Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot

Samfylkingarinnar var viðurkennt sem staðreynd á flokksstjórnarfundi í Hótel Natura.

Árni Páll formaður reyndi auðvitað fyrst að yfirbjóða aðra með því að heimta fleiri flóttamenn en Evrópusambandinu hafði nokkru sinni dottið í hug. Ekki nóg með það. Stofna móttökustöðvar fyrir flóttamenn, væntanlega á á leið annað.Hugsanlega þá með Sundahöfn í huga?

Ennfremur ætlar hann að boða til landsbyggðarstefnuþings þar sem landsbyggðarfólki er gefinn kostur á að fara að kjósa Samfylkinguna sem mun hafa verið einhver áhöld um til þessa. En nú skyldi taka upp framtíðarsýn í þessum málum.

 

Nýir tímar kalli á annars konar stjórnmálaafl sem nauðsynlegt sé að skapa grundvöll fyrir innan Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur þá líklega verið misskilin eða grundvallast á einhverjum grundvallarmisskilningi sem þarf að leiðrétta.

Og í framhaldi af þessu þarf að sækja fólk úr öðrum flokkum til þessa verks. Samfylkingin ætti því að leita samstöðu með umbótasinnuðum öflum í þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB, framhald stjórnarskrárbreytinga og aðrar nauðsynlegar grundvallarbreytingar.

Getur þetta ekki sem best getur þetta fallið saman við hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur um að sameina vinstri menn í kosningabandalagi þar sem þeim gengur sona illa að vera samstíga annars. Og var nokkuð annað að heyra á Óttari Proppé en að hann sjái bjarta framtíð í þessu öllu?

Þetta tengir Árni Páll líka við tillögu Birgittu Jónsdóttur um samstarf flokka um stutt þing þar sem breytingar á stjórnarskrá yrðu afgreiddar.En ekki er annað að heyra en að Birgitta ætli sér áfram á þing þrátt fyrir efasemdir sumra flokksmanna hennar.

Næstu kosningar eiga því að vera upphitunarkosningar þar sem öll önnur mál bíða fyrir stjórnarskrármálinu. Síðan byrja Harmageddon-kosningarnar  fyrir alvöru og ferðin hafin til Evrópusambandsins.

Það hefur oft reynst erfitt fyrir fólk að átta sig á því hvert flokkar muni stefna að afloknum kosningum, þar sem þeir ganga jafnan óbundnir til kosninga eins og þeir orða það. Það getur orðið enn erfiðara fyrir marga að meta þetta sem sérstakan sóknarfund þegar stærstu málin eiga að vinnast í samstarfi við aðra flokka.

Er það ekki yfirleitt kallað gjaldþrot þegar menn skilja við allar eigur sínar í annarra hendi til ráðstöfunar?

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband