Leita í fréttum mbl.is

Gamalt vín á nýjum belgjum

er líklega það sem Samfylking og VG  munu bjóða okkur kjósendum í aðdraganda næstu kosninga. Utan þess að bjóðast til að leggja okkur til fólk til að njóta þeirra vegtylla sem þingmennska hefur í för með sér fyrir viðkomandi, þá er næst fátt af hugsjónum. Þeir munu auðvitað báðir tveir bjóða hina sígildu vinstrimennsku sem er skattleggja og eyða. Það virðist blasa við að sameining þessara flokka er tímabær.

Þessir flokkar voru á síðasta blómaskeiði sínu saman í því að reyna að troða Íslendingum inn í Evrópusambandið. Nú er það ekki kostur sem hvorugur flokkurinn  þorir að nefna þar eð vandfundinn er sá íslenskur kjósandi sem það aðhyllist.

Almennur skortur á trausti hrjáir marga íslenska kjósendur um þessar mundir. Margir trúa því ekki lengur að neinn sé í stjórnmálum til einhvers annars en að útvega sjálfum sér vel launaða innivinnu eins og einn frómur stjórnmálamaður sagði hreinskilningslega. Kjósendur treysta engu eða engum vegna þess hversu mikið þeim finnst þeir hafa verið sviknir.

Trúir meðalkjósandinn því innst inni að þessi eða hinn flokkurinn muni gera nokkuð sem snertir hann? Er þá ekki næsta spurning hvaða flokkur sé líklegur til að valda honum meiri skaða en annar flokkur? Verður þá ekki útilokunaraðferðin ein eftir sem er áhrifavaldur í vali kjósandans? 

Hvað gerðu Samfylkingin og VG fyrir þig þegar þeir gátu? Hvað er líklegt að þeir geri ef þú gefur þessu sama fólki annað tækifæri?

Fyrrum útvarpsstjóri er líklega nær því að skilja það sem fram þarf að fara. Mála yfir nafn og númer að ætti gamalla breskra landhelgisbrjóta og svo allra sósíalistaflokkanna íslenskra frá kommúnistaflokknum til Allaballans. Það er það sem Samfylkingin og VG geta boðið best á næstunni.

Gamalt vín á nýjum belgjum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband