Leita í fréttum mbl.is

Rögnunefndin kveđur

međ afskaplega fallegum upplestri formannsins fagra á niđurstöđunum. Skeggjađ fés frumkvöđulsins var hvergi í augsýn ţó hann sé yfirleitt fremstur ţegar myndavélar eru í bođi.

Dagur B. Eggertsson lét setja ţessa nefnd saman til ţess ađ taka flugvallarmáliđ af herđum sér fyrir kosningarnar ţar sem flokkur hans stóđ höllum fćti og raunar tapađi duglega eins og hann hafđi til unniđ. En tilviljunin fćrđi Degi kauptćkifćri međ fjármunum borgarbúa sem hann notađi til ađ kaupa Pírata til liđs viđ borgarstjórastól sinn og vegtyllur fyrir kumpáninn EssBjörn, sem ţó heldur sig meira til hlés í seinni tíđ.

Og Dagur er óspar á peninga fólksins eins og fyrri daginn og flestir af hans sauđahúsi. Hann mokađi ţví hiklaust í Rögnunefndina ţar sem hann var svo líka einn launaţiggjendanna og tryggđi ţar međ ţá niđurstöđu fyrirfram ađ endurbćtur á Vatnsmýrarflugvelli kćmu ekki á dagskrá.

Í Morgunblađinu stendur ţetta:

" Ţađ er veriđ ađ vekja upp gamlan draug,« sagđi Ómar Ragnarsson, einkaflugmađur og fyrrverandi fréttamađur, viđ mbl.is..Hann rifjađi upp ađ fyrir 55 árum hefđu veriđ uppi hugmyndir um flugvöll í Kapelluhrauni, skammt frá Hvassahruni.

Sú hugmynd hefđi veriđ slegin út af borđinu eftir ađ prófađ hefđi veriđ ađ fljúga vélum til skiptist ađ og frá Reykjavíkurflugvelli í hvassri aust-suđaustanátt, sem vćri algengasta vindáttin á höfuđborgarsvćđinu, og jafnframt ađ og frá hugsanlegu flugvallarstćđi í Kapelluhrauni. »Hefur Reykjanesfjallgarđurinn fjarlćgst og lćkkađ síđustu 55 árin og hefur vindurinn minnkađ,« spurđi Ómar.

 

Framsókn og flugvallarvinir segja í fréttatilkynningu miđur ađ hlutverk Rögnunefndarinnar hafi ekki veriđ ađ leggja mat á hagkvćmni ţess ađ halda Reykjavíkurflugvelli í núverandi mynd, heldur ađeins ađ athuga hvort önnur flugvallarstćđi kćmu til greina fyrir rekstur innanlandsflugs. Ítrekar flokkurinn stuđning sinn viđ óbreyttan Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri."

 

Frá ţessu nýfundna flugvallarstćđi er til ţess ađ gera stutt til Pattersons flugvallar ţar sem langar undirbyggđar flugbrautir bíđa lagfćringa fyrir einkaflug og öllu ţví tengdu. Mun styttra en á Stóra Kropp. Lagfćring Patterson kostar brot af milljarđatugunum sem ţeir Dagur Bé eru búnir ađ finna legstađ fyrir í Hvassahrauni. Frá Patterson er svo hćgt ađ taxéra upp á Keflavíkurflugvöll ef svo ber undir. Sameiginlega flugstjórn fyrir báđa velli í Keflavík er hćgt ađ viđhafa auđveldlega.

Fjalliđ hefur sem sagt tekiđ jóđsótt og músin er fćdd. Nú flautar Dagur Bé. á jarđýturnar og byrjar framkvćmdir viđ ađ gefa hinum og ţessum lönd í Vatnsmýri ţá hann hafi ekki getađ sannađ eignarhald sitt ennţá á neinu á ţví svćđi.

Rögnunefndin kveđur og heldur af stađ í skýstrók til himna

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Hver borgađi fyrir ţessa Rögnunefnd, raunar Dagsnefnd  og til hvers var ţađ gert?  Ţađ hefur alltaf legiđ fyrir ađ brúklegt pláss fyrir höfuđborgar flugvöll er bara ađ finna á Bessastađanesinu og svo ţar sem hann er.   Ţó ađ Ragna hafi veriđ skást af öllum i ríkistjórn Jóhönnu vitlausu ţá er ekkert víst ađ hún sé sérfrćđingur í stađsetningu flugvalla.       

Hrólfur Ţ Hraundal, 26.6.2015 kl. 17:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér góđa ádrepu, Halldór! 

Var yfirleitt nokkur fagmađur í flugfrćđum í Rögnunefndinni? Hefđu flugmenn ekki fremur átt heima í henni en Dagur B. Eggertsson?

Jón Valur Jensson, 26.6.2015 kl. 17:43

3 identicon

Sćll Halldór Ég ćtlađi ađ leggja fram spurningar í atugasemdirá bloggi Jóns Magnússonar hrl.                     en ţađ voru giđingar hjá honum sem ég komst ekki í gegn Spurningar mínar voru bara 2 sem kannski ţú gćtir svarađ

1  .Borgar Dagur B. fyrir Reykjavíkurflugvöll.Borgi hann ekki,Gćti jón t.d  innheimt eignarhluta ţinn og minn  í sameign okkar í Reykjavíkurflugvelli ???

yell

Eđvarđ Lárus Árnason (IP-tala skráđ) 26.6.2015 kl. 18:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er nú búinn ađ glugga í skýrslu Rögnunefndarinnar. Ţar koma "flugkvikureikningar" í stađ ađflugsrpófana sem er búiđ ađ marggera vegna Kapelluhrauns sem gaf margfalt verri niđurstöđu en Reykjavíkurflugvöllur i Vatnsmýri.

Ţessi skýrsla er mjög ótrúverđug sérlega eftir ađ verkfrćđistofan Efla lét kaupa sig til ađ skrifa skýrsluna fyrir ISAVIA ţar sem allar stađreyndir um vinda voru talađar niđur samkvćmt ţví sem mér skildist á andsvari Leifs Magnússonar . Ég sé enga ástćđu til ađ taka tölur nefndarinnar öđruvísi en međ fyrirvara.

Og niđurstađan er skondin1.22 milljarđar fyrir ađ vegalengdin úr Fossvogi ađ Hvassahraunsflugvelli er ađeins 21 km. Ţá eru eftir 29 km til Keflavíkur en kannski um 20 ađ Patterson. Bíll á 100 km hrađa er 12 mínútur frá Hvassahrauni ađ Patterson eđa 19 mínútur til Keflavíkur.

Ađeins ţrautţjálfađ fólk í gersamlegri fyrirlitningu á verđmćti og međferđ skattfjár getur komiđ međ svona tillögur fyrir almenning. 22 milljarđar út í loftiđ fyrir svona tillögur. 

Halldór Jónsson, 26.6.2015 kl. 18:45

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisvert, Halldór!

Jón Valur Jensson, 26.6.2015 kl. 22:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 337
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 6127
  • Frá upphafi: 3188479

Annađ

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 5207
  • Gestir í dag: 292
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband