Leita í fréttum mbl.is

Flugumferðarstjórar

eru merkilegt fyrirbrigði.

Ég veit ekki betur en að vinnuveitandi þeirra, íslenska ríkið(finnst einhverjum þetta vera honum sjálfum skylt eða í eigu einhverra annarra?) sjái um menntun þeirra alfarið og greiði þeim kaup á meðan. Síðan er íslenska ríkið eini vinnuveitandi þeirra og semur við þá um kaup og kjör.

Nema að svo mynduðu útskrifaðir stjórar með sér stéttarfélag. Allt í einu eru þeir konir með völd til að ákveða hversu marga megi mennta til starfa og hverja.  Einhverja gæti grunað að þessi fjöldi sé ákveðinn með tilliti til þess hversu mikla yfirvinnu félagið telji hæfilega fyrir hvern félagsmann.

Þetta hefur svo gengið með áhrifamiklum verkföllum þannig að flugumferðarstjórar eru með hæst launuðu starfsmönnum ríkisins.

Eitthvað svona kerfi var við lýði í Bandaríkjunum á sínum tíma. Félagið hét Patco.  Þegar þeir höfðu gengið fram af Reagan forseta í heimtufrekju rak hann alla félagsmennina og lagði blátt bann við því að nokkur þeirra fengi aftur starf hjá alríkinu. Hann setti herinn til bráðabirgða inn og hraðsauð svo nýtt fólk til starfa.

Hérna virðist þessi söfnuður eiga allskostar við íslenska ríkið. Þeir stjórna ríkinu hvað flugumferðarstjórn áhrærir. Ef Humpfreyarnir vilja ekki makka þá gera þeir skrúfu og hrella almenning og fyrirtæki í flugrekstri sem æpa og skrækja þangað til gengið er að kröfum þeirra.

Er einhver munur á þessu og starfsemi skipulagðra bófaflokka? Jú, þetta er kallað stéttarfélag með heilagan samningsrétt. Enginn virðist vita hvaðan það kemur, fyrir hvern það vinnur og á hvaða forsendum. Það er engan hægt að reka, það er engan hægt að ráða nema þá sjálfa.

Þetta er bara Ísland í dag. Flugumferðarstjórar eru ósnertanlegir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar flugumferðarstjóra af því að launakjör eru svo miklu betri erlendis.  Ef Ísavia væri einkafyrirtæki væri þetta ekki vandamál því þá myndu þeir bara hækka launin til að fá fólk. Þeir væru þá ekki heldur nánast að leggja sig fram við að hafa starfsmóralinn lélegann.

ls (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 09:50

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú ert greinilega heilaþveginn sósíalisti sem heldur að ríkið sé upphafa alls

Halldór Jónsson, 25.4.2016 kl. 13:31

3 identicon

Hvernig er hægt að flokka það sem sósíalisma að benda á að einkafyrirtæki eigi auðveldar með að fá starfsfólk???

ls (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 4928
  • Frá upphafi: 3194547

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4067
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband