Leita í fréttum mbl.is

Á að leyna upplýsingum?

spyr Morgunblaðið í leiðara.

.

">Morgunblaðið fjallaði á dögunum um mætingu þingmanna á nefndarfundi. Þar fer fram þýðingarmikill hluti lagasetningarvinnu Alþingis, sem þó er nánast ósýnilegur almenningi og því þótti rétt að varpa ljósi á þennan hluta starfa þingmanna. Þessu var misvel tekið og einn þingflokkur, Píratar, tók þessum upplýsingum sérstaklega illa og taldi bersýnilega að þær væru óheppilegt innlegg í umræðu um störf þingmanna. Hið sama má merkja hjá sumum álitsgjöfum sem hafa kosið að afbaka það sem fram kom.

 

Óánægja Pírata er skiljanleg að því leyti að þeir komu verst út úr þessari könnun á mætingu. Viðbrögðin hefðu þó að ósekju mátt vera önnur og málefnalegri, en þeir tóku þann kost að krefjast þess af blaðinu að það birti andsvör þingflokksins á forsíðu sinni. Þetta er vægast sagt óvenjulegt og sýnir lítinn skilning á starfsemi fjölmiðla, ekki síst í ljósi þess að svörin voru frekar til þess fallin að afvegaleiða umræðuna en að varpa ljósi á málið.

 

Eitt af því sem fram kom hjá Pírötum var að þeir gætu ekki verið á tveimur stöðum í einu, og átti sú hótfyndni bersýnilega að slá á umræðu um slaka mætingu. Þá kannaði Morgunblaðið málið enn frekar og kom í ljós að Píratar mættu á innan við helming nefndardaga, þannig að svörin reyndust marklaus.

 

Nú geta Píratar út af fyrir sig rækt skyldur sínar sem þingmenn eins og þeir vilja, en þeir geta ekki kvartað yfir því að almenningur fái upplýsingar um með hvaða hætti þeir kjósa að gera það. Hið sama á við um háværa stuðningsmenn þeirra í hópi álitsgjafa. "
 
En ef minnst er á að leyna upplýsingum, hvað finnst Morgunblaðinu um að kaupa upplýsingar fyrir opinbert fé um aflandsfélög sem tengjast Íslendingum?
 
Þessi listi hefur ekki verið birtur. Er það af svonefndri "bankaleynd" sem Íslendingar hvorki skilja né praktiséra. Eða af einhverri tillitssemi við mögulega skúrka?
 
Á ekki þjóðin þessar upplýsingar?
 
Eigum við ekki að fá listann á borðið eða á að leyna Pírata sem aðra upplýsingum?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband