Leita í fréttum mbl.is

Vandi Samfylkingarinnar

er í rauninni vandamál þjóðarinnar. Stjórnmál eru á leiðinni með að verða gamanmál með kjósenda. Píratar eru orðnir stærstir meðal stjórnmálaflokka með þriðjungsfylgi. Rætt er í alvöru um það að Jón Gnarr sé heppilegasti Forseti þjóðarinnar sem í augsýn sé.

Hversu almenn og útbreidd er vitneskja um stefnumál Pírata?

Ég hlustaði grannt eftir svörum eins Píratans(ég man ekki nafnið í bili)  í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Sögu. Mér fannst merkilegt að hann svaraði flestum spurningum um afstöðu til einstakra mála, með almennum skýringum og málskrúði. Ég náði ekki neinni afgerandi stefnu um nokkurt mál heldur að mikill velvilji væri almennt ríkjandi meðal Pírata um öll framfaramál. Sem er auðvitað ekkert nýtt meðal stjórnmálaflokka sem kveða gjarnan þuluna um að efla beri, styðja beri og styrkja beri.. Ef það er ekki bara framsal umboðsins til að hugsa teljist einfaldlega framselt til stjórnmálafloksins Pírata sem fylli út ávísunina eftir hentugleikum.

Að formaður Samfylkingar skuli starfa á grundvelli eins atkvæðis bendir ekki til mikils samhugar með flokksmanna. Linnulaus rógur manna eins og Péturs Gunnlaugssonar um einhvern fjórflokk sem geri öllum allt til miska sem hann geti, getur brenglað þá mynd sem ungt fólk er móta með sér til stjórnmála. Sé manni sagt dag eftir dag að það sé enginn munur á stjórnmálamönnum eða fyrir hvað flokkarnir standa, þeir séu bara að hugsa um eigin hagsmuni, þá verður lítið pláss fyrir föðurlandstilfinningar, þjóðlega menningu og þjóðararf, tungumál, þjóðarstolt. Allt er dregið niður á lægsta samnefnarann. Einar Magg blessaður í MR kallaði þetta hið endalausa niðuráviðsnobberí Íslendinga, þar sem helst allt er dregið niður í skítinn sem hægt er. Brynleifur Tobíasson kom einu sinni í kennslustund og sagði ekkert annað lengi vel meðan hann stikaði upp og niður skólastofuna: "Ekkert fínt lengur, ekkert fínt lengur" Aðspurður sagði hann svo:" Ég var í Skagafirði í gærkveldi. Þar voru iðnaðarmenn á kjól"

Mér finnst engum of gott að punta sig hafi hann gaman af því og mér finnst gaman að sjá snyrtilegt fólk. Mér finnst rétt að bera virðingu fyrir sér meiri mönnum og mér finnst að menn eigi að umgangast náungann af virðingu og tillitssemi.(þar verður einhver hissa sem mig þekkir)

Þó að tilfærðar sögur af þessum gengnu heiðursmönnum séu hér til gamans þá er samt broddur í þeim. Alþingismenn eiga að mínu mati að hafa slifsi um hálsinn og Alþingiskonur eiga að vera puntaðar vegna þess að það eykur sjálfsvirðingu viðkomandi og um leið virðingu samkundunnar sem þeir eru kjörnir til. Það er munur á mönnum hvað sem menn vilja halda öðru fram. Það er óþarfi að hampa alltaf því versta en sleppa hinu sem skárra er. Það er tilgangurin með stjórnmálaflokkum og rógur um einhvern fjórflokk af mönnum sem ekkert þekkja til stjórnmálastarfs lýsir engu fyrr en heimalningshætti viðkomandi. 

Menn þurfa að taka á viðfangsefnum líðandi stundar og reyna að gera það eftir bestu getu og sannfæringu. Vandi Samfylkingarinnar er líka vandi þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Vandi Samfylkingarinnar er ekki vandi þjóðarinnar.

Þú skrifar að formaðurinn sé með eins atkvæðis meirihluta og að það "bendi ekki til mikils samhugar meðan flokksmanna."

Það er þeirra vandamál, en ekki þjóðarinnar. 

Þjóðin kýs yfirleitt með fótunum. Það kemur núna gleggst fram í nýjustu skoðanakönnunum varðandi fylgi flokka.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 21.3.2015 kl. 22:43

2 Smámynd: Eðvarð Lárus Árnason

Sæll Halldór hvað segir Pétur á útvarpi Sögu.. hann talar gjarnan um fjórflokkinn, og hvernig þessi fjórflokkur hefur brugðist þjóðinni. Sem dæmi.  Hvað gerðu þeir flokksleiðtogar fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem er að kigna undan stighækkandi skuldum vegna húsnæðis .  Voru það ekki Steingrímur og Jóhanna sem blekktu og villtu fyrir þjóðinni.  EKKERT   EKKERT.

Halldór fynnst þér það  eðlilegt að þær tólf fjölskyldur ssem fá að nýta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar geti greitt sér í arðgreiðslur eftir hvert ár miljarða króna,sem myndast og verður til vegna stjórnleysis skilningsleysis, kúgunar þjóðarinnar,  sjómönnum er hótað, þeir sækja sjóinn  neyðast til þess að greiða sægreifunum stærsta hlutann af aflafengnum.  ALLT ÞETTA ER PÉUR Á ÚTVARPI SÖGU AÐ BENDA ÞJÓÐINN Á Linnulaus rógur manna eins og Péturs Gunnlaugssonar um einhvern fjórflokk sem geri öllum allt til miska.

Halldór minn mér þykir leitt sem gömlum vini mínum að þurfa sð segja þér að skoðanir þínar eru út í mýri.  Skoðanir sem koma fram  sýna  Píramítinn í fjórflokknum nýi Sjálfstæðisflokkurinn  er að eyðast. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn sem við ólumst upp í var góður, en það einusinni...VAR. 

Bkv. 

Eðvarð Lárus Árnason, 22.3.2015 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hann heitir ÞÓRGNÝR þessi viðmælandi frá Pírötum sem ræddi við Pétur Gunnlaugsson um "stefnumál" Pírata.

Sigurbjörn Friðriksson, 22.3.2015 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband