Leita í fréttum mbl.is

42. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur

í Laugardagshöll af formanninum Bjarna Benediktssyni.

Auðvitað fór ég nú aftur á fundinn þegar bræðin rann af mér.

Ég hlustaði grannt á ræðu formannsins eins og fleiri gerðu, bæði viðstaddir og á ÍNN þar sem hún birtist í heild. Og ég verð að segja að honum tókst vel upp. Það voru talsverðir sprettir í henni og honum tókst að fara vel yfir málin svo að allir skildu.

Margt var vel sagt sem náði vel til áheyrenda. Einkanlega voru góðar hugleiðingarnar um frelsið, sem VG er búið að lýsa yfir að sé ekki lengur einkaeign Sjálfstæðisflokksins. VG ætli að láta frelsið til sín taka. Bjarni sagðist fagna því að slík sinnaskipti yrðu á þeim bæ. En hafa flokkarnir sama skilning á gildi frelsis?

Fyrir mitt leyti sýnast  mér afskipti VG og annarra vinstri manna af frelsinu til þessa heldur hafa snúið að því að takamarka frelsi fólks og skera af því á enda og kanta. Ráfa af mönnum eignirnar með auðlegðarskatti sem dæmi sem þeir sjálfir útbjuggu með sólarlagsákvæði en Kata ásakar Bjarna fyrir að hafa aflagt.Hún gefur fyrirrennaranum á formannstólnum ekki eftir í álygum og rógi.

Voru tilbrigði vinstri stjórnarinnar um frelsi einstaklinganna eitthvað tengd auknu frelsi? Sáu menn einhvern frelsisglampa í augum Steingríms J. Sigfússonar þegar hann talaði um útgerðina og auðlegðarskattinn  eða Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún pírði augun og herpti varirnar í kratakærleik sínum í Iceasave málunum? En formaðurinn leyfði þeim að sleppa með þetta á þessari stundu þó mér hafi fundist að þeir lægju nú vel til höggsins og hefði ég varla mátt bindast frekar en Þorgeir Hávarsson við þetta tækifæri.

Greinilegt var að formaður náði vel til áheyrenda þegar hann viðraði hugmyndir sínar um að allir landsmenn yrðu hluthafar í Landsbankanum og jafnvel fleiri banka ef þannig myndu kaupin gerast á eyrinni. Hann kvaddi Hönnu Birnu fallega með einlægri eftirsjá sem ég klappaði nú eitthvað minna fyrir. Hann komst stórvel frá því að lýsa  því hvernig við Íslendingar værum komnir í gegn um alla þessa erfiðleika frá hruni og lengra án þess að ganga í ríkjabandalag, án þess að kasta myntinni og vera komnir á þann stað þar sem við værum núna. Hér væri hagvöxtur meiri en í Evrópu, hér væri meiri atvinna og hér værum við værum búin að borga hverja krónu til baka af AGS lánunum sem við fengum í hruninu.

Greinilegt var að formaðurinn var stoltur af þjóð sinni og framlagi Sjálfstæðisflokksins til uppvasksins eftir vinstri stjórnina. Þeirri skoðun deili ég svo sannarlega með honum. Allt krata-ræfleríið,skattfrekjan, jarmið um ónýta krónu, björgunina með því að fleygja okkur í fang ESB og borga Icesave eftir glæsilegri niðurstöðu kommúnistans Svavars Gestssonar eins og Steingrímur og Jóhanna ætluðu að gera, sýnir sig að hafa verið holtaþokuvæl og tilberasöngur í kví kví.

Enginn stjórnmálaflokkur á foringja sem er glæsilegri á velli og betur máli farinn en Sjálfstæðisflokkurinn um þessar mundir. Og enginn á heldur neinn sem jafnast á við Bjarna Benediktsson að einlægni og sanngirni í ræðustól með kærleika til allra en illan hug til einskis manns svo vitnað sé til annars þekkts lögfræðings. Þetta tókst honum í þessari setningarræðu Landsfundar.  

Bjarmi Benediktsson, fær hæstu einkunn hjá mér fyrir setningarræðu sína við upphaf 42. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Saell nafni. Thad er dulítid annad hljód í skrokknum í dag hjá thér. Gott ad raeda formannsins féll í gódan jardveg, medal fundargesta. Skil nú samt ekki alveg thetta med 5% handa thjódinni hjá honum og finnst ad svona dellu eigi ekki ad setja fram nema fullmótada. Tjódin á nú thegar 100% í thessum blessada banka. Svona tillaga er ekkert annad en gaspur og fullkomlega ábyrgdarlaus, án skýringa á thví hvernig framkvaema skuli thetta og útskýra hvada lukkunnar pamfílar eigi sídan ad hirda restina. Formadurinn sennilega verid kominn í banastud í raedustólnum og hreinlega vadid á súdum í raedusnilld, enda salurinn sjódheitur, eftir thví sem manni heyrist. Vid lestur frétta af thessum landsfundi, ef marka má fjölmidla, dettur menni helst í hug sagan um Dýrin í Hálsaskógi, thar sem allir eiga ad vera vinir. Innflytjendamál, flóttamannamál, aldradir og öryrkjar, ESB umsóknin, landbúnadur, sjávarútvegur, tryggingagjald, faedingarorlof, skattamál og fleira á madur eftir ad lesa um hver nidurstadan verdur um á thessum landsfundi. Vonandi verdur komist ad einhverri ábyrgri og skynsamlegri stefnu um thessi mál, auk margra annara. Helst hefur mér fundist thad tídindum saeta, fram ad thessu, ad stödumaelasektir hafa verid óvenju margar kringum fundarstadinn og vaeri gaman ad bera saman stödumaelasektir á landsfundi Sjálfstaedisflokksins annars vegar og sídan VG hins vegar. Megirdu eiga ánaegjulegan morgundag í Höllinni, en mundu ad leggja nú bílgarminum á löglegan hátt, svo komist verdi hjá frekari kostnadi af tháttökunni.;-)

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 24.10.2015 kl. 18:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já nafni

ég mun engum straumhvörfum valda á þessum fundi frekar en á öðrum slíkum. Fór ekki einu sinni á ballið núna sem ég gerði alltaf áður.

Ég sé ekki eftir því að hafa mætt í minni mýflugumnd. Maður hittir svo marga gamla kunningja að það eitt borgar allt í topp. Það er vináttan við gamla vopnabræður sem öllu máli skiptir. Nýju herdeildirnar erum manni ókunnar.

Halldór Jónsson, 24.10.2015 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband