Leita í fréttum mbl.is

Væri hægt?

að texta þáttinn Ófærð þegar Íslenskan er töluð?

Framsögn leikaranna er oft með þeim hætti að heyrnardaufir eins og ég skiljum alls ekki hvað þeir eru að segja.Við missum því úr atburðarásinni því miður.

Þegar töluð er útlenska er textað svo það er skilar sér fínt og þá skilur maður Íslendingana líka mun betur en þegar þeir muldra í leikrænum tilburðum á móðurmálinu.

Er þetta svo mikið mál? Það eru margir sem heyra ekki vel eða skilja kannski ekki talaða íslensku eins vel og unglingar, t.d.innflytjendur, að þetta myndi hjálpa mikið. Erlendis er mikið textað á málinu sem talað er af einhverjum ástæðum.

Þetta eru allgóðir þættir en bera samt greinileg upprunamerki frá Íslandi sem yfirleitt allt kvikmyndaefni þaðan. Langdrægni. Svo margir mínútur um ekki neitt.

En þetta er samt mikið verk og gott hjá Balta og hans fólki. En það væri til bóta ef maður gæti náð þræðinum betur með því að það væri hægt að skilja hvað er verið að segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

888 Merkir að viðkomandi dagskrárliður er textaður á síðu 888 á Textavarpinu

petur (IP-tala skráð) 15.2.2016 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418132

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband