Leita í fréttum mbl.is

Sámur fóstri

hét hundur Gunnars frá Hlíðarenda.

Hann var írskur úlfhundur sem kom frá Mýrkjartani konungi sem var afi Hallgerðar Langbroks. Hún hafði skiljanlega konungborið skaplyndi og átti því í basli með að umgangast alþýðlegar smásálir. Þessir hundar geta verið tveir metrar á hæð þegar þeir standa áafturlöppum sínum. Þeir eru sagðir vinir vina húsbóndans en óvínir og grimmir óvinum hans og skynja muninn skjótlega. 

Þegar ég fór að leita að nafni á blað sem mér datt í hug að gefa út í Suðurkjördæmi, ópólitískt en framfarasinnað blað sem tíundaði kosti vindorku, þá þurfti að finna nafn. Ég staðnæmdist við Njálunöfn

Steingrímur Erlingsson vinur kvað uppúr með það á augabragði að blaðið skyldi heita eftir Sámi fóstra af öðrum persónum í Njálu ólöstuðum. En Sámur gaf líf sitt í vörn fyrir húsbónda sinn þegar andskotar Gunnars höfðu vélað hann frá varðstað sínum.

Líklega náði Sámur að rífa aðalsvikahrappinn Þorkel á hol áður hann var drepinn og Gunnar sem vaknaði við dauðavein hundsins mælti "Sárt ertu leikinn Sámur fóstri og búið svo sé til ætlað að skammt skuli okkar í meðal."

Nú blaðið kom fyrst út á vordögum í tíuþúsund eintökum og var dreift með Íslandspósti í alla póstkassa frá Klaustri í austri, um Suðurland og Vestmannaeyjar til og með Þorlákshafnar í vestri. Má sjá það tölublað  í heild sinni hér:

Sámur1tbl

http://issuu.com/radandi_auglysingastofa/docs/samur_fostri_mars_2015_issuu/1

 

 

Nú er það svo að það er ekki hlaupið að því að afla auglýsinga til fjármagna svona útgáfu. Þar var rennt blint í sjóinn og látið skeika að sköpuðu og vinir bloggarans hjálpuðu margir myndarlega. Blaðið var nýtt og menn trúðu svona mátulega á fyritækið.

 

 

 

 

Nú skeði það óvænta, að blaðinu var svo forkunnarvel tekið að við fengum áskoranir að endurtaka leikinn. Og þar sem illt er að eggja óbilgjarnan, var upphaflega útgáfugenginu var hóað saman og ráðist í verkið. Árangurinn varð svo sá að 11. desember var nýja tölublaðið prentað, 44 síður og núna í 20.000 eintökum og dreift til viðbótar í alla póstkassa frá Þorlákshöfn, Grindavík, Sandgerði, Garð, Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og til og með Voga á Vatnsleysuströnd. Við vildum meina að svona stórt blað væri raunverulegur auglýsingamiðill sem menn tóku nokkuð mark á.

Allavega tókst okkur að koma þessu saman og við höfum fengið góðar viðtökur við blaðinu. Hvað sem öðru líður þá höfðum við sem unnum að þessu, mikla ánægju af undirbúningnum.

Blaðaútgáfa er nefnilega lifandi starf og gefandi. Mistök og erfiðleikar eru í nægu framboði en góðar móttökur og velvild hjá fjölda fólks sem maður hefur samband við ylja manni um hjartarætur.

 

Forsida2tbl

Blaðið má skoða hér:

 

http://issuu.com/radandi_auglysingastofa/docs/samur_fostri_2_tbl_issuu/1

Á síðunni er teljari sem sýnir á heimskorti hvaðan blaðið er skoðað og varð maður hissa að sjá útbreiðslusvæði frá Ameríku ,Alaska til Rússíá og um Evrópu og Afríku á fyrstu dögum. Heimsblað var Sámur fóstri þessa daga að okkur fannst.

 

Framhaldið? Er ekki alltaf erfitt að spá,- sérstaklega um framtíðina? Kannski eru þetta bara elliglöp og maður verður bara tekinn úr umferð, settur á eitthvert Skjól og talað við mann eins og kött eins og gæslufólk gerir stundum við gamlingjana?

Eða bara að við reynum aftur. Allavega má senda mér pistla í næsta blað eða ábendingar, myndir, sögur eða skammir eða hvað sem er. Langafi minn gaf út mörg blöð og sveifst einskis til að vekja athygli á blöðum sínum. Ég vonast samt til að verða ekki landflótta eins og hann Jón Ólafsson eftir að penninn tók af honum völdin eitt sinn. Hugsa sér að karlinn setti á forsíðu:

Harmafregn! Grímur Thomsen reið niður um ís á Bessastaðatjörn í gærkvöldi og drukknaði--

ekki. Maður nær víst aldrei upp í svona kalla á öld meðalmennskunnar og hnattrænnar hlýnunar og auk þess andandi að sér tómu gróðurhúsalofti úr Al Gore- eða svo.

Kannski verðið þið að kopéra linkana og peista þá í bráserana ykkar til að ná þessu upp svo maður noti bestu íslensku tölvuhugtökin á því ástkæra og ylhýra. 

Allavega vona ég að ykkur líki Sámur fóstri ekki illa og látið gjarnan vita hvað betur megi fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór.

Skepna sú sem þú nefnir hét Sámur.
Það var Ólafur pái í Hjarðarholti í 
Dölum sem gaf Gunnari gjöf þessa og reyndar
fleiri sem sjá má af ívitnuðum orðum:

"En að skilnaði mælti Ólafur til Gunnars: "Eg vil gefa þér þrjá gripi, gullhring og skikkju er átt hefir Mýrkjartan Írakonungur og hund er mér var gefinn á Írlandi. Hann er mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefir mannsvit. Hann mun og geyja að hverjum manni þeim er hann veit að óvinur þinn er en aldrei að vinum þínum því að hann sér á hverjum manni hvort til þín er vel eða illa. Hann mun og líf á leggja að vera þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur."

Þá hundurinn hefur verið drepinn mælir Gunnar:

"Sárt ert þú leikinn Sámur fóstri...".

Orðið fóstri er náskylt orðinu fóstur og mætti
útleggjast sem 'skepna'.

Húsari. (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 23:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

þetta er í samræmi við þá Njálu sem ég las

Halldór Jónsson, 21.12.2015 kl. 23:43

3 identicon

Sæll Halldór.

Í 1. kafla Brekkukotsannáls segir svo:

"Í umtali um dýr fór hún [Guðný Klængsdóttir]
eftir föstum þjóðlegum tignarstiga. [...]
Hún sagði að það ætti aldrei að biðja guð fyrir
hundi, ekki heldur tala vel um né við hund.
Það mátti ekki kalla hann dýr og helst ekki
skepnu, heldur kvikindi, grey og skarn."

Þegar Gunnar segir þessi orð "Sárt eru leikinn
Sámur fóstri...," þá jafngildir það: Illa er farið
með þig kvikindið/Sámur kvikindið.

En rétt skal vera rétt: Sámur nefndist
kvikindi þetta, á því er enginn minnstur vafi.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 00:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það sem Halldór Laxness skrifar upp úr sér í bullusögu sinni eitthvert lögmál?

Halldór Jónsson, 22.12.2015 kl. 08:28

5 identicon

Sæll Halldór.

Aðalatriði er þetta:

Þig misminnir um þetta atriði.
Illska þín í garð Halldórs Laxness breytir
engu um það að engin birtingarmynd Njálu greinir
frá neinu öðru en því sem þar stendur að 
Sámur hét hundur Gunnars!

Hafir þú vitneskju um annað ber þér að birta
þá heimild í stað þess að ónotast út í fólk
sem áreiðanlega hefur aldrei gert þér neitt.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 13:57

6 Smámynd: Halldór Jónsson

ég skil ekki upp né niður í pælingum húsarans eða hvað hann er að fara. Er hann að segja að Sámur fóstri megi ekki vera nafn á blaðI? Hundurinn hét Sámur. Það er klárt. Gunnar kallaði hann fóstra sinn. Það er klárt.Líklega meinti hann að hann hefði verið í hans fóstri eins og alsiða var.Stundum voru synir ótryggra vina sendir í fóstur hjá hinum aðilanum. Þorgils og ...(Klængur) voru í fóstri hjá Gró og Gizuri. Hann hefði getað ávarpað þá fóstra. Snorri Sturluson fóstraðist upp til 18 ára aldurs hja´Jóni Loftssyni, hann var gísl til að Sturla pabbi héldi sér á mottunni.

Blaðið heitir Sámur fóstri hvort sem þessu húsara-dulnefni líkar það betur eða verr.

Halldór Jónsson, 23.12.2015 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband