Leita í fréttum mbl.is

Vandi Vesturlanda

er ákvarðanafælni stjórnmálastéttanna.

Sem auðvitað leiðir beint af því hversu lítil eftirspurn er eftir því að komast til áhrifa. Fólk vill hreinlega ekki blanda sér i  hin flóknu mál sem úrlausnar bíða þó að þau snúi beint að þeim eins og Miðjarðarhafs vandamálið og flóttamennirnir þar. Það er skíthrætt við nágrannann, hvað hann hugsi ef viðkomandi lætur uppi skoðun. Það þorir ekki að segja sína skoðun.

Ef maður spyr beint út, hvort viltu semja við Assad augnlækni í Sýrlandi eða Bagdadi hálskurðarmeistara hjá Kalífunum í ISIS, um olíuna í Sýrlandi, þá þorir enginn að hafa beina skoðun. Hvor er skárri, hvor er verri.Eru kalífarnir svona vondir eins og af er látið?  Við gerum bara ekki neitt.

Ég hef sé myndband  frá Bandaríkjaher hvernig þeir slátra ISIS liðum úr drónum. Þegar myndbandið var sýnt var slátrið komið í 6000. Og það var fyrir tveimur mánuðum síðan. Nú eru ISIS liðar ekki veikari en það, að þeir eru búnir að leggja olíu Sýrlands undir sig. Líklega semjum við bráðum við þá og kassérum Assad og gleymum fortíð og hálskurðarháttum kalífanna. Bísness as júsual. Ég veit ekki hvað Kaninn er að gera í dag eða hvort hann er hættur?

Frá Lybíu streyma bátar með örvæntingarfullt fólk sem vill koma til Íslands og Evrópu. Evrópusambandið er svo lélegt að það getur ekkert gert nema taka við vandamálinu. Samt á þetta aulabandalag heri sem hægt er að senda inn í Lybíu til að drepa glæpamennina sem þar stjórna og framleiða vandamálið.

Kratískar heybrækur eru hinsvegar allstaðar við völd á Vesturlöndum. Allt saman fólk sem er gersamlega ófært um að horfast í augu við nokkurt vandamál hernaðarlegs eðlis eða vandamál sem er utan landamæranna næst því.  Getur ekkert nema talað og talað um paragröf og  reglugerðir. Getur ekki stjórnað því sem það var kjörið til frekar en krataliðið í Brüssel. Einskis nýtt eiginhagsmunalið sem Össur og Já Ísland vilja endilega að henti okkur. Við hinir þorum ekki einu sinni að styggja neinn með því að hætta upphátt að sækja um inngöngu.

Á skal að ósi stemma, sagði Þór og kastaði steini. Evrópa getur ekki kastað steini þó hún sjái hvað gerir vatnavextina. Við Vesturlandamenn erum orðnir of latir til að berjast og of feitir til að flýja og getum ekkert gert nema kosið krata og meiri krata til að sitja í Brüssel og skrifa paragröf. 

Á meðan vex vandi Vesturlanda og endar eins og í VietNam þar sem menn nenntu ekki að verja frelsið heldur tóku frekar við hinu þægilegra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband