Leita í fréttum mbl.is

Ţórsvirkjun

er fyrirbrigđi sem Agúst H. Bjarnason verkfrćđingur hefur veriđ ađ skrifa um.

Af síđunni hans kemur ţessi fróđleikur:

" Í pistlinum stendur "...viđ reisum álver og alla ţá stóriđju sem okkur lystir á lóđ Ţórsvirkjunar...".  Hér skulum viđ staldra ađeins viđ, ţví viđ ćtlum ađ útvíkka hugtakiđ "stóriđja":


Svona orkuver er ađ mörgu leyti líkt jarđvarmaorkuverum eins og viđ ţekkjum ţau. Í stađ ţess ađ nota gufu frá borholum notum viđ gufu sem búin er til međ ţví ađ hita vatn međ varmanum frá ţóríumofni. Gufan er síđan leidd inn á hverfla svipuđum og í jarđgufuvirkjunum, og til ađ kćla eimsvalana ţurfum viđ annađ hvort kćliturna eđa kaldan sjó í miklu magni. Í jarđvarmavirkjunum er nýtnin ekki meiri en 15% ef viđ horfum til raforkuframleiđslu eingöngu, en í Ţóríumvirkjun gćtum viđ náđ a.m.k. tvöfaldri ţeirri nýtni ţví viđ getum framleitt gufu međ hćrri ţrýstingi. (Sjá umfjöllun hér um Carnot).

Ef ţóríumorkuveriđ framleiđir t.d. 1000MW raforku, ţá höfum viđ a.m.k. annađ eins sem varmaorku, ţ.e. sem heitt vatn. Sem sagt, ef viđ framleiđum 1000MW af rafmagni, ţá fáum viđ "ókeypis" a.m.k. 1000MW af heitu vatni sem er gríđarlega verđmćtt ef viđ getum nýtt ţađ. 


Ţessa varmaorku gćtum viđ nýtt til ađ framleiđa mikiđ magn af matvćlum í gróđurhúsum og fiskeldistjörnum, og jafnvel jarđvegshituđum kartöflu- og kálgörđum. Viđ vćrum ţví ekki ađeins ađ framleiđa ál og málma til útflutnings, heldur einnig matvćli til útflutnings í stórum stíl.  Grćnmetiđ bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu og vex ţeim mun betur nú ţegar styrkur ţess hefur aukist á síđustu áratugum.

Auđvitađ má ekki gleyma ţví ađ mikill virđisauki felst í ţví ađ fullvinna vörur úr áli, svo sem rafstrengi, álplötur, rör, prófíla og jafnvel vélahluti.  Međ ţví ađ vinna magnesíum úr sjónum sem Ţórsvirkjun stendur viđ, má framleiđa magnesíum-álblöndu sem sameinar eiginleika stáls og áls (sbr. lokiđ á kókdósum)...

Allt skapar ţetta vinnu og verđmćti...

Til ađ hámarka hagkvćmni er lykilatriđiđ ađ hafa allt á sama stađ, orkuver og iđngarđa, ţannig ađ ekki sé ţörf á háspennulínum og ekki ţurfi ađ greiđa fyrir orkuflutning.  Viđ ţurfum ekki ađ binda okkur viđ 1000MW, gćtum alveg eins miđađ viđmiklu stćrra orkuver, eđa minna.  Jafnvel má reisa orkuveriđ í hćfilega stórum áföngum.

Auđvitađ vitum viđ ekki hvađ svona orkuver muni kosta nákvćmlega, en fyrsta skot er ađ ţađ kosti svipađ og jarđgufuvirkjun, međ borholum og gufuveitu, af svipađri stćrđ. Síđan má ekki gleyma eldsneytiskostnađinum. Ţar sem flutningskostnađur raforku fellur niđur verđur orkan sem notuđ verđur innan lóđar tiltölulega ódýr, ef til vill ódýrari en orka frá fallvötnum eđa jarđgufu komin um háspennulínur til iđjuversins.  

Sem sagt, ţetta eru bara hugmyndir sem sýna hvađ dugleg og hugmyndarík ţjóđ getur hćglega gert í framtíđinni til ađ afla sér vinnu og gjaldeyris, međ lágmarks áhrifum á umhverfiđ.Orđ eru til alls fyrst..."

Er ţetta ekki stórkostleg framtíđarsýn? Engin umhverfisspjöll eins og Kárhnjúkavirkjun. Ómar Ragnarsson verđur áreiđanlega stórhrifinn af ţessu og gerir margar stiklur um máliđ.

10,000 Mw ósýnileg virkjun á Skeiđarársandi eđa Mýrdalssandi, helst utan gosbeltisisn, međ fjarvarmaveitu í allar áttir. Endalaus orka um sćstreng. Tóm hamingja og ánćgja. jafnvel VG getur ekki veriđ á móti. 

Ţórsvirkjun er nćsta ţruma. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Frćndi,

Ţessi tveggja ára gamli pistill var skrifađur í smá hálfkćringi, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ţóríum er framtíđin.

Ágúst H Bjarnason, 26.1.2015 kl. 22:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju ekki? Erum viđ svo hrćddir viđ umhverfisfasistana sem tengja kjarnorku viđ Tsjernobyl eđa Fukujama

Halldór Jónsson, 26.1.2015 kl. 22:50

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Í hálfkćringi" segir Ágúst. Ég bloggađi um Ţóríum fyrir nokkrum árum og ţar liggur hugsanlega hluti af lausn orkuvanda mannkyns. 

Ómar Ragnarsson, 27.1.2015 kl. 07:10

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir ţér Ómar. Ţađ ţarf nokkurt árćđi til ađ stinga upp á kjarnorkuverum fyrir Ísland.Nómenklatúran og umhverfisliđiđ í VG er líklega ekki ginkeypt fyrir slíkum umrćđum.

Halldór Jónsson, 27.1.2015 kl. 08:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 335
  • Sl. sólarhring: 520
  • Sl. viku: 6125
  • Frá upphafi: 3188477

Annađ

  • Innlit í dag: 299
  • Innlit sl. viku: 5205
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 285

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband