Leita í fréttum mbl.is

Góđ grein

er fremur undantekning en regla ađ mér finnst í Fréttablađinu. Ţó ađ ég renni yfir blađiđ stundum er ekki oft sem athygli mín fangast. Ţó eru undantekningar. Jón Ţorvarđarson stćrđfrćđingur og rithöfundur skrifar svo:

"Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: „Ég er gamall, en alls ekki úreltur.“ Ţetta hátćkniundur hafđi stađist tímans tönn međ svo miklum ágćtum ađ ţađ átti í fullu tré viđ nýrri útgáfur af sjálfum sér. Ţegar ég heyrđi ţessa setningu velti ég ţví fyrir mér hvađa pólitíkus skyldi gera ţessa setningu ađ sinni í nánustu framtíđ.

Ástćđan fyrir ţví ađ ég fćri ţetta í tal er sú ađ Jóhanna Sigurđardóttir stal – í ţađ minnsta stćldi – frćgustu setningu T-800 ţegar hún hrópađi yfir land og ţjóđ međ kreppta hnefa: „Minn tími mun koma.“ T-800 var ađ vísu ögn hógvćrari ţegar hann af miklu lítillćti sagđi: „Ég mun koma til baka“. Líkt og T-800 ţá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á ţeim tveimur var hins vegar sá ađ ţegar hún kom til baka, alla leiđ upp á hćsta tind, var hún orđin gamall og úreltur stjórnmálamađur. Óstraujađur međ eldgamalt stýrikerfi.

Og ein eymdin bauđ annarri heim ţegar Jóhanna ákvađ ađ stofna til samstarfs viđ annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfćrđan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og viđ ţekktum fyrir 30 árum síđan, engin nútíma niđurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvćgustu verkefnum Steingríms? Jú, ađ hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurrćstur draugur úr fortíđ- inni skyldi leiđa samningaviđrćđur Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuđu úreltir stjórnmálamenn til brćđralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gćjar sem aldrei hefur tekist ađ svara kalli tímans.

Ef ţeir skođanabrćđ- ur hefđu ráđiđ ferđinni ţá vćri ţannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) ađ Ísland vćri eina ríkiđ í Evrópu sem bannađi bjór. En ţađ er önnur saga. Og viđ hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrđur upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómađi eins og biluđ grammafónplata ţegar hann sagđi: „Hann mun landa glćsilegri niđurstöđu fyrir okkur.“ En hver flýgur eins og hann er fiđrađur, gamli refurinn „crashađi“ illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstćđingarnir brostu kátbroslega niđur í skeggiđ ţegar samningar voru undirritađir.

Leikritiđ hélt svo áfram ađ hćtti úreltra stjórnmálamanna. Međ undraverđum hćtti tókst ţeim nćstum ţví ađ plata ţjóđina međ ţví ađ láta hiđ ranga sýnast rétt og hiđ rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi ađ telja Forngrikkjum trú um ađ stríđshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítiđ forskot hún hefđi. Af hverju er endalaust frambođ af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast ţessir menn sífellt til ćđstu metorđa?"

Svona skrif lyfta beinlínis  deginum hjá gamalli íhaldssál eins og mér. Mér dettur í hug hversu lengi verđur hćgt ađ bjóđa fólki upp á sömu forneskjuna í kosningum eins og Jón vekur athygli á?

Eftir á ađ hyggja er ţetta bara kannski viđ hćfi ţegar meirihluti landsmanna sér fyrir sér ađ Jón Gnarr sé sá mađur sem okkur helst vantar í stađ Ólafs Ragnars á Forsetastól. Og ef ekki Jón Gnarr, ţá bara Katrínu Jakobsdóttur. 

Kannski koma góđar greinar í Fréttablađinu bráđum til ađ rökstyđja ţörfina?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Jón Gunnar Kristinsson og Katrín Jakobsdóttir hafa bćđi gefiđ út ađ ţau sćkist ekki eftir ađ búa á Bessastöđum og ţví tilgangslaust ađ spyrja ţjóđina hvort ţeirra hún vill ţangađ.

Enda hljóta ađ vera til betri efni til forseta, međal ţjóđarinnar, en ţau tvö. Reyndar sennilega leitun ađ ţeim sem vćri óhćfari.

Gunnar Heiđarsson, 29.7.2015 kl. 11:39

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Assgoti gód grein hjá Jóni og stórskemmtilegar samlíkingar. Já, thad má finna eitt og eitt gullkorn innan um óhrodann og auglýsingarnar í thessum ómerkilega snepli, af og til, ef vel er leitad.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 29.7.2015 kl. 18:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Gunnar, en ţú segir mér tíđindi. Ég hélt ađ Gnarr vćri ti í Bessó? Glottan kemur fyrir hálft orđ

Halldór Jónsson, 29.7.2015 kl. 20:01

4 identicon

Ţađ hefur löngum ţótt góđur undirbúningur fyrir forsetaframbođ ađ reyna ađ fá sem mest umtal um slíkt frambođ, toga í alla ínáanlega fjölmiđlaspotta til ađ tryggja ađ nafniđ sé sem mest í umrćđunni um nćsta forseta, en tilkynna jafnframt sem lengst ađ viđkomandi hyggi alls ekki á forsetaframbođ.

Ţegar fer svo ađ líđa ađ sjálfum kosningunum er stađan metin og ákveđiđ hvort 'láta skuli undan fjölda áskorana' o.s.frv.

Ţađ er alls ekki ólíklegt ađ Jón Gnarr og/eđa Katrín verđi í frambođi nćst.

ls (IP-tala skráđ) 30.7.2015 kl. 10:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 657
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 5565
  • Frá upphafi: 3195184

Annađ

  • Innlit í dag: 510
  • Innlit sl. viku: 4561
  • Gestir í dag: 458
  • IP-tölur í dag: 449

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband