Leita í fréttum mbl.is

Landspítali

er mér eiginlega yfirskilvitleg stofnun. Svo margbreytileg og flókin. En svo óskaplega einföld þegar þér er vísað þar inn og hittir fólkið sem tekur við þér og stjórnar hinum óskiljanlega flóknu lækningatækjum sem þú ert settur í. Ég sem hrærði þungsteypu í K-bygginguna datt ekki þá í hug að ég myndi koma aftur á þann stað. Lengi skal manninn reyna.

Nú kem ég þangað daglega og hitti óendanlega yndislegt fólk sem spennir mig niður í tröllkonuna Eir, nábúa Þórs, sem hefur alla burði til þess að gjöra minn veg beinan í fyllingu tímans. Þvílík stofnun, þvílík húsakynni, þvílíkt fólk, þvílíkt skipulag.

Kári klári segir að það megi ekki dragast lengur að byggja ný hús.Ef ekki vill betur þá þarna við hliðina á til þess að gera eitthvað strax. Þáð sé búið að teikna svo mikið að það kosti mörg ár að breyta um stað.

Hvernig var það þegar Harpan var byggð. Þá lá svona á. Afrakstur íslenskra arkitekta og verkfræðinga er umdeilt hús. Viða hafa verið hönnuð álíka hús sem ekki hafa orðið jafndýr í byggingu, viðhaldi eða rekstri. Af hverju þarf endilega að finna upp hjólið í hvert sinn sem þessi þjóð þarf að byggja eitthvað?

Okkur er sagt að sérvaldir íslenskir arkitektar og verkfræðingar séu búnir að teikna svo mikið af spítala við Hringbraut að það verði svo dýrt að borga þeim fyrir að teikna nýtt á Vífilsstöðum. Þá séu gömlu teikningrnar ónýtar.

Af hverju er ekki hægt að finna spítala úti í heimi sem fellur að þörfum okkar og fá að nota teikningarnar? Spítala sem komin er reynsla á að fúnkérar? Skafa höfundarnafnið af teikningunum eins og var gert þegar Viðlagahúsin voru byggð og setja nafn valins gæðings í staðinn, borga honum, samþykkja húsið og byggja það í hvelli á innan við 2 árum. Empire State var byggður á 400 dögum 1930. Af hverju skyldi það ekki vera hægt núna? Var byrjað á samkeppni þegar þurfti að byggja spítala þegar heimstyrjaldirnar skullu á? Var hægt að leika sér með tímarammann þá?

Það eru yfirgnæfandi allir sammála um að besti kostur er að byggja algerlega nýtt og Mósalaust hús á Vífilsstöðum. Hitt er svo gersamlega óhagkvæmt í samanburði að flestir sjá. Læknanemar þurfa engan Háskóla við hlið sér í námslokum.

Það eina sem þarf er að drífa í þessu. Láta Kára klára og einhverja með honum  finna hentugan spítala erlendis, fá teikninguna lánaða og láta 1000 Kinverja byggja Landspítala í logandi hvelli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekkert of sagt Halldór.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.3.2016 kl. 09:55

2 identicon

Halldór, -  ég er innilega sammála þér. Auðvitað á ekki stanslaust að finna upp hjólið. Norðmenn eru t.d. nýbúnir að byggja spítala af svipaðri stærðargráðu og fyrirhugaður spítali hjá okkur.

Því ekki að fá teikningarnar og hönnunina keypta, ef þess er kostur ?

Ekki þarf að efast um að Norðmenn hafa vandað sig.

Ég hef margoft bent á þessa lausn í mínum skrifum.

En auðvitað hlustar enginn, - það er vandamálið.

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 20.3.2016 kl. 10:06

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Hrólfur

Kári, við tilheyrum ekki því fólki sem ræður.Það eru ákveðnir hópar GGF meðal annars og svo Humpfreyjarnir sem ráða. 

Halldór Jónsson, 20.3.2016 kl. 11:07

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk verður þá að flykkja sér um meðmælendalista þeirra flokka sem að eru með gáfulegri stefnuskrá en sitjandi ríkisstjórn er með: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/

Jón Þórhallsson, 20.3.2016 kl. 12:07

5 Smámynd: Elle_

Af hverju er ekki hægt að finna spítala úti í heimi sem fellur að þörfum okkar og fá að nota teikningarnar?

Halldór, allan tímann meðan ég var að lesa pistilinn, niður að þessum orðum, var ég að hugsa það sama. Og af hverju má ekki gamli landspítalinn bara líka vera þarna? Og flugvöllurinn. Og af hverju er verið að rífa gömul hús með sál yfirleitt í staðinn fyrir að endurnýja þau?

Elle_, 20.3.2016 kl. 12:28

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þórhalsson, það er gleðilegt að þú sem stjórnmálaflokkur skulir vera á þessari skoðun Þú ert hinsvegar ekki nægilega stór stjórnmálaflokkur til þess að hafa áhrif. Slíkir flokkar eru oft afgreiddir sem sérvitringaflokkar.

Flokkar þurfa að sanna sig lengi eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn að þeir deyji ekki út með stofnandanum. Þeir þurfa að hafa  eignast líf með fjöldanum. Þú kæmist lengra með því að tala fyrir þínum hugsjónum innan slíks flokks en utan hans.

Það gegnir sama um þig Elle mín. Þú brennur í andanum en ert feimin við að leita þér að fólki sem er sama sinnis. Stjórnmál eru samvinna margra, ekki sólóspil einhverra snillinga  þó vissulega séu alltaf einhverjir sem ná eyrum betur en aðrir.

Því miður komast hávaðamenn oft of langt of snemma. Það er að ske í Landspítalamálinu.

Halldór Jónsson, 20.3.2016 kl. 21:36

7 Smámynd: Elle_

Já þú last mig, Halldór, vissi ekki að ég væri svona gegnsæ. Færi Moggabloggið ekki fram á að birta fullt nafn manns samkvæmt þjóðskrá til að fá bloggsíðu birta í skrám, mundi ég skrifa miklu oftar. Vil bara ekki vera birt samkvæmt neinni þjóðskrá.

Elle_, 22.3.2016 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3417956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband