Leita í fréttum mbl.is

Kristján Ţór Júlíusson

er á Sprengisandi međ Sigurjóni. 

Ţađ vekur athygli mína hversu rólegur og yfirvegađur Kristján skipstjóri er. Ţađ er vandfundinn sá spyrill sem ekki rćđst ađ Kristjáni eins og allar syndir séu honum ađ kenna. Verkföllin,uppsagnirnar, peningaskorturinn, 70 ára fyrirsjáanlegur byggingartími nýs spítala og ţar fram eftir götunum.

Kristján líkir ţessu viđ ađ hann sé á siglingu á miklu skipi. Auđvitađ viti hann ađ ţađ séu ađskiljanleg vandamál innanborđs. En skipiđ haldi sinni stefnu ţrátt fyrir ţađ.

 

Sigurjón vill gera lítiđ úr lćkkun tiltekins kostnađar úr 19,2 í 18,9 vegna skattalćkkana. Kristján spyr á móti hvort sjómađurinn Sigurjón viti ekki ađ hver gráđa í 360 gráđu hringnum skipti ekki máli ţegar siglt sé?

Kristján segir ađ milljarđur verđi lagđur í nýja spítalann nú sem fyrri stjórn gerđi ekki. Af hverju ţarf ţá Sigurjón ađ reikna strax út 70 ára byggingatíma og af hverju viđ Hringbraut? Kristján segist hafa ţeu fyrirmćli frá sínum útgerđarmanni ađ halda ţeirri stefnu ađ byggja spítalann viđ Hringbraut og muni halda henni nema ađ hann fái fyrirmćli um annađ. 

Kristján hefur fágađan stíl sem stjórnmálamađur líkt og Bjarni Benediktsson og skera ţeir tveir sig ţó nokkuđ úr međal íslenskra stjórnmálamanna. Hann getur rćtt málin eins og ţau séu í hinum besta mögulega farvegi án ţess ađ gefa vísbendingar um ađ hann sé ekki endilega fyr og flamme fyrir ţví sem um er rćtt. Hann er hinsvegar sjómađur sem veit ađ ţađ dugir ekki ađ fimm formenn rćđi ákvörđun sem taka skuli í brimlendingu.

Boriđ saman viđ marga fyrri ráđherra,já og marga flokksmenn líka(inclusive undirritađur), ţá er ţetta gott fordćmi. Í ríkisstjórn og stjórnmálaflokki ţarf ađ vera eining út á viđ og ákveđin stefna, ţó hún kunni ađ vera vitlaus. Og stefnum má breyta af gefnu tilefni. Undirrituđum er í minni fundaferđ Kristjáns um allt Ísland til ađ rćđa ESB. Aldrei komust menn ađ ţví hvort Kristján hefđi sannfćringu í málinu ţrátt fyrir langar rćđur. Svo hlutlćgur var hann í málflutningnum.  Fyrr en ađ lokinni ferđinni ţegar hann kvađ upp úr međ sína skođun.

Kristján Ţór er einn af ţeim forystumönnum Sjálfstćđisflokksin sem ég hef mesta trú á til lengri tíma. Landsbyggđarstađa hans frá Akureyri hefur veriđ notuđ grimmt gegn honum innan flokksins og dregiđ árangur hans niđur sunnan heiđa. Ţannig er ţađ bara. Hefđi hann búiđ sunnan í móti hefđi hans vegur hugsanlega orđiđ beinni.

En hvađ um ţađ mun ég hiklaust styđja Kristján Ţór til allra góđra verka. Og ţađ án ţess ađ ég sé honum mjög persónulega kunnugur-, veit ekki einu sinni hvort hann smakkar ţađ. En ég hef tilhneigingu til ađ treysta manni sem segir satt, yfirvegađ, ćsingalaust og lausnamiđađ óháđ búsetu. Og svo vil ég bćta viđ ađ á fésbók hef ég séđ ađ hann hefur greinilega listrćnt auga og tekur margar afburđagóđar ljósmyndir.

Starfi Kristjáns er ekki auđveldur um ţessar mundir. Ţađ er ţó ástćđulaust ađ fara á límingunum ţó ađ einhverjir fýlupokar séu ađ skrifa uppsagnarbréf og tala um stjórnarskrárvarinn rétt sjúklinga til ţjónustu. Ég legg nú til ađ ţetta fólk hćtti ţeirri röksemdafćrslum og hugleiđi stöđu okkar aldrađra. Viđ verđum bara ađ taka viđ ţví sem í okkur er fleygt og vona ađ viđ veikjumst ekki fyrr en viđ dettum niđur dauđir. Viđ höfum ekkert ađ fara, getum ekki sagt upp né yfirleitt gert nokkurn skapađan hlut. Viđ getum bara vonađ ađ einhverjir eins og til dćmis Kristján Ţór muni eftir okkur ţegar um hćgist.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 3418152

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband