Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti prófkjör

í Suðvesturkjördæmi sem fari fram á bilinu frá 27.ágúst til 10. september n.k.

Bjarni Benediktsson sagði flýtingu kosninganna hafa orðið ofaná í þingflokknum eftir umræður með eða á móti. Flokkurinn væri búinn að koma svo mörgu til leiðar á kjörtímabilinu að vígstaðan myndi varla breytast til batnaðar þó lengra liði.

Kaupmáttur fólksins hefði aldrei verið meiri en hann er núna frá því að mælingar hófust og hefur vaxið svo undrahratt að vart verður framhald á svo örum vexti. Það hefði verið hlegið að Sjálfstæðisflokknum þegar hann sagðist ætla að lækka skatta og loka fjárlagagatinu. Samt hefði flokkurinn gert þetta. Slitabúin væru í uppgjöri, skuldaleiðréttingin hefði verið framkvæmd og stór skref í afnámi gjaldeyrishafta væru á næsta leyti.

Málefnastaða flokksins væri gríðarlega sterk. Við þessar aðstæður væri  ótrúlegt að horfa á Gylfa Arnbjörnsson og ASÍ vera í fýlu og hafa allt á hornum sér í stað þess að gleðjast fyrir hönd sinna skjólstæðinga.

 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn getur framkvæmt þetta að að velja framboðslista á lýðræðislegan hátt þá væri auðvelt að mæta andstæðingi sem hefur ekki einu sinni haldið stofnfund, hvað þá sýnt fram á nema einhver hundrað nöfn stuðningsmanna og fáir vissu með vissu  fyrir hvað flokkurinn yfirleitt stæði. Hvernig ætlar þessi flokkur að sýna fram á lýðræðisleg vinnubrögð á borð við Sjálfstæðisflokkinn? Hvernig ætlar hann að keppa? Enda væru skoðanakannanir að sýna hvert straumurinn lægi.

Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæmi formanns síns velur sér frambjóðendur á lýðræðislegan hátt. Hann er reiðubúinn að mæta hverjum sem er á málefnalegum grunni eftir prófkjör í haust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gleðileg tíðindi kæri Halldór.

Voru skoðanir skiptar á fundinum ? Voru allir á eitt sáttir með að flýta kosningum og klára ekki kjörtímabilið ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.5.2016 kl. 06:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vissulega voru radiir á móti flýtingu kosninga. En eftir yfirvegaða ræðu formannsins held ég að hann hafi snúið öllum salnum, sem var stóri salurinn í Valhöll vel setinn.Það var margt sem mælir með flýtingu. Ég snérist allavega.

Halldór Jónsson, 19.5.2016 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 3418156

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband