Leita í fréttum mbl.is

Orrustan um Ísland

stendur yfir að mati Halls Hallssonar sagnfræðings og blaðamanns. Eða svo skildi ég viðræður þeirra Péturs Gunnlaugssonar og hans á Útvarpi Sögu.

Hallur telur hrægammasjóðina sem urðu illa úti af höndum Davíðs Oddssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar  nú leggjast á árar gegn þessum mönnum og spara til hvorki fé né fyrirhöfn. Þeir eru búnir að koma sér upp sjónvarpsstöð sem gengur þeirra erinda og Evrópusambandsins leynt og ljóst og nefnist Hringbraut. Þó ég heyrði ekki allan þáttinn heyrði ég þá ekki nefna Fréttablaðið og 365 sem ég hef nú tekið sem aðal baráttutæki kratanna sem berjast fyrir niðurlagningu íslensks fullveldis.

Hallur fór vel í gegn um í hverju baráttan væri fólgin. Hún byrjaði á þeirri þjóðlygi að menn vildi ekki ganga beint í Evrópusambandið heldur klára samningaviðræðurnar við ESB. Sem löngu er vitað að eru ekki samningaviðræður í neinum skilningi heldur aðildarviðræður sem ríki fara í gegn um til þess að upplýsa hversu hratt þau geti aðlagað sig "aquis", eða því sem taka beri upp og er meðal annars stjórnarskrá Evrópusambandsins sjálfs. Engin leið er að semja sig frá þessum grundvallaratriðum heldur er hægt að biðja um tímafrest til að ljúka málinu.

Flestir hafa heyrt Evrópusinnana fara með þessa lygi oftar en einu sinni. Sem stendur  er staðan sú að Íslendingar eru almennt upplýstir um stöðuna í ESB og hverslags erfiðleika ríkin þar innan hafa gegnið í gegn um.Ungt fólk fær ekki vinnu í þessum löndum, gamalt fólk er á vergangi, hagvöxtur er enginn, auðlindir illa farnar en það eina sem vex hröðum skrefum er skrifræðið, innflutningur flóttamanna  og opinberar álögur.

Það er í samræmi við þetta sem Píratar boða nú að þeir muni taka 100 milljarðar til viðbótar af ónýttum skattstofnum íslenskrar þjóðar og leggja í samneysluna.Hækka hana úr 700 milljörðum í 800. En Píratar eru líklega alveg tilbúnir að ganga í ESB og semja um það við aðra flokka um það eins og Birgitta Jónsdóttir hefur talað, skyldi hún þá vera kapteinninn.

Það er vitað segir Hallur, að yfirráðin yfir sjávarauðlindinni munu flytjast til Brussel eins og gerðist á Englandi. En þar er blómlegur breskur sjávarútvegur horfinn og heyrir sögunni til. Nákvæmlega sama mun gerast hér ef fullveldissölumenn fá hér völdin.

Og Hallur heldur áfram. Íslenska þjóðin verður aldrei spurð um hvort hún vilji fara þangað inn. Þegar nægt fylgi hefur myndast á Alþingi fyrir inngöngu verður hún einfaldlega sett í lög og send Forsetanum til undirritunar. Og þá skiptir máli að hæfilegur Forseti sitji á Bessastöðum.

Þegar ég hlustaði á Hall lýsa þessu þá breyttist afstaða mín til frambjóðandans Guðna Th.Jóhannesson sem er svo gott sem búinn að vinna. Þessi glæsilegi maður hefur í besta falli gefið svo loðnar yfirlýsingar um afstöðu sína til ESB að ég hef ekki verið í vafa í mínu sinni að hann er Evrópusinni meiri heldur en minni. Ég spurði mig þarna, treystirðu þessum manni til að standa vörð um fullveldi Íslands við slíkar aðstæður þó flottur sé að öllu öðri leyti? 

Svar mitt er NEI. Ég mun aldrei kjósa neinn sem ég er ekki hundrað prósent viss um að vill Íslandi allt, vill frjálst og fullvalda Ísland og frjálsa þjóð í eigin landi sinna auðlinda.

Ég kýs því ekki Guðna Th.þar sem ég er þeirrar skoðunar að ég geti ekki treyst heillyndi hans þegar kemur að þessu grundvallar máli íslenskrar þjóðar.

Orrustan um Ísland stendur sem hæst og hart er sótt fram af voldugum andstæðingum segir Hallur Hallson.Ég trúi Halli betur en gömlum eða nýjum krötum, hvað sem flokkarnir eiga að heita fallegum nöfnum hér eftir.

Kratarnir eru enn sem fyrr að reyna að læða Evrópusambandshelsinu um hálsinn á íslensku þjóðinni með klækjum og falsi og mæla til þess fagurt þótt flátt hyggi. Sama hygg ég að sé uppi með Viðreisn. Úlfshárin hafa bara verið dregin inn tímabundið.

Látum ekki blekkjast þegar Váfuglinn flýgur um þjóðfélagið í orrustunni um Ísland.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einungis einum frambjóðanda treystandi þegar til lokaorustunnar kemur, um sjálfstæði landsins okkar.

Þeir sem vilja að Ísland verði áfram sjálfstætt og fullvalda ríki hljóta að kjósa þann frambjóðanda.

Allir hinir hafa ýmist gælt við ESB skepnuna, nú eða hafa ekki þann kjark sem þarf til að standa með þjóð sinni.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2016 kl. 19:34

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Líklega má með nokkrum sanni taka undir orð Halls um orrustuna um Ísland en þó með öðrum formerkjum. Hún stendur milli þeirra sem vilja halda öllu óbreyttu frá gamla spillta Íslandi og hinna sem vilja hverfa frá þvífyrirkomulagi. Hverfa frá því Íslandi sem of lengi hefur verið stjórnað af ýmsum hagsmunaklíkum  með tilstyrk nokkurra fyrirferðarmikilla stjórnmálamanna af gamla skólanum. Þessir huldumenn og stjórnmálamennirnir sem þeim þjóna eru alveg að ærast yfir þeirri hugsun að þeir kunni að missa tökin á því að geta ekki lengur skarað eld að eigin köku og ráðið öllu. Yfirgnæfandi partur þjóðarinnar vill breytingar og mér finnst það birtast með óyggjandi hætti í í skoðanakönnunum bæði hvað varðar forsetakosningarnar og kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Þórir Kjartansson, 13.6.2016 kl. 22:46

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hafðu ekki áhyggjur Þórir, það eru miklar breytingar framundan. Á Íslandi verða þúsundir þriðjaheimsfólks.

Vandamálið er að peningaelítan heldur áfram að stjórna flestu á Íslandi eða því sem ESB stjórnar ekki.

Þer verður að ósk þinni Þorir minn, bara vera þolinmóður.

kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.6.2016 kl. 23:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greini gömlu öfundssýkin sem gerir manneskjuna svo illa. Dugnaðarforkar komu sér upp útgerð með dugnaði og         útsjónarsemi,af því fiskur syndir í sjónum. - - - - Halldór minn ég varð klumpsa þegar ég sá þig einhverju sinn nefna þann sem þú vildir í forsetann. En að þú sæir ekki plottið datt mér ekki í hug.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2016 kl. 00:54

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég veit ekki hvað er komið yfir þennan Þóri Kjartansson ...

En heilar þakkir fyrir góðan og þarfan pistilinn, Halldór. Hallur er mjög glöggur á þessi ESB-mál öll, en Guðni Th. er viðsjáll maður að eiga á Bessastöðum, frá sjónarhóli fullveldissinna og hagsmuna lýðveldisins.

Algerlega beygði hann sig fyrir Jóhönnustjórnar-stefnunni um Icesave og mælti ekki aðeins með versta samningnum, Svavarssamningnum (sem hefði kostað okkur á þriðja hundrað milljaða króna), heldur greip hann einnig til einhverra heimskulgustu rakanna með því, að við ættum að semja við Breta og Hollendinga:

Í blaðinu Grapevine (sem dreift er ókeypis víða á opinberum stöðum og búðum í Reykjavík a.m.k.) sagði Guðni Th. 19.6. 2009: "augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar)."

Gáfulegur spádómur eða hitt þó heldur! -- en svona hræðsluvekjandi viðhorf þjónuðu til að hala inn einhver af þeim 40,1% atkvæða, sem studdu Buchheit-svikasamninginn í þjóðaratkvæðagreiðsunni 9. apríl 2011. 

Og sumir trúðu því, að við ættum þarna engan rétt, svo lengi var lygadælan látin ganga, sú sama sem Guðni tók þátt í að pumpa með öðrum.

En EFTA-dómstóllinn staðfesti 28. jan. 2013 fullkomið sakleysi þjóðarinnar (og ríkissjóðs) í Icesave-málinu.

Vesalings Guðni að hafa þarna auglýst vangetu sinnar praktísku dómgreindar. Af hverju tók hann ekki mark á lögunum, sem sönnuðu sakleysi okkar? Höfðu Bretlandsár hans slegið glýju á augu hans, svo að hann treysti betur brezkri stjórnsýslu en okkar ágæta forseta Ólafi Ragnari?

Og hvað þurfti Guðni yfirleitt að vera að úttala sig um mál sem hann hafði ekkert vit á? Er gott að hafa svo yfirlýsingaglaðan mann á Bessastöðum?

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 02:26

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

,,Þessi" Þórir Kjartansson, Jón Valur, er lífsreyndur maður og kominn nokkuð til ára sinna. Lifi samt í nútímanum en er ekki fastur aftur í miðöldum eins og múslimarnir og lítill hópur manna sem heldur sig mest hér á Moggablogginu og virðast helst vilja hafa íslenskt þjóðfélag líkt því og var fyrir siðaskipti. Þið lesið vonandi pistla þess ágæta og glögga manns, Styrmis Gunnarssonar, sem mánuðum saman hefur reynt að koma vitinu fyrir þann hóp manna sem er á góðri leið að gera Sjálfstæðisflokkin að einhverjum örflokki yst á hægri kantinum.

Þórir Kjartansson, 14.6.2016 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3417958

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband