Leita í fréttum mbl.is

Guðfinna Jóhanna

Guðmundsdóttir er í útvarpinu og ræðir húsnæðismál í viðtali.

Fyrir utan það hversu vel máli farin hún er, þá er hún að tala nákvæmlega um það sem ég hef veri að reyna að fá rætt innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi um árabil. Verktakastefnan hefur haft svo afgerandi forgang þar að ég hef hvorki komist lönd né strönd.

Verktakastefnan felst í því að hafa nægar lóðir fyrir verkataka sem vilja byggja blokkir að eigin geðþótta og svo dýrar einbýlishúsalóðir sem þeir ríku geta byggt á. Afleiðingin af þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins er hótelmamma  því að ungt fólk getur ekki eignast þak yfir höfuðið þar sem það á ekki aur.

Mín stefna er smáíbúðahverfisstefnan. Hætta bullinu í nýju byggingarreglugerðinni með óraunhæfum Evrópukröfum.  Að bæjarfélag skipuleggi litlar lóðir fyrir einföld einbýlishús sem fólk geti byggt sjálft að einhverju leyti. Sem minnst sé borgað út þegar lóðin er tekin en greiðslur hefjist árið eftir að flutt er inn. Nánari útfærslur koma af sjálfu sér.

Guðfinna er mikið á sömu skoðun og ég. Hún er gríðarlega fróð um leigumarkaði og búsetafyrirkomulagið sem hún gjörþekkir.

Það er mikið að maður finnur pólitískan bandamann. En það bara í Framsóknarflokknum að þessu sinni. Auk þess tengir flugvöllurinn okkur Guðfinnu traustum böndum þar sem frammámenn í Sjálfstæðisflokknum eru bæði hráir og soðnir í þeirri afstöðu. 

Bravó fyrir Guðfinnu Jóhönnu. Hún er stjórnmálamaður sem hlustandi er á. Og Guðfinna Jóhanna er líka þvílík kjarnakona sem manneskja sem alþjóð er nú kunnugt um.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu pælt í því hvað það felst mikill hroki í orðinu verktakastefna?  Verktakar hafa minni réttindi en launþegar og búa við minna öryggi en þeir.  Ég er ekkert hissa á því að stjórnmálamenn á útbelgdum eftirlaunum tali af fyrirlitningu um verktaka en leiðinlegt þegar aðrir lepja það upp eftir þeim í hugsunarleysi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 10:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Elín, ég er ekki að kasta rýrð á verktakana, hef bæði verið í þeirra hópi og unnið með þeim.Sammála þér með stjornmálamenn eins og Steingrím J. og Ögmund á útbelgdum eftirlaunum fjandskapast við allt einkaframtak. Ég er bara að tala um að fá lóðir fyrir litla manninn sem vill basla sjálfur. Auðvitað vil ég að verktakarnir fá lóðir eins og þeir vilja og hægt er að uppfylla.

Halldór Jónsson, 31.7.2015 kl. 10:28

3 identicon

Sammála.  Það voru alveg örugglega ekki verktakar sem mótuðu lóðauppboðsstefnuna og þeir báðu ekki heldur um nýju byggingarreglugerðina sem hækkar verðið enn frekar. 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 10:47

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Síðan andskotast menn út í kvótann og eitthvað allt annað en það sem skiptir máli.

Algerlega sammála þessum pistli Halldór. Eftir að fólk hætti að geta byggt yfir sig sjálft, hefur allt farið til andskotans í húsnæðismálum landsmanna.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.7.2015 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 337
  • Sl. sólarhring: 514
  • Sl. viku: 6127
  • Frá upphafi: 3188479

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 5207
  • Gestir í dag: 292
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband