Leita í fréttum mbl.is

Ferðaþjónustan borgi

fyrir átroðning á landi. 

Þorsteinn Pálsson túlkaði skoðanir Sjálfstæðismanns um grunnhlutverk ríkisins um að sinna löggæslu og öryggi borgaranna. Allt annað eigi þeir að borga sem nota. 

Vigdís Hauksdóttir sagði að ekki mætti sleppa gjaldtöku vegna seinagangs. Það eigi að rukka alla sem koma um komugjöld til að leggja til náttúrunnar.

Þorsteinn ítrekaði að það væri ekki ríkið sem væri með álagið heldur ferðaþjónustan sem ylli skaðanum. Eftir þessu á að rétta ferðaþjónustunni reikning þegar í stað og láta hana borga.

Ég tek undir þessi sjónarmið. Þeir borgi sem nota. Ferðaþjónustan gerir út á sameign landsmanna svipað og LÍÚ. LÍÚ hefur greitt auðlindagjald og veiðigjald. Ferðaþjónustan núll þó að hún stundi greinilega rányrkju alveg eins og LÍÚ.

Aðalatriðið að byrja að rukka Ferðaþjónustuna ekki seinna en strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er sammála þér og þeim hinum líka.
Stærsta auðlindin okkar er landið sjálft.  Fiskurinn getur farið og fallvötnin þornað upp - en landið verður hér áfram.
Auk þess verðum við að gæta þess að selja ekki frá okkur ferskvatnið, drykkjarvatnið, sem er auðvitað hluti af náttúrugæðum landsins.

Kolbrún Hilmars, 30.5.2015 kl. 13:55

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Hvað er eiginlega að ykkur.  Tekjur ríkisins af ferðamönnum hlaupa á tugum milljarða og er því ekkert að því að ríkið sjái um þá ferðamannastaði sem fólk fer á. Veit ekki annað en að Ríkið sé sjálft að auglýsa þessa staði erlendis og hafa af þeim miklar tekjur þegar ferðamennirnir koma til landsins. 

Hitt er enn betri kostur að hver staður rukki inn fyrir sig eins og þeir duglegu menn gera í Kerinu og byrjað var á við Geysi.  Ekki sé ég eftir 400 kall í Kerið eða 1000 kall í  Gullfoss Geysi ef ég færi með útlendinga þangað.  

Síðan er jafnræðisreglan - EF rukka ætti ferðamennina þá verður að rukka okkur Íslendingana einnig 

Þið eruð eins og Gvendur Jaki var á sínum tíma í samningum. Allt í lagi að lækka kaupið hjá hinum bara ekki hjá mínum mönnum.  Þið virðist vilja láta útlendingana borga allt fyrir ykkur en tímið ekki að greiða neitt sjálf 

Kristmann Magnússon, 30.5.2015 kl. 21:16

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Andskotans evrópudellan í krötunum alltaf. Hvað er að því að rukka útlendinga en sleppa Íslandingum?

Halldór Jónsson, 30.5.2015 kl. 21:30

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já já flokkur allra stétta - en bara ef einhverjar aðrar stéttir borga fyrir mig - -  Þér veitti nú ekki af að kynna þér aðrar stefnur en þessa sem er bún að koma flokknum þínum niður undir 20%.

Það þýðir ekkert að gala stétt með stétt og meina svo ekkert með því 

Kristmann Magnússon, 30.5.2015 kl. 22:07

5 Smámynd: Halldór Jónsson

þú ert náttúrlega úr burgeisastétt MAnnsi þannig að þú vilt ekki vera með mér. En verst þegar Puntilla bóndi þykist vera orðinn jafnaðarmaður. og sósíalisti sem hann þóttist alltaf verða þegar hann varð fullur

Halldór Jónsson, 30.5.2015 kl. 23:46

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Kolbrún, ég gleymdi mér vyfir götustráknum Mannsa, þú veist týpan sem situr klofvega á skíðgarðinum og galar ókvæðisorð að vegfarendum en leiðir annað hjá sér.

Það er nefnilega málið að þetta land er svo ríkt að okkur ber sérstök skylda til að umgangast það af varúð , forsjálni og stillingu en ekki eins og Kratarnir sem vilja fleygja því öllu i hundana. Flokkurinn okkar á eftir að fara lang upp  á við áður en langt líður.

Halldór Jónsson, 30.5.2015 kl. 23:49

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Halldór þú ferð eins og köttur í kringum heitann graut og klikkar út með því að þeir borga sem nota. Þar erum við nokkuð sammála en áskorunin er útfærslan.

Ég veit ekki hve margir puttalingar og hjólreiðingar eru á ferðinni á Íslandi á ári hverju en ef þeim er sleppt og hinir borga þá er málið afgreitt.

Einfaldasta ráðið er að gera nákvæmlega það sama og gert er í kringum okkur, þú kaupir með bílaleigubílnum vegagjaldspassa og rútan borgar vegagjaldspassa, þegar hún kemur inn í landið. Þau fyrirtæki sem stunda skipulagðar ferðir á ferðamannastaði, borga þetta gjald einnig með þeim hætti að inni í miðaverðinu er ferðamannaskattur.

Sé ekki vandamálið við þetta. Ef einhver ferðamaðurinn vill njóta þess að vera í leigubíl, labba, hjóla eða taka strætó til að skoða landið, þá það. Það er ekki þess vert að hlaupa á eftir undantekningunum.

Klárt er það, að ég mun fyrr í steini sitja en að borga fyrir að ganga um og á því sem ég á.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.5.2015 kl. 23:52

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sindrii Karrl - Átt þú Reykjahlíð, Kerið eða landið utan um Geysi ? Hv

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 02:07

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt athugasemd Hr. Predikari.  Sindri Karl er ljóslega nískupúki  og þeir virðast vera nokkuð margir hér uppi á hólmanum sem ætlast til að aðrir kosti uppræktun eftir traðk þeirra um helg vé okkar íslendinga.  Því líkir larfalortar eru þar á ferð að halda að þeirra spor marki ekki.  

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2015 kl. 07:12

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þið megið snúa út úr þessu eins og þið viljið, tilfellið er nú samt þannig að ég má ganga á eignarjörð Reykjahlíðar eða hvaða jörð sem er, án endurgjalds. Aka á opinberum vegum sem liggja í gegn og svo framvegis.

Ég myndi að öllum líkindum ekki skilja skítinn eftir í vegkantinum, líkt og túristar virðast gera í dag. Ef Reykjahlíðarbóndi myndi koma upp útikamri með bauk, myndi ég glaður nota hann og setja krónur í baukinn fyrir.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.5.2015 kl. 09:10

11 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það er alveg merkilegt með þig Halldór minn að þegar þig skortir rök eða ert búinn að mála þig út í horn, þá grípur þú til þess að tala niður til annarra eða reyna að gera lítið úr þeim.  Ekki nema von að þú hafir aldrei náð hærra en að verða landsfundarfulltrúi innan flokksins þins og telur það vera sambærilegt við að stunda lagasetningar.  Reyndu að svara með rökum en ekki útúrsnúningi,kjaftæði og/eða dónaskap.  Þú yrðir meiri maður af því 

Kristmann Magnússon, 31.5.2015 kl. 09:13

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ferðaþjónustan innheimti tvo milljarða í vsk í apríl af ferðamönnum, telst það ekki all nokkuð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.5.2015 kl. 09:37

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Engin siðuð þjóð innheimtir bara af útlendingum, en lætur innlenda í friði. Fáránleg hugmynd.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.5.2015 kl. 09:42

14 Smámynd: Halldór Jónsson

MAnnsi minn, Lítilla sæva ,...Á það við um okkur báða þegar kemur að þjóðmálaumræðunni? Satt er það, að ekki hef ég gert mikla lukku á landsfundum þar sem kemur margt afbragðs fólk. Ég held að Landsfundur sé oft fljótur að átta sig á aðalatriðum. Kannski er það ástæðan fyrir því sem þú nefnir um mig. En að ég megi ekki kalla þig götustrák þegar ég er að lýsa þér pólitískt, um það spyr ég þig ekki að leyfi gamli Grænuborgarbísinn þinn.

En málefnalega virðist þú ásömu skoðun og Fjeldsted sem truflast af jafnræðisreglu. Við því segi ég að hugmynd náttúrupassans gekk út á þetta. Mönnum hugnaðist hann ekki.

Komugjöld til landsins væru þau óyfirstíganlegt gjald fyrir Íslendinga sem eru að koma erlendis frá?

Þetta með gjaldið í Kerinu þá finnst mér það fínt.Þeir Óskar eiga Kerið. Eigi Ríkið Geysir og Gullfoss, þá er það jafn leysanlegt.

En svo eru hugsanlega margir staðir þar sem landeigendur hafa kannski ekki afl til að rukka eins og Óskar?

Eru komugjöld þá ekki möguleg? Mætti hugsanlega fá afslátt á skattframtali fyrir margar komur fyrir þá sem alltaf eru á þönum eins og hann Mannsi.

Halldór Jónsson, 31.5.2015 kl. 10:55

15 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kristmann.

Ég bar saman bækur mínar við Hr, Google að hætti Davíðs Oddsonar reind og frægt varð á landsfundi, þar kom fram eins og mig rámaði í að Halldór var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi um langan aldur. Fulltrúaráðin eru nokkurs konar móðurfélög annarra félaga innan sama sveitarfélags eins og lesa má í Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Þannig að áhrif Halldórs ná víðar inna Sjálfstæðisflokksins en þú gefur i skyn. Þannig var Halldór einnig útgefandi flokksblaðs Sjálfstæðismanna í Kópavogi og virðist hafa skrifað allnokkuð í það blað auk .þess að dreifa því mun víðar en innan Kópavogs.

Já mikið veit Hr. Google um okkur á skerinu. þó hann hafi ekki haft hugmynd um það hver þessi seðlabankastjóri var sem flugfreyjan sótti til Noregs andstætt stjórnarskrárákvæðum sem banna slíkt fullkomlega.

Flugfreyjunni og jarðfræðinemanum vsrðsði lítt um lög og reglur þessa lands þegar kom að því að taka ákvarðanir gegn almannaheill eins og sagan sýnir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 12:44

16 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tja... fyrir hvað borgarmaður þegar flogið er til USA? Ekki bara flugmiðann, svo mikið er víst.

Það er ekkert að því að láta þá borga sem njóta, það dettur engum heilvita manni að skattleggja heila þjóð bara af því að það þarf að skattleggja ferðamenn.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.5.2015 kl. 15:02

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sindri.

Þá er einnig fullkomlega eðlilegt að þú greiðir aðgangeyri við Gysi og Gullfoss til þess að koma upp og halda við stígum og mannvirkjumsem eru í tngslum við það að þú getir notið svæðisins og eigandinn hafi ekki af þér kostnað vegna ágengni þinnar og notkunar. Þannig eru það einungis þeir sem nota viðkomandi svæði, og raska því þar með,sem greiða fyrir það - ekki þjóðin öll vegna þeirra sem ekki nota það.

Ég hef ekki komið til Geysis eða Gullfoss um áratuga skeið, enda mitt val. En fyrir vikið kæri ég mig ekki um að greiða fyrir notkun annarra, eins og þína Sindri, sem treður þar niður stíga eða fgróður og nýtir jafnvel aðstöðu ýmsa sem kann að vera fyrir hendi á hverjum stað. Hvað þá að ég greiði fyrir notkun ferðaþjónustunnar og útlendinga sem munu vera nærri einni milljón manna á ári hverju. Þeir eru algerlega borgunarmenn hverjir fyrir sig eins og ég er þegar ég skoða kastalana þeirra í þeirra heimalandi eða NIagara Falls.

Viljir þú fá þér mat, þá kostar það ! Það er ekkert til sem heitir ókeypis máltíð - það er ávallt einhver sem þarf að greiða fyrir hana. Ég hef þá sýn að sá greiði máltíðina sem neytir hennar en ekki allair aðrir fyrir þann mann.

Ert þú einn þeirra SIndri sem ætlast til þess að ræstingakona á Ísafirði borgi fyrir þig sinfóníutónleika eða hvað annað sem þig lystir til og hefur gaman af og greiðir kannski einungis fjórðun raunkostnaðar eða ert jafnvel boðsgestur ?

Svei slíkum - ég segi ekki annað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 15:21

18 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

P.S.

Afsakið flýtivilluna að ofan - ég skrifaði :„....ekki þjóðin öll vegna þeirra sem ekki nota það.“

Þarna átti að standa : ....ekki þjóðin öll vegna þeirra sem nota það.

Þá biðst ég velvirðingar á innsláttarvillum sem slæddust með.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 15:24

19 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er einfaldlega ekki hægt prelli, að rukka mig fyrir það. Ef ég fengi leiðsögn, borgaði fyrir bílastæði okey. En ekki fyrir að ganga þarna í gegn, það er ekki hægt, búið að reyna það.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.5.2015 kl. 22:03

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sindri Scrooge

Borgarðu þig inn í Húsdýragarðinn ? Birgfarðu fyrir hitaveituna, rafmagnið sem kemur úr rigningunni upprunalega ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2015 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband