Leita í fréttum mbl.is

Piratar skipuleggja sig

öfugt við það sem margir halda. 

 piraterfebHér getur að líta viðburðalistann í febrúar. 

Að vísu er erfitt að átta sig á hvort einhver forystumaður hefur verið kosinn eða eru þetta sjálfkjörnir stýrimenn í grasrótinni sem reka trippin.

Hvað hefur Birgitta Jónsdóttir annars mörg atkvæði á bak við sig þegar hún segist vera kapteinn allra Pírata? Hvað hefur hún sjálf séð marga Pírata?

En ég dáist að dugnaðinum. Þarna er virkilega verið að gera eitthvað. 

Pólitík er vinna og strit. Ef menn kæra sig um að sjá hvernig flokkar verða stórir þá má kynna sér hvernig Adolf sálugi vann sinn flokk upp úr 8 manns þegar hann gekk í þýska verkamannaflokk þjóðernissinnaðra sósíalista og kom honum upp í kom upp í það að verða með þriðjung þjóðarinnar á bak við sig.

Það var ekkert smávegis sem á gekk hjá kallinum og flokksmönnum fra 1929 til 1933. Ferðuðust borg úr borg og öskruðu linnulaust. Þeir náðu til fólksins nasarni eins þeir fóru svo að kallast. Flokkurinn hjá þeim var alveg eins skipulagður að grunni til og íslenskir flokkar, með hverfafélögum upp í kjördæmaráð, kvenfélög, ungramannafélög, landssamtök og sérsambönd. Formenn fulltrúaráða hétu Gauleiters hjá þeim osfrv.

Ég held að engir verði miklir spámenn í pólitík sem eru ekki reiðubúnir að gefa sig alla í svona starf og skilja gildi áróðurs. Það þýðir það að hafa pólitík sem  áhugamál og rækja það af ástríðu. Svo þarf eðliskosti sem færri hafa en vilja. Forystumaður í stjórnmálaflokki þarf að vera fyndinn fjörkálfur og myndarleg typa, mælskur, skrifandi, brennandi í andanum, djúpur og grunnur eftir því sem við á, slægur eða einfaldur eða jafnvel tvöfaldur en  segja alltaf bara satt vísvitandi þó menn geti látið plata sig og fengið gott fyrir.

Hið pólitíska landslag mun verða gjörbreytt eftir næstu kosningar frá því sem við þekktum það.Píratar eru nefnilega að skipuleggja sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418162

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband