Leita í fréttum mbl.is

Í dag er hamingjudagur

hjá mér sem gömlum afa uppi á Íslandi og auðvitað henni ömmu Steinu líka. Ekki bara af því að nú skín sól á Suðurland sem sjaldan fyrr. Fleira kemur til. 

Til okkar hringdi sonardóttir okkar hún Sigríður Steinunn Jónsdóttir frá Danmörku.Hún var að klára að verja lokaverkefnið sitt  í iðnaðarverkfræði og hlaut hæstu einkunn fyrir verksmiðjuna sína, tólf =12. Ekkert minna.

Aðeins 24 ára gömul síðan í febrúar. Orðin áður BS verkfræðingur frá H.R.  með kærasta og allt það. Hún hefur sýnt einstaka námshæfileika og óhemju dugnað alla tíð. Unnið hálfa og heila vinnu með náminu öllu.

Þetta unga fólk er svo duglegt nú til dags, að þegar ég hugsa til eigin námsferils þar sem frístundirnar frá skólanum fóru gjarnan í leiki og slark og útkomurnar voru bara í meðallagi þegar best lét, þá skammast ég mín dálítið að hafa ekki gert betur.  Stærðfræðin er henni Siggu Steinu til dæmis sem opin bók en var yfirleitt basl hjá mér.Og þannig má áfram telja.

Það er gaman þegar yfirburða námsmenn hafa skapgerð sem dugar til að nýta gáfurnar. Svo margt getur bilað hjá ungu fólki sem enginn fær ráðið við. Allt of mörg dæmi hefur maður séð um það á langri ævi. Íslendingar þurfa að hlúa að menntun síns fólks, bæði til munns og handa,  í stað þess að leggja svona mikla rækt við þetta niðuráviðsnobberí  eins og hann Einar heitinn Magg rektor inn í MR orðaði það eitt sinn við mig í samtali.

Svo er hún Sigga Steina heilbrigð og lífsglöð ung kona og ráðagóð. Hún var fljót að koma auga á að það var hægt að geyma matvæli úti í kuldanum í póstkassanum heldur en að kaupa rafmagn á ísskáp. Það eru lausnirnar sem eru aðalsmerki góðra verkfræðinga. Ég er sannfærður um að hennar bíður björt framtíð á hverju því sviði sem hún beitir sér að. 

Við amman og afinn sendum henni og hennar nánustu okkar bestu heillaóskir í tilefni dagsins. AARRRRGH! við erum svo gargandi montin af henni Siggu Steinu!

Þetta er sannarlega hamingjudagur í okkar litla heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju Halldór, þú getur sko heldur betur verið stoltur af stúlkunni.  Við getum horft björtum augum fram á veginn með svona fólk sem vonandi kemur til með að taka við.

Jóhann Elíasson, 14.6.2016 kl. 15:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jóhann. Ég og stúlkan ræddum þetta aðeins í dag og ég sagði eitthvað í þá veru að hún kæmi aldrei heim nema í vísittir sem væri alveg nóg í þessum samgönguheimi. Hún var nú ekki á því að sagðist vilja fara heim einhverntímann og vera með fjölskyldunni þegar ég benti vestur til Ameríku þar sem svona afburða fólki standa allar dyr opnar og allt er svo miklu meira en í litlu Evrópu.Það er helst að maður óttist gjörfuleikaskort í stjórnmálunum hérlendis, unga greinda fólkið er lítið pólitískt finnst mér en meira framboð á bullukollum í allskyns sérvitringaflokkum. En framtíðin er spennandi samt. 

Halldór Jónsson, 14.6.2016 kl. 21:09

3 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Tek undir heilshugar: með árnaðaróskum Jóhanns Elíassonar, þér og þinni fjölskyldu til handa.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 21:59

4 identicon

Innilega til hamingju elsku vinir með flottu sonardottur ykkar. Hun er snillingur og a eftir að gera ymislegt storkostlegt i framtiðinni. 

Halla og Toti (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 23:29

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Óskar Helgi, hún er eimitt í tæknibransanum eins og þú.

Takk kæru vinir Halla og Tóti, þið skiljið þetta nýbúin að fá eina glæsistúlku útskrifaða. Er ekki lífið dásamlegt svona stundum?

Halldór Jónsson, 15.6.2016 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband