Leita í fréttum mbl.is

Hvernig túlkar maður skoðanakannanir Gallups ?

Í Mbl. á mánudag er greint frá því að stuðningur við hertar reglur um heimild útlendinga til að setjast hér að sé mestur meðal framsóknarmanna, en 70 % þeirra styður slíkt. 58.7 % sjálfstæðismanna styður þetta líka ,42.3 % samylkingarinnar og 55.9 % VG. Meirihluti allra sem taka afstöðu eru fylgjandi hertum reglum nema hjá samfylkingunni eru 46.5 % andvíg. 66.8 % þeirra sem skipað er í aðra flokka eru fylgjandi hertum reglum. Alls vildu 56.2 % aðspurðra herða reglur er svo sett í undirfyrirsögn.

Þessar niðurstöður eiga ekki uppá pallborðið hjá Mbl. sem er eins og kunnugt er þeirrar skoðunar að við slíkt fólk sé ekki talandi.

Svo er það hins spurningin. Hversu margir eru 70 % framsóknarmanna á móti 58.7 % sjálfstæðismanna ? Á móti hverju  þúsundi framsóknarmanná gætu komið svona 4500 sjálfstæðismenn, og svona 2000 stykki af hvorri tegundinni fyrir sig, samfylkingunni og VG og þá svona 800 af öðrum flokkum.

Þá eru svona 700 framsóknarmenn , 2641 sjálfstæðismaður , 846 samfylkingarmenn, 1118 vinstrigrænir og 534 úr öðrum flokkum fylgjandi hertum reglum , samtals 5839 af alls 10.300 kjósendum  , samkvæmt þessum gefnu forsendum. 

Hvort eru meiri tíðindi að 700 framsóknarmenn séu fylgjandi hertum reglum um útlendinga heldur en að 2641 sjálfstæðismaður hafi líka þessa afstöðu ? Eða 846 manns úr samfylkingunni til viðbótar þessu fólki styðji þessar hugmyndir ? Hvað þá að 1118 vintrigrænir fylli flokkinn þarofaná ? Og svo að 534 menn úr hópi hinna ósnertanlegu skuli bætast í þennan hóp ? Auðvitað gengur þetta alls ekki, þetta eru óleyfilegar skoðanir með öllu sem enginn má hafa samkvæmt forskriftinni úr Mbl.

Nei, maður matbýr auðvitað hver á sinn hátt í pólitíkinii eins og gengur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Halldór

Ég sé að "athugasemdir" eru komnar í lag og sjást hér í sveitinni.

Bestu kveðjur

Ágúst H Bjarnason, 20.4.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 3418205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband