Leita í fréttum mbl.is

Prómens

var fyrirtæki sem lenti í hremmingum í hruninu.

Óli Björn Kárason var að lýsa því á Útvarpi Sögu hvernig þetta fyrirtæki var sett á dauðalistann og Landsbankinn láta taka það af eigendum sínum. Ég kann ekki söguna alla, en hún er til.

Fáeinum árum síðar seldi Landsbankinn þetta fyrirtæki með miklum hagnaði. Hann bjargaði ekki aðeins vonarpeningum sínum heldur gott betur. Önnur fyrirtæki fengu mikla fyrirgreiðslur og komust í gegn um erfiðleikana.

Enn önnur voru tekin yfir eins og Prómens, B M Vallá, Steypustöðin, og mörg fleiri. Þetta styður kenningu Víglundar Þorsteinssonar að bankarnir hafi samið sérstakan dauðalista með vitund og vilja æðstu yfirmanna fjármálakerfisins á þessum tíma. Sjálfsagt hefur þessi listi verið rökstuddur og víst er að mörgum fyrirtækjum varð ekki bjargað með nokkurri sanngirni.

Í tilviki Prómens ætti þetta mál að liggja skýrt fyrir. Það er ríkisbanki sem á í hlut. Allar tölur ættu að vera uppi á borðinu. Þarna var tekin ákvörðun sem reyndist ekki vera byggð á réttum forsendum miðað við það sem síðar varð. Eigur skiptu um hendur og færðu eignarnámstökum mikinn hagnað í fyllingu tímans. Fyrri eigendur fengu ekkert. Var það sanngjarnt?

Landsbankinn var sjálfur tekinn af mér og fyrri eigendum. Nú færir hann eignaupptökuaðilanum gríðarlegan hagnað af Prómens sem öðru. Ég fæ ekkert. Sömuleiðis Íslandsbanki sem nú græðir milljarða.  Ég fæ ekkert þar heldur. Er þetta allt sanngjarnt?

Er ekki ástæða til þess að láta rannsaka mál Prómens ofan í kjölinn? Af hverju eiga æðstu Strumpar að sleppa án skýringa?

Gætu til dæmis SA ekki höfðað einkamál ef Landsdómur kemur ekki til? Eða bera  vinstri menn aldrei ábyrgð á neinu? Var Promens bara ekki réttu megin við girðinguna þegar það var dæmt af?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski, en ég trúi þessu ekki.  flokkurinn þinn framsókn ætlar að koma þessum upplýsingum í birtingu sem er gott og þá sjá menn vonandi hvernig þetta lítur

Rafn Guðmundsson, 31.3.2016 kl. 21:15

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Ragnhildur nokkur Geirsdóttir: var forstjóri (stýra) þessa fyrirtækis, á árunum 2005 - 2011 misminni mig ekki, og man ég vel, hversu mér blöskraði, sem öðrum, þegar hún hafði verið OFURLAUNUÐ / annaðhvort þar, eða hjá Flugleiðum, þar sem hún ku einnig hafa komið við sögu, miðað við þau launakjör, sem þá gengu og gerðust í þjóðfélaginu, almennt.

Alla vegana - þókti mér, sem mörgum annarra óhugnanlegur, uppgangur gróðafíkla frjálshyggju Kapítalismans á þeim árunum, enda sáum við hvað verða vildi - og varð: Haustið 2008, fornvinur góður.

Við: sem vöruðum við græðginni, þóktum leiðinleg mjög, í allri umræðu, sem að þessum uppskafningslegu metorðum Háskólagengins fólks laut, svo mikið var víst.

En - stefnir ekki í hið sama: sbr. Hótela Gorkúlu hauginn í okkar samtíma, sem og 10 - 20 Milljóna Króna bílana, á götum borgar og bæja og þorpa / sem á HAND ónýtum þjóðveginum, m.a. Verkfr. góður ?

Fíflin: sem nú fara með völdin í landinu, sporna nú ekkert sérstaklega við gróðafíkn sjálfra sín - né annarra:: þeim, handgengnum, megi marka fréttaflutning, þessi dægrin !!!

Með beztu kveðjum: sem oftar - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.3.2016 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418201

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband