Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði um ESB

er líklega það sem þarf til að hætta þessari endalausu deilu um þetta Evrópusambandsaðildarmál.

Er ekki rétt þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar vilji yfirhöfuð ganga í Evrópusambandið? Afgreiðir það ekki málið um áframhald aðildarviðræðnanna? Menn geta ekki viljað aðildarviðræður við eitthvað sem þeir vilja ekki. Er einhver Íslendingur sem enn þá heldur að Evrópusamband 28 ríkja muni breyta sér í grundvallaratriðum fyrir 350.000 Íslendinga? Ef svarið verður já, þá verður hvort sem er að kjósa nýtt þing og nýja ríkisstjórn þar sem þessi ríkisstjórn ætlar ekki að ganga inn í núverandi samband.

Þessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til fleiri verka en að þrasa um þetta atriði. Hún var kosin til að ganga ekki í Evrópusambandið. Hennar umboðstími rennur út 1917. Er þá ekki rétt að ganga til atkvæða um inngöngu í ESB það leyti? Sé svarið já, þá verður ríkisstjórn mynduð um það svar. 

Þá er spurning hvort tæp úrslit dugi við svo afgerandi mál? Ríkisstjórnarmyndun við þær aðstæður væri sjálfsagt ekki áhlaupaverk. En hvað eigum við annað betra að gera?

Af hverju höldum við ekki svona atkvæðagreiðslu og hættum þessari endalausu deilu um keisarans skegg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

...1917 ?  wink  Margt líst mér umhugsunarvert í þessu, en heldur þykir mér þú gefa ríkisstjórninni nauman tíma: 

"Þessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til fleiri verka en að þrasa um þetta atriði. Hún var kosin til að ganga ekki í Evrópusambandið. Hennar umboðstími rennur út 1917"

Þorkell Guðnason, 18.1.2015 kl. 12:44

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt Halldór.  þess vegna er nauðsynlegt að klara samninginn sem fyrst svo við vitum um hvað á að kjósa.  

Rafn Guðmundsson, 18.1.2015 kl. 13:13

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rafn.

Það þarf ekki að ljúka neinum samningum. Annað hvort ertu samþykkur því að gangast 100% undir reglæuverk Evrópusambandsins eða ekki. Einu undanþágurnar eru að það er í einstaka tilfellum hægt að fá fáeinna mánaða aðlögun upp í nokkra fleiri mánuði þar til regluverkið verður tekið upp eins og það liggur fuyrir hjá ESB. Þetta getur þú lesið um á heimasíðu ESB - þar  er mikill fróðleikur um svona ferli - bæði á einfaldri enslu sem 10ára skólakrakki sem hefur hafið enskunám getur slkilið upp í lengri orðræðu sem þeir skilja flestir einnig. Þetta hefur þó ykkur fullveldisafsalssinnum ekki tekist að þýða, enda viljið þið ekki heyra þetta því þið þyljið lygamöntruna um að við fáum allar þær undanþágur sem við viljum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:08

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Núna liggur umsókn fyrir sem gerð var í ráðherrastólagræðgi Vinstri grænna - þeir seldu sannfæringu sína fyrir ráðherrastóla og brutu 100% samþykktir flokks síns þar um.

Hér sést jarðfræðineminn sennilega daginn áður, fyrir svikin :

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Aðlögunarferlið sem var í gangi frá því þessi svikaumsókn var send inn er búin að liggja dautt og ómerkt í ruslafötunni eftir að Evrópusambandið stöðvaði það haustið 2011 minnir mig, enda ekki um annað að ræða af þeirra hálfu þar sem íslenska sendinefndin hélt sig við þingsályktun Alþingis um hver samningsmarkmið Íslands skulu vera í fiskveiði- og landbúnaðarmálum. Sú afstaða var ekki fundartæk og sögðu ESB mennirnir í aðlögunarnefndinni að þeir myndu ekki opna viðræður þar um fyrr en Alþingi myndi draga þessa þingsályktun til baka og samþykkja að ganga 100% undir reglur ESB í þessum málum sem öðrum.

Stækkunarstjóri ESB, S. Füle, varð að tukta dr. Össur til þegar doktorinn mantraði ósönnu tugguna um að við fengjum undanþágur að vild. Füle neitaði undanþágum með verulega skírum hætti  :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Endurrit af því sem Füle sagði :

„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

Þessari dauðu aðildarumsókn á að kasta á haugana enda leggur nályktina af henni þungt yfir saklausum íslendingum - verri er sú nályktin en gasið frá Bárðarbnungu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:13

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Núna liggur umsókn fyrir sem gerð var í ráðherrastólagræðgi Vinstri grænna - þeir seldu sannfæringu sína fyrir ráðherrastóla og brutu 100% samþykktir flokks síns þar um.

Hér sést jarðfræðineminn sennilega daginn áður, fyrir svikin :

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Aðlögunarferlið sem var í gangi frá því þessi svikaumsókn var send inn er búin að liggja dautt og ómerkt í ruslafötunni eftir að Evrópusambandið stöðvaði það haustið 2011 minnir mig, enda ekki um annað að ræða af þeirra hálfu þar sem íslenska sendinefndin hélt sig við þingsályktun Alþingis um hver samningsmarkmið Íslands skulu vera í fiskveiði- og landbúnaðarmálum. Sú afstaða var ekki fundartæk og sögðu ESB mennirnir í aðlögunarnefndinni að þeir myndu ekki opna viðræður þar um fyrr en Alþingi myndi draga þessa þingsályktun til baka og samþykkja að ganga 100% undir reglur ESB í þessum málum sem öðrum.

Stækkunarstjóri ESB, S. Füle, varð að tukta dr. Össur til þegar doktorinn mantraði ósönnu tugguna um að við fengjum undanþágur að vild. Füle neitaði undanþágum með verulega skírum hætti  :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

Endurrit af því sem Füle sagði :

„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

Þessari dauðu aðildarumsókn á að kasta á haugana enda leggur nályktina af henni þungt yfir saklausum íslendingum - verri er sú nályktin en gasið frá Bárðarbungu.

Siðan er jálfsagt að taka þá umræðu meðal þjóðarinnar um hvort þjóðin vill gangast undir núverandi reglur ESB eða ekki ? ESB hefur sagt það frá fyrsta degi af fullum heiðarleik að engar undanþágur eru frá regluverkinu, yfir 100.000 blaðsíður af þeim, nema í stöku tilfelli fær inngönguþjóð aðlögunartíma allt frá fáeinum mánunðum upp í eitthvað fleiri mánuði - THAT IS ALL THERE IS !

Vilji þjóðin gangast 100% undir regluverk ESB þá kýs það já í þjóðaratkvæði , vilji þjóðin hins vegar halda stjálfstæðinu þá kýs það nei.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:15

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þegar búið er að ræða kosti og galla þess að gerast aðildarríki þá á að gera eftirfarandi 

þjóðaratkvæði :

Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu ?

NEI

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:17

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir ferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt :

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:19

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Hvað hefur einhver æðsta stofnun að segja um undanþágur ? Hérna hafið þið skioðun ráðherraráðs Evrópusambandsins sjálfs á því :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359099/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.1.2015 kl. 14:21

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sé Rafn dæmigerður Íslendingur þá er ég alls ekki að sjá það fyrir mér að hann sé eða verði  nokkurs vísari þó að Össur og Þorsteinn Pálsson verði lengur úti í Brussel. Ég sá ekki að nokkur hlutur skýrðist eftir veru þeirra þar. Þjóðin veit ekki neitt um Evrópusambandið úr því að það er ekki hægt að fá hana til að skilja hvað aquis þýðir. En kannski er líka þjóðin ekki eins vitlaus og Össur heldur fram.

Halldór Jónsson, 18.1.2015 kl. 15:53

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Halldór, ég hefði ekki trúað því að óreyndu að þú létir teyma þig út í lönguvitleysu „klára samningana“- deildarinnar, sem hamrar á þjóðaratkvæðagreiðslu. Skilvirkara er að draga umsóknina strax til baka, þá geta þau fáu sem hafa sérstakan áhuga á þessu málefni stofnað stjórmálaflokk fyrir næstu kosningar sem berst byrir inngöngu eða þjóðar- atkvæðagreiðslu, kannski með Þorstein Pálsson í forsvari. En stjórnin sem var kosin til þess að slíta þessu á að drífa í því.

Ívar Pálsson, 18.1.2015 kl. 16:18

11 Smámynd: Halldór Jónsson

 Ívar,

ég hef ekki fengið neina skýringu á því af hverju það eru misvísandi upplýsingar um afstöðu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi og svo á heimasíðunni. Það hlýtur að vera að einhver í Valhöll viti betur en landsfundur.

Þessvegna sé afstaða flokksins núna að að greiða atkvæði um hvort eigi að slíta viðræðunum . Þetta er þá einhver flokkur sem ég kannast ekki við og er þá heldur ekki í honum.Þeir ætla þá ekkert að fraga umsóknina til baka. Hvað ætla þeir þá að gera? Ekki neitt líklega.

Halldór Jónsson, 18.1.2015 kl. 18:25

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Síðastliðin sex ár þá hefur Sjálfstæðis flokkurinn ekki verið sá flokkur sem mér hefur hugnast að fylgja, þó ég hafi gert það vegna skorts á vitrænum framboðum.   Ekki má skilja orð mín sem svo að ég vilji fleiri framboð, því ég tel að framboðin myndu batna og verða vitrænni ef þau væru færri, helst ekki fleiri en þrjú.

Sömuleiðis hefur komið í ljós þingmenn hafa alltof mikinn tíma til að rífast um keisarans skegg eða annað en þá ómerkilegra og því ætti að fækka þeim þangað til svoleiðis leikaraskapur hættir og menn á þeim vinnustað fara að vinna vinnunna sína eins og ærlegt fólk gerir.     

Varðandi þetta bull sem hvergi stendur í landsfundar samþykkt þá er það tilkomið vegna bullsins í honum Bjarna Ben sem alltaf lúffar fyrir viðmælendum sínum hvort sem það eru blaðamenn eða aðrir.  Varaformaðurinn er svo ekki sjálfstæðismaður fyrir fimmaura frekar en Þorsteinn pálsson.

Evrópusambands umsókna Össurar hins óþjóðholla Jóhönnu v------ og Steingríms hins fláráða var sett fram án heimildar þjóðarinnar og án undirskriftar forseta og án heimildar að lögum og er því ónýt plagg öllum ærlegum, en svo sem dæmin sanna þá eru óærlegir á meðal okkar og svífast einskis.       

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2015 kl. 20:02

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefið, átti að ver formaður þingflokksins en ekki varaformaðurinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.1.2015 kl. 22:40

14 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér sýnist Hrólfur Austfirðingur hafa hitt naglann á höfuðið.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.1.2015 kl. 00:06

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Séu þeir (Sjálfstfl) hræddir og lúffi fyrir þeim sem ráða yfir  háværasta gjallarhorninu,munu þeir komast að því dýrkeyptu,því miður.--Halldór þú hefur skrifað hverja greinina eftir aðra gegn innflytjndastefnu Íslendinga undanfarin ár.Stefnu sem hönnuð er af Evrópusambandsinu og Kratar gera allt til að auka  án nokkura skynsemismarka. Afturkalla fals-umsóknina með hraði.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2015 kl. 05:55

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu orðinn pappírstígrisdýr, Halldór minn? Geturðu ekki reynt að berjast eins og tígrisdýri sæmir?

Samfylkingar-ófagnaðurinn á ekki rétt á neinni dýrri þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu frekjumáli sínu, enda yrði það lið aldrei sammála okkur um spurninguna, sem lög yrði fyrir þjóðina, og ómældu púðri, tíma og kjaftasnakki eytt í að ræða það mál ad nauseam hjá þingi og þjóð og þetta landráðamál áfram helzti sundurlyndisfjandi þjóðarinnar, nr. 1, 2 og 3.

Össurarumsóknina ólögmætu á að senda beina leið út í hafsauga, Alþingi hefur fullt vald og umboð til þess, og forsetinn mun skrifa upp á þá þingsályktunartillögu, ólíkt lögleysu-athæfi Össurar, sem var þvert brot á 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar.*

http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/

Jón Valur Jensson, 19.1.2015 kl. 16:26

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem lögð yrði fyrir þjóðina ...

Jón Valur Jensson, 19.1.2015 kl. 16:29

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Athyglisverð samantekt af andriki.is :

http://andriki.is/post/108437574784

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.1.2015 kl. 20:52

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góð ver þessi grein á Andríki.is og hljóðar svo:

Því er haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir þingkosningar í apríl 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu sem staðið hafði frá árinu 2009.

Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins eða eins og segir ískipulagsreglum hans:

Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.

Landsfundur 2013 fór fram 21. – 24. febrúar. Hann ályktaði svo um aðildarviðræðurnar:

Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Öllu skýrara gat þetta ekki verið skömmu fyrir þingkosningarnar 2013. Landsfundur vildi að viðræðunum yrði hætt og aldrei farið í slíkar viðræður aftur nema að fyrst yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Enda var tillögu um að gert yrði „hlé“ á viðræðunum í stað þess að hætta þeim hafnað. Landsfundarfulltrúar vildu ekki „hlé“ á viðræðum heldur að þeim yrði einfaldlega „hætt.“

ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum voru að vonum mjög óánægðir með þessa niðurstöðu. Ekki síst „Sjálfstæðir Evrópumenn“ sem er annað nafn yfir þá fáu sjálfstæðismenn sem vildu veita ríkisábyrgð á Icesave-skuldum einkabanka. Sjálfstæðir Evrópumenn ályktuðu á fundi 4. mars 2013:

Fundur í Sjálfstæðum Evrópumönnum 4. mars 2013 harmar það að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað málamiðlun í Evrópumálum og vilji hætta viðræðum við Evrópusambandið. Mikilvægt er að þjóðin fái að greiða atkvæði um málið.

Sjálfstæðir evrópumenn „hörmuðu“, hvorki meira né minna, þá stefnu sem landsfundur setti Sjálfstæðisflokknum. Þeir „hörmuðu“ að hætta ætti viðræðunum og ályktuðu gagnstætt við landsfund að efna ætti til þjóðaratkvæðis um framhaldið. Þeir „hörmuðu“ að í engu hefði verið komið til móts við kröfur þeirra um einhvers konar málamiðlun.

Nú er hins vegar öllum ljóst að nokkrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins misstu fótanna vegna fylgishruns flokksins á síðustu þremur mánuðunum fyrir kosningar og töluðu á annan veg um ESB málið en landsfundur. Þetta á ekki síst við um þá frambjóðendur sem höfðu af óskiljanlegum ástæðum gengið til liðs við Jóhönnu ogSteingrím í Icesave III.

En einstakir frambjóðendur, jafnvel þótt þeir verði ráðherrar að loknum kosningum, breyta ekki stefnunni sem æðsta vald í málefnum flokks tekur rétt fyrir kosningar. Þeir geta lýst sinni skoðun á máli en hún breytir ekki stefnu flokksins. Og kannski allra síst frambjóðendur sem höfðu áður gengið gegn þeirri stefnu landsfunda flokksins að segja „NEI við löglausum kröfum Breta og Hollendinga“ í Icesave málinu og báru þar með ábyrgð á því fylgishruni sem flokkurinn mátti þola frá því dómur féll í málinu 28. janúar 2013. 

Jón Valur Jensson, 11.2.2015 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418133

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband