforsvaranlegan hátt og umferðarlagabrot fyrir utanvegaakstur og skemma leiðin.

En ég slepp af því að ég er bara stjórnandi eins og Höskuldur. 

Halldór Jónsson, 1.1.2015 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband